Lögberg


Lögberg - 22.12.1938, Qupperneq 20

Lögberg - 22.12.1938, Qupperneq 20
20 LÖGKBERGr, FIMTUDAGINN 22, DESEMBEB 1938 Tvö ítölsk skáld Frá öndverðu hefir ítalía ver- ií5 land lista og skáldskapar, og sérstaklega hefir verið litið á höfuðborg landsins, Róm, sem miðstöð fyrir listamenn, er hafa viljað fullnuma sig í list sinni og hljóta frægð og frama. Meða! þeirra mörgu, sem dvalið hafa i Róm í þessum tilgangi, má nefna hinn fræga, áslenzka myndhöggvara Albert Thor- valdsen. ítalía hefir átt marga fræga málara, myndhöggvara og söngv- ara, en hún hefir líka skipað virðulegt sæti á sviði bókment- anna. Þrír ítalíir hafa t. d. hlotið bókmentaverðlaun Nobels, G. Carducca árið 1906, Grazia Deledda 1926 og Luigi Piran- dello 1934. Meðal jæss, sem aukið hefir vinsældir Dvalar hjá fróðleiks- fúsu fólki, er, hve hún hefir kynt þar marga helztu rithöf- unda, sémi vakið hafa mikla at- hygli úti í heimi, þó að þeir hafi verið að mestu ókunnir ís- lenzkri alþýðu. Að þessu sinni skal leitast við að kynna les- endum Dvalar tvo af frægustu rithöfundum ftaliu, þá Luigi Pirandello og Gabriele D’Ann- unzio. Eftir hinn fyrnefnda hefir Dvöl birt nokkrar sögur áður, en nú mun verða skýrt í stuttu máli frá æfi þessara tveggja heimsþektu höfunda, til fróðleiks fyrir lesendurna. Gabriele D’Annunzio er fædd- ur árið 1863. í æsku stundaði hann skólanám í Róm, og þegar hann var sextán ára, gaf hann út sína fyrstu ljóaðbók. Síðan rak hver bókin aðra og urðu uni| þær miklar deilur, sem fóru vaxandi þegar höfundurinn tók að semja skáldsögur, semi unnu mikla hylli almennings, þrátt fyrir óblíða dóma. Einnig skrif- aði D’Annunzio fjölda smá- sagna, og sótti hann efni sitt í líf hinnar hraustu, ljálf-viltu al- þýðu, sem býr í fjallahéruðun- um í landi hans. Loks fór hann að semja leikrit, sem hvarvetna fengu mikið lof og voru sýnd á stærstu leikhúsum ítalíu, við mikla ’aðsókn. D’Annunzio varð nú frægur maður, sem lifði í auði og allsnægtum og naut lífs- ins í hóflausum munaði í ýms- um stórborgum, mitt í hinum harðvítugu deilum um verk hans. En hamingjan er stundum hverful, og árið 1910 flæktist hann til Frkaklands, nær eigna- laus. Þar hóf hann aftur rit- störf sín og skrifaði bæði á frönsku og ítölsku. Svo kom heimsstyrjöldin. Þá var eins og D’Annunzio vaknaði af svefni. og skrifaði nú hverja æsingar- og hvatningargreinina á fætur annari til þjóðar sinnar, um að endurreisa hið forna Rómaveldi og færa út landamæri Italíu. Svo fór hann heim til ættlands sins og hélt áróðursstarfinu á- fram þar. Hann átti ef til vill mestan þátt i því, að ítalía varð með í heimsstyrjöldinni og hafði áhrif á hvoru megin hún stóð. í sjálfum ófriðnum tók hann þátt, fyrst sem riddaraliðsfor- ingi, en síðan í skotgröfunum, sjóhernum og lofthernum. í ó- friðnum misti hann annað aug- að. — Síðan var hann útnefnd- ur sem fursti af Monte Névoso. þar sem ríkið gaf honum fagra höll til að búa í. Þar lifði hann síðustu ár æfi sinnar, einangr- aður og hálfgleymdur, en sí- skrifandi, þrátt fyrir ellilaksleika og sjóndepru. D’Annunzio and- aðist 1. marz s.l., 74 ára gam- all. Skömmu fyrir andlát hans var lokið við skrautútgáfu á öll- um ritverkum hans fyr og síðar. Eru það 49 bindi og kosta um 7300 lírur. Gabriele D’Annunzio er vafa- laust einn allra frægasti rithöf- undur þjóðar sinnar, en þó er hann sennilega frægastur fyrir það, þegar hann tók borgina Fiume herskildi, og hélt henni á annað ár, þrátt fyrir það, að búiðí væri að úrskurða, að borg- in tilheyrði t Jugoslavíu. En D’- Annunzio vildi að ítalir fengju borgina, og gerði þetta dirfsku- verk hann að átrúnaðargoði þjóðar sinnar. -f Luigi Pirandello er fæddur 28. júní 1867 í borginni Girgenti á Sikiley. Faðir hans var brenni- steirisnámureigandi. Pirandello stundaði nám í Róm og síðan í Bonn, þar sem hann hlaut dokt- orsnafnbót. Fór hann svo til Róm aftur og gerðist kennari við kvennaskóla þar í borginni. Átján ára gamall byrjaði hann að fást við ritstörf og gaf út ljóðabækur, en brátt hætti hann því og tók að rita skáldsögur, smáar og stórar. I fyrstu var hann mjög undir áhrifum sam- landa síns, rithöfundarins Verga, en brátt fór hann þó að fara sínar eigin götur og skrifa sjálfstæðara. Meðan á heims- styrjöldinni stóð bjó Pirandello í litlu sólríku herbergi í útjaðri Rómaborgar og stundaði ritstörf jafn'hliða því, sem hann kendi. Þarna í einverunni fékk hann gott næði til þess að hugleiða samlíf mannanna, vanmátt þeirra og ósjálfstæði á ýmsumi sviðum, heimsku og ógnir ófriðarins og hið ósjálfráða líf mannsins í víðjum siða og venja samtíðar- innar. Þessar íhuganir gáfu leikritum hans og sögum hinn sérstæða gagnrýnandi svip. Þeg- ar hann var um fimtugt, byrj- aði hann að skrifa leikrit og hefir fengist mest við það sið- an. I fyrsta skifti, sem leikrit eftir hann var sýnt í Róm, lá nærri að það orsakaði uppþot, en höfundurinn varð samstundis frægur. Eitt af frægustu leik- ritumi Pirandello er háðleikur- inn “Enrico 4.,” sem hvarvetna hefir vakið mikla athygli. Árið 1925 stofnaði hann sitt eigið leikhús í Róm. Síðan ferðaðist hann víðsvegar ym Evrppu og skrifaði leikrit á ferðalögum sínum. Lagði hann leið sína aðallega um Frakkland, Þyzka- land og England, altaf sískrif- andi og leitandi að nýjum við- fangsefnum. Árið 1934 hlaut hann bókmentaverðlaun Nobels, og hafa aðeins tveir Italir hlot- ið þá viðurkennigu áður. — Pirandello er enn í fullu fjöri, og á síðastliðnum vetri var hann kjörinn forseti ítalska Aka- demísins. Þessi tvö skáld, Luigi Piran- dello og Gabriele D’Annunzio voru næstum því jafnaldra. Þeir eru báðir heimsfrægir menn fyr- ir ljóð sín, sögur og leikrit. En stíll þeirra og viðfangsefni eru mjög ólik. D’Annunzio var mikill dýrk- andi hermensku og hetjuskapar. Hann hataði alla hálfvelgju, og enda þótt hann oft allberorður í Ijóðum sínum og sögum, jafn- vel þó um viðkvæm mál væri að ræða. Karlmenska, hreysti og festa voru i hans augum mikils- verðir eiginleikar. Alt meðalhóf of lítilmannlegt, en hið óhófs- lega, óstjórnlega, æsandi líf nautna, munaðar og stríðs var að hans skapi. Sérstaklega söng hann nautnum og munaði lof i ljóðum sínurn, en í sögunum og leikritunum ber meira á hetju- dýrkuninni og hernaðarhyggj - unni. Pirandello fer hægara í sak- irnar. Hann notar hæðnina og fyndnina sem aðalvopn sitt í baráttunni við þröngsýni og galla samtiðar sinnar. Hann ræðst á hinn steingervingslega aldaranda og hinn þrönga ramma lifsvenjanna sem maðurinn verð- ur að lifa innan við til að verða ekki fyrir aðkasti. Stíll hans ér fjörugur og fyndni hans er markviss, enda mun mörgum hafa sviðið undan hinum hvössu örvum hæðninnar, sem hann átti í svo ríkum mæli. Einn ritdóm- ari lýsti skrifum Pirandello á þessa leið: “Umbúðirnar eru hlægileg fyndni og svíðandi hæðni, en kjarninn er djúp alvara.” Betur er ekki hægt að lýsa Pirandello í fáum orðum. En þrátt fyrir sín ólíku við- horf og yrkisefni hafa þessir tveir menn, þjóðhetjan og fræði- maðurinn, -báðir aukið hróður lands síns og lagt merkilegan skerf til heimsbókmentanna. E. Bj. —Dvöl. Hún: I auglýsingunni stendur, að húsið sé aðeins steinsnar frá bankanum. Hann: Menn snara nú stein- um mislangt. COAL-COKEWOOD HONEST WEIGHT PROMPT DELIVERY PHONES—23 811-23 812 McCURDY SUPPLY C0. LTD. 1034 ARLINGTON ST. 25 oz. $2.15 40 02. $3.25 G&W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivíi)) GOODERHAM & WORTS, LIMITED Stofnsett 1832 Elzta áfengisgerö í CanadA Thls advertisement is nít inserted by the Government Idquor Control Com- misslon. The Commission is not responsible for statements made as to quality or products advertlsed. Vér sendum vorum mörgu islenzku vinum hugleikar Jóla- og Nýárs-kveðjur Það Er Til INTERNATIONAL TRUCK Fyrir Það Sem Flytja Þarf HALF-TON PICK-UPS * - PANEL DELIVERY og Trucks, sem bera upp í 15 smálestir International MotorTrucks 917 PORTAGE AVE. SIMI 37 191 Innilegar hátíðarkveðjur FURNITURE DISTRIBUTORS 599 HENRY AVENUE WINNIPEG j Verksmiðju-umboðsmenn fyrir EASTERN FURNITURE, LTD. BEACH FURNITURE, LTD. THOMAS ORGAN & PIANO CO., LTD. ‘ ‘ ROYALOHROME ’T FURNITURE i \ 'l \ h

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.