Lögberg - 16.02.1950, Síða 3

Lögberg - 16.02.1950, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. FEBRÚAR, 1950. 3 hver gata átti sínar endurminn- ingar, jafnvel hver krókur og kimi. Þótt Reykjavík sé hreinn, fallegur og mannmargur bær, þá ofbýður ekki þeim, sem að koma frá borgum sem að telja íbúa sína í miljónum. Magister Jakob J. Smári og frú Helga kona hans buðu okk- ur fyrir kvöldmat á Hótel Borg, ásamt frú Guðrúnu systur konu minnar og frú Katrínu dóttur þeirra hjóna. Frú Helga hefir verið bezta vinkona konu minn- ar í tugi ára, og skrifast hafa þær á í öll þessi ár reglulega. Er hún prýðilega gáfuð og marg ar sögur hefir hún skrifað og gefið út. Jakob Smári er þjóð- kunnur maður fyrir löngu sem skáld, kennari og rithöfundur. Eftir mjög ánægjulegt kvöld á Hótel Borg, fórum við heim með þeim hjónum og vorum þar langt fram á nótt. Guðmundur Guðmundsson frg Nesi, áður skipstjóri, nú bóndi á Móum á Kjalarnesi og kona hans, frú Kristín Teitsdóttir, buðu okkur heim, svo að ennþá einu sinni fóru þau Guðmundur. Ólafsson, frú hans og Ingibjörg Bjarnadóttir á stað með okkur. Á hinu huggulega efnaheimili fengum við hinar ástúðlegustu viðtökur. Guðmundur er marg- fróður maður, enda farið víða um lönd og höf, en frú Kristín hefir lengi verið kunn fyrir suð- Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta og fyrsta ársþing þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, 1950. INDEPENDENT FISH C0„ LTD. VERZLA MEÐ SJÁVAR OG VATNA FISK 941 Sherbrook Street Fred Shaw, forstjóri Sími 22 331 Aðvörun til bænda og fiskimanna UMSÓKNIR um ENDURGREIÐSLU BENSÍNSKATTS þurfa að vera gerðar fyrir 15. mars 1 samræmi við fyrirmæli Bensínskatts laganna I Manitoba, verða um- sóknir um endurgreiðslu skattsins, ásamt innkaupsskírteini yfir árið 1949 a8 vera ger'ðar fyrir þann 15. marz 1950. Endurgreiðsla veitist aðeins leyfishöfum, sem nota Bensín við akuryrkjuáhöld, fiskiveiðar, dýraveiðar og málmleitanir. Segja verður upp af öllu Bensíni, sem ónotað var 31. desember 1949 og skal frá þvi skýrt með endurgreiöslu umsókninni. Öll þau innkaupaskírteini fyrir 1949, sem inn koma eftir 15. marz 1950, eru háð refsiaðgerðum samlcvæmt Bensínskatts lögunum. GASOLINE TAX BRANCH PROVINCE OF MANITOBA REVENUE BLDG. KENNEDY AND YORK, WINNIPEG Hagsýnt fólk situr jafnan við þann eldinn sem bezt brennur . . . Af þeim ástæðum er það að viðskiftavinum vorum fjölgar óðfluga dag frá degi. Það kaupir enginn köttinn í sekknum, sem gerir sér það að reglu, að verzla í Shop-Eaiy ___ STORES LIMITED Búð Nr. 4 er að 894 Sargent Avenue ræna fegurð sína og ágæti. Ekki þekkti ég hjón þessi persónu- lega, en af vissum ástæðum hafa bréf farið okkar á milli í nokk- ur ár. Nú var ferðinni heitið að Laut, sumarheimili Guðmundar Ólafssonar í Mosfellssveitinni, skamt frá Reykjum og Reykja- lundi, sem að frú Margrét Step- hensen hefir lýst svo prýðilega í Lögbergi. Á Guðmundur þarna landrými mikið, fyrirtaks hús og sundlaug, og þar sem að hann er framarlega í flokki þeirra, sem að eru að klæða landið, hef- ir hann ræktað þarna hundruð af trjám og öðrum gróðri. Ekki hefir hann þó verið einn í verki, því að kona hans, frú Aðalheið- ur, er mikil dugnaðarkona. Hún er systurdóttir hins vinsæla manns, Þorbjarnar Magnússon- ar á Betel, Gimli. Bakarameistarar í Reykjavík buðu mér til veizlu á Hótel Borg, enda þótt ég þekkti aðeins fáa þeirra persónulega, nema Ste- fán Sandholt og Guðmund Ólafs son, sem að eiga stórt bakarí á Laugaveg no. 36. Guðmundur Ólafsson var í Winnipeg í 3 ár fyrir löngu síðan. Bakarameist- ararnir í Reykjavík eru miklir dugnaðarmenn og allir eitt, t. d. hafa þeir komið upp mikilli byggingu við Skúlagötu, sem að nefnist Rúgbrauðsgerðin, bygðu þeir þessa byggingu að miklu leyti sjálfir í frístundum sínum. Þar er ennfremur smjörlíkis- framleiðsla og sultugerð. 1 Holti innan við bæinn hafa þeir stórt hænsnabú, þar eru þúsundir af hænsnum, sextíu svín og stór spilda af landi þar sem að þeir rækta rabbarbara til sultugerð- ar, og mörg fleiri járn hafa þeir í eldinum. Nefnd frá Bakarasveinafélag- inu, með Guðmund Hersir í broddi fylkingar, buðu mér til kaffidrykkju á Hótel Borg, og gáfu mér dýra og skrautáletraða bók að skilnaði. Ekki hefði koma mín til ís- lands verið fullkomin án þess að koma til Viðeyjar, svo Guð- mundur Ólafsson og Stefán Sandholt fóru með mig á fögrum degi þangað. Þeir leigðu mótor- bát í Vík skamt frá Kleppi. Sund ið var slétt og glampandi, og andrúmsloftið töfrandi, og þeg- ar við vorum komnir heilu og höldnu út í eyjuna, fanst mér að ég standa á helgri jörð, því enginn blettur í heimi er mér eins kær og Viðey. Við klifruð- um upp á Skrauthól og Virkið og fengum að njóta hins dásam- lega útsýnis til lands og sjávar. Líka skoðuðum við stofu Skúla Magnússonar fógeta uppi og niðri. Ýmislegt þar hafði nú annan svip heldur en skömmu eftir aldamótin. Á því tímabili sem að Katrín Thorsteinsson frá Bíldudal og Eggert Eiríksson Briem réðu þar ríki sínu á blóma árum æfi þeirra. En þetta er alt svo löngu liðið þó það komi í huga manns við og við. Þrátt fyrir alt og alt sem að rifjaðist upp við heimsókn þessa úti og inni, fanst mér þó að hið hræði- lega slys, sem að þar skeði 7. apríl, 1906, standa mér ljósast fyrir hugskotssjónum, þegar að skútan Ingvar fórst þar rétt und an landi með 24 mönnum í mesta aftaka veðri í manna minnum. Að vera að því sjónar og heyrn- arvottur var átakanlegt. Til Strandakirkju fórum við á sunnudegi með Guðmundi Ólafs syni, frú hans Aðalheiði, dóttir þeirra Auðbjargar og Ingibjarg- ar Bjarnadóttur frænku minnar. Enda þótt að við yrðum of sein að ná þar messu, voru um hundr að manns þarna samankomnir við litlu, hvítu kirkjuna á hóln- um við Engilsvík á hinum sögu- ríka stað. Góðlegur eldri maður vildi spila á orgelið eftir beiðni okkar, ekki síst þegar hann vissi að þarna var fólk frá Ameríku. Mannfjöldinn söng fjóra sálma, engar bækur þurfti með, þar sem að þetta voru sálmarnir og lög- in sem íslendingar eiga hvar sem að þeir eru niðurkomnir. Sá sem spilaði var póstmeistar- inn í Reykjavík, Sigurður Bald- vinsson. Þjóðræknisfélagið í Reykja- vík bauð öllum íslendingum frá Vesturheimi, sem að voru á ferð heima og þeir náðu til, í Þing- vallaferð og kvöldverðar á Val- höll. Vorum við sex frá Cali- forniu, þeir feðgarnir Kristinn og Harold Guðnason, San Francisco; Ella Pearson frá Pasadena; en frá Los Angeles Guðmundur Thorsteinsson og við hjónin. Frá Minneapolis frú Svana Athelstan og frú Regína Eiríksson. Með í förinni voru hin virðuleg biskupshjón, herra Sigurgeir Sigurðsson og frú Guð rún og Svanhildur dóttir þeirra, einnig Ófeigur Ófeigsson læknir og frú hans Ragnhildur, og Krist ján Guðlaugsson hæstaréttar- málaflutningsmaður og frú hans Bergþóra. Eftir að hafa skoðað Þingvelli og fengið ágætan kvöld verð í Valhöll, fórum við öll til sumarheimilis Ófeigs læknis,, sem er upp í hrauninu á bakka Þingvallavatns. Var nú komin úrhellis rigning. 1 hinu vistlega heimili var nú sest við brakandi arineld, og kona mín settist með guitarinn og spilaði alt frá fjör- ugum flökkumannasöngvum til huggunarríkra útfararsálma, og allir tóku undir hvort sem að sungið var á íslenzku, ensku eða dönsku. Þessi ferð var hin bezta með þessu úrvalsfólki. Nokkrum dögum síðar efndi félag Vestur-Islendinga 1 Reykja vík til samkomu í Oddfellow- húsinu við tjörnina. Þetta sama kvöld vorum við boðin til frænku minnar, frú Ragnheiðar Guðmundsdúttur læknis, er hún kona Magnúsar Víglundssonar stórkaupmanns. Ragnheiður og systur hennar Ingibjörg og Her- dís, hafa allir verið í California í lengri tíma ásamt Valtýri Al- bertssyni lækni, manni Herdís- ar. Dr. Valtýr, er auk þess að vera mikilsmetinn læknir, mikill fróðleiks og gáfumaður. Móðir þessara systra er frú Geirlaug Stefánsdóttir ekkja Guðmundar Kristjánssonar, sem að í fjöru- tíu ár var kennari við Sjómanna skólann í Reykjavík. Síðar um kvöldið fórum við, ásamt vini mínum Andrési Andréssyni og frú hans Ingibjörgu, og Svan- hildi Sigurgeirsdóttur á Vestur- íslendingamótið þar sem að við þektum marga frá fyrri og síð- ari tímum. Stóð hóf þetta yfir fram eftir nóttu. Framhald, á bls. 6 Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum — Skrifið stmið til KELLY SVBINSSON 187 Sutherland Ave., Winnipeg Sími 54 358 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg Phone 924 624 Office Ph, 925 668 Res, 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrlster, Solicitor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisíers - Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker. A. F. Krlstjansson 500 Canadtan Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 M1 JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OFFICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, Vlðtalstlml 3—5 eftlr hádegl /íimBBlBkV. - , AUo fttlDDSTtíÉri iTENTHST. BRANDON 447 Portage Ave, Ph, 926 885 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selklrk. Man. Offlce hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs 632 Simcoe St. Wlnnipeg, Man. Ofíice Phone Res Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 628 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment DR. A. V. JOHNSON Dentlst 606 SOMERSET BUILDINO Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRU8T8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIPBO . Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN BérfrœOingur i augna, eyma, nef oo kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlml: 2.00 tll 5.00 e. h. Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES "The Working Man’s Friend" », 297 Pmncess Strbet Pn. Z0404 Bay Block N. Logan DR. ROBERT BLACK BérfrœOinour i augna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 861 Heimastmi 403 794 SARGENT TAXI Phozw 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islentekur lyfsali Fðlk getur pantað meðul og annað með pösti. Fljðt afgreiðsla. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 208 AVENUE BLDG WPG. Faatelgnasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgö. blfretðaábyrgð, o. frv. Phone 927 581 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK STREET Selur ltkkistur og annast um tit- farlr. Allur útbönaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnlavarða og legsteina. Skrlfstofu talslml 27 224 HelmlUa talatmi 26 444 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson ' LögfræOinoar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry 8t. Phone 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 68 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 92 8211 Uanaoer T. R. THORVALDBON Your patronage wlll be appreciated Phone 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. 1. PALMASON * CO. Chartered Acconntants 505 Confederation Llfe Bldg. Wlnnlpeg Manitob* C A N A D 1 A N FISH PRODUCERS. LTD. J. H. PAQB, Managino Direotor Wholeeale Distrlbutore of Fraah and Frozen Fish. 211 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 78 917 Phone 49 469 Radio Service Speclallste ELECTRONIC LABS. H. THORKBLBON, Prop. The most up-to-date Sound Equlpment System. 692 ERIN 8t. WINNIPEQ G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Siml 926 227 Wholesale Distributors of FRBSH AND FROZEN FI8H

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.