Lögberg - 16.02.1950, Qupperneq 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. FEBRÚAR, 1950.
HÖQtocrg
MAN.
Oeflf Ot hvern flmtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG,
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
rhe ijberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd.
696 Sargent Avenue, Winnipeg. Manitoba, Canada.
tuihorized as Second Class Mail, Post Office Department. Ottawa
Hvernig horfir til um þjóðræknismálin?
Eins og þegar hefir verið kunngert kemur saman
til funda næsta mánudag hér í borginni þrítugasta og
fyrsta Ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vestur-
heimi; við slík tímamót er það ofur eðlilegt, að menn
spyrji sjálfa sig:
„Höfum vér gengið til góðs
götuna frameftir veg?“
Svarið hlýtur að verða jákvætt, því þó eitt og annað
megi vafalaust réttilega að starfsemi Þjóðræknisfé-
lagsins finna, verða þó naumast deildar meiningar um
það, að í megin atriðum hafi það unnið dyggilega að
stefnuskráratriðum sínum með þjóðræknislegu trúboði
út um hinar dreifðu bygðir íslendinga í þessari álfu;
það hefir lagt íslenzkunni lið með starfrækslu laugar-
dagsskólanna og útgáfu vandaðs tímarits, og það hefir
blásið málinu um stofnun kenslustóls í íslenzkri tungu
og íslenzkri bókvísi við Manitobaháskólann byr í segl.
Það hefir ennfremur leitast við, eftir því, sem föng
stóðu til, að treysta andlega menningarsambandið við
ísland, og hafa gagnkvæmar heimsóknir á þeim vett-
vangi miklu góðu til vegar komið; og alt það, sem áunn-
ist hefir er því að þakka, að það fólk, sem beitt hefir
sér fyrir málaforustu, hefir gert það í fullri einlægni
og af ást við menningarerfðir okkar, sem orpið hafa
bjarma á íslendingsnafnið í meir en þúsund ár.
„íslendingar unna hugástum“, sagði Einar Bene-
diktsson í ræðunni, sem hann flutti fyrir minni íslands
í þessari borg sumarið 1921.
Það eru hvorki varajátningar né yfirborðsástir,
sem viðhalda íslenzkri tungu og íslenzkri menningu í
Vesturvegi; slíkt megna aðeins hugástir og hreinrækt-
að hjartalag. Og þá er góðum málum jafnan bezt borg-
ið, sé að þeim unnið af innri þörf vegna þeirra sjálfra.
Hver, sem upphefur sjálfan sig mun lítillækkaður
verða; þeir, sem sækjast eftir mannaforráðum eða
málaforustu í eigingjörnum tilgangi, eða til að svala
hégómadýrð sinni, verða vegnir og léttvægir fundnir.
Þjóðræknisfélagið er ekkert stórgróðafélag og verð-
ur það víst aldrei, enda var það ekki stofnað í þeim til-
gangi; ef félagið hefði haft meira fé handa á milli,
myndi útbreiðslustarfsemi þess hafa orðið áhrifaríkari
en raun er á; engu að síður væri það ranglátt, að van-
þakka það, sem á hefir unnist og hitt miklu drengilegra
og nærtækara, að hefjast handa um aukinn stuðning
við félagið og starfsemi þess.
Sigursæll er góður vilji.
Það liggur í augum uppi hve mikils það sé umvert,
að þjóðarbrot okkar, fáment og dreift eins og það er,
vinni í fullri einlægni að áhugamálum sínum; það má
ekki við tvískiptum, hvað þá margskiptum kröftum,
eigi það að ná því takmarki, sem því er ætlað;
það má ekki undir neinum kringumstæðum sætta sig
við undanhald, þó það sé þeim auðveldara, sem lítið
vilja á sig leggja; hitt er karlmannlegra og skyldara ó-
sýktu norrænu eðli, að þreyta fangbrögð við erfiðleik-
ana og styrkjast við hverja raun.
Heillyndir menn köma til þings með það fyrir aug-
um, að ráða ráðum sínum, og leysa að beztu vitund
þau vandamál, er til úrslita koma í þann og þann svip-
inn; sízt ber það að lasta, þó ýmis mál séu tíðum sótt
af nokkuru kappi sé þess gætt, að sjálft markmiðið
hverfi ekki í orðaflóði, því þá væri ver farið en heima
setið; allur málaflutningur skyldi jafnan bygður á rök-
um til öryggis þeim málstað, sem fyrir er barist. Við
Vestmenn eigum heilög vé að verja þar sem í hlut eiga i
hin tigna tunga okkar, Eddurnar, íslendingasögurnar
og ljóðin; það var virðingin fyrir þessum verðmætum
og þekkingu á þeim, er brynjaði íslenzka frumherja í
þessu landi til sigursælla fangbragða við hverskonar
mannraunir og skapaði þeim ný útsýni, ný og vegleg
markmið; á þessa eðlisþáttu .í skapgerð íslendingsins
kom Dufferin lávarður brátt auga, eigi aðeins í heim-
sókn sinni til íslands, heldur og engu síður, er hann
vitjaði hinna íslenzku landnema á Gimli, er þeir voru
einna sárast leiknir í tvísýnni baráttu fyrir tilveru sinni;
þeir tóku snemma ástfóstri við hið nýja kjörland sitt,
og urðu í hinni fegurstu og beztu merkingu hollir og
heiltrúaðir Canadamenn, þótt þeir hvorki gleymdu upp-
runa sínum né tungu; og svo er það jafnan með menn,
er þekkja sinn vitjunartíma og eitthvað raunverulegt
er í spunnið; hinir falla grályndri gleymsku í skaut, er
vegna dægurdýrðar skreyta sig með lánuðum fjöðrum.
Hvernig horfir til um þjóðræknismálin? Ekki að öllu
leyti vel, og heldur ekki að öllu leyti illa.
Enn eru margir menn og margar konur á ferð, sem
unna hugástum hinum margþættu menningarerfðum
okkar og vilja nokkuð á sig leggja þeim til fulltingis; og
meðan svo er, sýnist ástæðulítið eða jafnvel ómannlegt,
að örvænta um framtíðina varðandi þjóðræknismálin.
Halldór Jóhannsson
SEXTUGUR:
Halldór
Jóhannsson
Sextíu ára er í dag, 22. des-
ember Halldór Jóhannsson frá
Haugi í Miðfirði, nú til heimilis
á Hvammstanga. Hann er sonur
hjónanna Jóhanns bónda Ás-
mundssonar á Haugi og síðari
konu hans, Arndísar Halldórs-
dóttur, og var hann einkabarn
þeirra. Halldór er fjórði maður,
í beinan karlegg, frá séra Bjarna
Jónssyni á Mælifelli, sem lézt
árið 1809, en frá þeim presti eru
miklar ættir komnar. Jóhann á
Haugi átti nokkur börn með
fyrri konu sinni, og fóru þau
systkin til Ameríku. Af hálf-
bræðrum Halldórs þar varð
nafnkunnastur Ásmundur P. Jó-
hannsson, fasteignasali í Winni-
peg, sem nú er um það bil hálf-
áttræður að aldri.
Halldór ólst upp í föðurgarði
við venjuleg sveitastörf. Innan
við tvítugsaldur fór hann til
náms í Flensborgarskóla og var
þar einn vetur, 1908—1909. Hæfi-
leikar hans til náms voru ágætir,
námið mun hann hafa stundað
að af mestu alúð og með prýði-
legum árangri. En skóla gangan
varð ekki lengri. Mun það hafa
stafað af því, að faðir hans lézt
haustið 1909 og tók Halldór þá
við búsforráðum með móður
sinni, í stað þess að halda áfram
skólanámi. Fáum árum síðar
kvæntist hann ágætri konu þar í
sveitinni, Guðrúnu Jónasdóttur.
Hún er elzt af börnum hjónanna
Jónasar Jónssonar og Önnu
Kristófersdóttur á Syðri-Reykj-
um, sem bæði eru enn á lífi, og
áttu þau 60 ára hjúskaparafmæli
á síðastl. sumri.
Halldór og Guðrún bjuggu á
Haugi til ársins 1947, en þá létu
þau af búskap og fluttust til
Hvammstanga. Þó að þau hefðu
ekki stórt bú, var búrekstur
þeirra á margan hátt til fyrir-
myndar. Meðferð á öllum skepn-
um var þar ágæt, og því góður
arður af búinu. Jörð sína bættu
þau til muna og öll umgengni
var þar mjög góð, jafnt utan
bæjar sem innan. Eigi varð þeim
hjónum barna auðið, en þau
hafa alið upp nokkur fósturbörn
og þar að auki hafa börn og ungl
ingar oft dvalið á heimili þeirra
um lengri eða skemmri tíma. Á
heimili þeirra er gott að koma,
þar er öllum gott að vera, og
margir hafa notið hjálpfýsi og
greiðasemi þeirra hjóna.
Halldór Jóhannsson er sérstakt
prúðmenni í allri framkomu,
starfhæfur í bezta lagi og nýtur
fyllsta trausts allra, sem hann
þekkja. Honum hafa því verið
falin mörg trúnaðarstörf fyrir
sveit sína og sýslu, sem hann
hefir rækt af mestu vandvirkni
og samvizkusemi. Hann er hag
leiksmaður og skrifar svo góða
rithönd að - tæpast munu aðrir
honum þar fremri. Af þeim
mörgu störfum, sem hann hefir
þurft að sinna utanheimilis, skal
það eitt hér nefnt, að hann átti
um langt skeið sæti í stjórn
Ámi: — Hvernig líður Sveini?
Bjarni: — Vel, en ég gæti þó
trúað, að hann yrði nokkuð lengi
á spítalanum.
Árni: — Því heldurðu það, sástu
lækninn?
Bjarni: — Nei, ég sá hjúkrunar-
konuna.
Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151
Rovaizos Flower Shop
Our Speelalties:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
BUu K. Christie, Proprietress
Formerly with Robinson & Co.
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
1950's THE YEAR FOR
PIONEER
Bred from Production
CHICKS
You can depend on good,
strong, vigorous chicks that
wiU develop into good pro-
duceis of eggs and poultry
meat, when you start with
Pioneer Chicks—bred to pro-
duce, from selected and proven
stock. You’U get eggs to
market, early and in quantity,
and be sure of the best prices.
Place your order now for early
delivery.
R.O.P. SIRED
Unsexeti
100 50
Pullets
100 50
35.00 18.00
33.00 17.00
33.00 17.00
17.25 9.10 W. Leg.
18.25 9.60 B. Rocks
18.25 9.60 N. Hamp
APPROVED
19.75 10.40 Lt. Sussex 34.00 17.50
16.75 8.85 N. Hamp 30.00 15.50
100% Live Arr. G’t’d.
Pullets 96% Acc.
PIONEER HATCHERY
416 Corydon Ave., Winnipeg, Man.
Froducers o£ High Quality Chicks
Since 1910.
WEEK-END
DRY-CLEANING
SPECIAL
Any SUIT
(2 pc.
3 pc.)
COAT
DRESS
(Plain)
CLEANEÐ BY OUR MOST EXCLUSIVE
#/PERCARE/# MANNER
Ph. 722404
ílde
CLEANERS & DYERS LTD,
291 SHERBROOK STREET
Kaupfélags Vestur-Húnavetn-
inga og var lengi formaður fé-
lagsstjórnarinnar. Með störfum
sínum þar hefir hann unnið því
félagi mikið gagn, enda er hann
einlægur samvinnumaður og til-
lögugóður við lausnir allra mála.
Eg vil ljúka þessum fáu orðum
með því að flytja Halldóri Jó-
hannssyni kærar þakkir fyrir
ánægjulegt samstarf á liðnum
tíma, og óska honum og heim-
ili hans gæfu og gengis á kom-
andi árum.
Skúli Guðmundsson
Aths. Grein þessi er endur-
prentuð úr síðasta blaði vegna^
línuruglings, er þar kom fyrir.
— Ritstj.
Innilegar kveðjur
til íslendinga í tilefni af þrítugasta og
fyrsta ársþingi þjóðræknisfélagsins. Á
þessu vingjarnlega gistihúsi, er gott að
búa og gaman að hittast.
☆
OXFORD HOTEL
216 Notre Dame Avenue — Sími 926 712
JOSEPH STEPNUK
President
S. M. HENDRICKS
Manager
BIGGÁR BROS.
LIMITED
Highway Freighting • Fuel Dealers
• Local Cartage
425 GERTRUDE AVE.
PHONE 42 844
Velkomnir félagar og gestir á
þrítugasta og fyrsta ársþing
þjóðræknisfélags fslendinga í
Vesturheimi, 1950.
O. K. HANSSON
PLUMBING AND HEATING
Sími 722 051
163 SHERBROOK ST.
WINNIPEG
Innilegar kveðjur til . . .
ÍSLENDINGA
HVARVETNA
Þér hafið rækilega stutt að viðgangi
vorum, alt frá upphafi vorra vega 1914,
er vé höfðum aðeins tvo menn í þjón-
ustu vorri, og fram til þessa dags, 1950,
er vér höfum nú tvær prýðilegar
verzlanir og 21 innanbúðar þjóna er
allir eru reiðubúnir og fúsir að veita
yður þjónustu.
Prescription Specialists
K. G. HARMAN R. L. HARMAN
SARGENT
PHARMACY
L I M I T E D
Sargenl og Toronto Street
WINNIPEG MANITOBA