Lögberg - 29.07.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.07.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. JÚLI, 1954 5 ÁHUGAMÁL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON HEIMSÆKIR ÍSLAND Hinn víðkunni íslenzki píanó- snillingur, Miss Snjólaug Sigurd- son fór flugleiðis til íslands um síðustu helgi; mun hún halda hljómleika í Gamla Bíó í Reykja- vík á föstudagskveldið, 6. ágúst. Hafa þau Magnús Jóhannsson, tónskáld, og frú ráðstafað hljóm- leikunum, en hann dvaldi í all- mörg ár í New York við hljóm- listarnám og kynntist þá Snjó- laugu og fannst mikið til um píanóleik hennar. Snjólaug Sigurdson er fædd í Árborg, dóttir Sigurjóns heitins Sigurdson og eftirlifandi konu hans, frú Jónu Sigurdson, 605 Hanning Street. Hún hóf píanó- nám á unga aldri og vakti snemma athygli vegna afburða hæfileika í þeirri list. Miss Eva Claire var kennari hennar hér í horg. Miss Sigurdson var organ- isti í Fyrstu lutersku kirkju um ah-langt skeið og kenndi jafn- framt píanóleik; einn nemandi hennar var Thora Ásgeirsson du Hois. Miss Sigurdson hélt hér nokkrar sjálfstæðar hljómlistar- samkomur og lék yfir útvarpið °g hlaut jafnan framúrskarandi úóma hljómlistargagnrýnenda. Árið 1946 veitti Icelandic Club henni nokkurn námstyrk og fór hún þá til New York og hóf framhaldsnám hjá hinum víð- hunna píanóleikara, Ernest ÞRIFNAÐARVENJUR BARNA Miss Snjólaug Sigurdson Hutcheson. Síðan hann lézt 1951 hefir Miss Sigurdson kennt píanóleik, auk þess sem hún er mjög eftirsótt sem undirspilari; hún hefir og haldið marga hljómleika, nú síðast í apríl í Carnegie Hall í New York við ágætar undirtektir. Miss Sigurdáon mun dvelja á íslandi í þrjár vikur; hún hefir í hyggju að ferðast til Norður- lands, en þaðan eru foreldrar hennar ættaðir. Lögberg óskar henni góðrar íerðar, ánægjulegrar dvalar á ættlandinu, sem hún nú sér í fyrsta sinn, og heillar heim- komu. Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 2. ágúst, 1954. SARGENT ELECTRIC AND RADIO CO. LTD. CECIL G. ANDERSON—PAUL W. GOODMAN 609 Sargent Ave. Phone 74-3518 Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 2. ágúst 1954 BUILDING MECHANICS L I M I T E D 636 SARGENT AVENUE GENERAL CONTRACTORS PAINTING AND DECORATING CONTRACTORS Phone 72-1453 K. W. JOHANNSON, Manager Margar mæður hafa áhyggjur af því að geta ekki haft næga gát á börnum sínum svo að þau væti sig ékki, og vilja margar byrja að venja þau tímanlega. Það er að vísu gott að þau venj- ist snemma á að finna muninn á því að þægilegra sé að liggja þurr í vöggunni en að vera vot, en það má þó ekki byrja á þessu of snemma, lítil börn verða að fá að liggja kyrr og hafa næði. Hins vegar er sjálfsagt að byrja nokkuð snemma á að halda þeim, t. d. þegar búið er að lauga þau, eða þegar skipt er á þeim, svo að þau væti sig þó ekki jafn- skjótt aftur. En móðirin veitir því fljótt eftirtekt hvernig barnið hagar sér, þegar það fer svolítið að vitkast. Það breytir iþá oft um svip áður en það þarf að kasta af sér vatni, eða að það fer að líta ofan eftir sér og athuga hvað fer fram, þegar því er haldið. Þessu þarf að gefa nánar gætur, því að nú er barnunginn farinn að veita þessum þörfum sínum eftirtekt, og ætti þá að vera hægara að venja hann á að halda sér þurrum. Þegar börnin eru farin að „segja til“ og reyna að gæta sín svolítið í þessu efni getur þó komið fyrir að þau væti sig. Þarf oft ekki annað en að þau verði fyrir einhverri geðshrær-- ingu, það getur verið ýmist gleði eða hryggð, sem verður or- sökin. Má ekki ætlast til of mikils af þeim og taka því með þolinmæði þó að þau geti ekki haft fullkomlega stjórn á sjálf- um sér. Þegar börnin eru farin að stækka og hafa lært að gæta sín í þessum efnum kemur það þó oft fyrir að þau taka upp á því að væta sig aftur og það stundum þó að liðinn sé langur tími svo að þau hafi gætt þess að segja til. Verður móðirin að reyna að gera sér grein fyrir hvernig á þessu standi. Það er stundum aðeins af því að þau eru svo önnum kafin í að leika sér við önnur börn, að þau vilja ekki hafa fyrir því að sinna neinu öðru, eða þá að það er einhver „nýjung“ í þeirra augum, sem vekur svo eftirtekt þeirra að þau gleyma góðum venjum. Móðirin verður þá enn að sýna þolinmæði, tala um fyrir þeim með góðu og minna þau á að gæta sín. Þegar móðirin þarf að taka barnið með sér í erindum sínum um bæinn er öllu óhætt meðan það er í vagni eða kerru. En þegar það fylgir henni gangandi er nauðsynlegt, að hún sjái um að það kasti af sér vatni áður en að heiman er farið, eða þá að hún geti komið við einhvers staðar þar sem þetta er hægt að gera. Að vera úti með lítið barn, sem er vott að neðan og láta það ganga svoleiðis, án þess að færa það í þurr föt, getur verið hættu- legt fyrir heilsu barnsins ■— við verðum að minnast þess að við búum í köldu landi. Fyrir kemur að börn, sem farin eru að ganga í skóla taka aftur up á því að væta sig. Hætt er við að það sé af því, að þau komist ekki að á salernunum fyrir hinum eldri börnum — því að stutt er milli kennslustunda, — og þarf móðirin að grennslast eftir því, hvort ástæðan sé þessi. Hins vegar er hugsanlegt að þetta stafi af lasleika og er þá sjálfsagt að leita læknis. t — Þýtt Miss Sylvia Sveinson KJÖRIN FEGURÐARDROTTNING Á NÝ I haust var skýrt frá því að þessi glæsilega íslenzka stúlka hefði verið kjörin fegurðardrottning Blue Bombér Rugby félagsins hér í borg. Nú hefir hún á ný hlotið þapn heiður að vera kjörin af blóma- og ávaxtafélögum, Manitoba og Canada, til að koma fram sem drottning þessara félaga á Red River sýningunni, sem haldin er um þessar mundir í Winnipeg. — Sylvia er 21 árs að aldri; hún er dóttir Mr. og Mrs. Sigurður Sveinsson, 113 Maryland Street. Greetings to Our lcelandic Friends. FREE DEMONSTRATION OF JAMES MOVABLE DISHWASHER PHONE 93-3449 FOR A FREE DEMONSTRATION of the James Automatic Movable Dishwasher In Your Own Home for Five Days! THERE'S NO OBLIGATION! IT’S HtRtl UflfllES do ítr ..the dishwasher that removes even dried egg yolk JflmES * No Installationl ★ No Pre-Rinsing! Powerful “ Wall of Water” action cleans pots, pans-removes even dried egg yolk-without hand pre- rinsing! Yet, James holds mort dishes—nwbile unit needs no in- stallation! James __ Deluxe, only . . . $279.95 James Premier ■i $369.95 Liberal Credii Terms ITOBA 355 ELLICE AVE. (at Carlton St.) Phone 93-3449 Rabbað við veiðimenn Frmahlad af bls. 4 ungssíla. Um síðustu helgi fékk Einar metafla eða 123 silfurbjört niðurgöngusíli, allt laxasíli á leið til sjávar. í vor mun hann hafa veitt nokkuð á þriðja hundr að síla á þessum slóðum. Af þessu starfi sprettur smátt og smátt fróðleikur, sem ómögulegt er að afla á annan hátt, en kem- ur að notum á sínum tíma. K. S. — MBL. 2. júní — LEIÐRÉTTING — Glímusýningin, sem fram fer á íslendingadaginn að Gimli, hefst kl. 1.40 e. h., en ekki kl. 7.45 eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu. COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins A. S. BARDAL LTD Funeral Home Established 1894 Phone 74-7474 843 Sherbrook Street WINNIPEG, MAN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.