Lögberg - 29.07.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 29.07.1954, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. JÚLÍ, 1954 7 Söguleg kynni Skota af íslenzku reiðhestunum Fréttabréí frá Skollandi Eftir MAGNÚS MAGNÚSSON, blaðamann Skotar tortryggnir fyrst LESENDUM Morgunblaðsins leikur eflaust mikil forvitni á að vita, hvernig Gunnari Bjarna- syni og átta gæðingum hans reiðir af á skozkri grund. Nú eru liðnar nokkrar vikur síðan þeir stigu á land í Leith, og hefir dvöl þeirra vakið mikla athygli, sem von er. Eftir komu þeirra varð það brátt ljóst, að margir urðu tortryggnir í garð hinna islenzku gangvara og voru and- vígir innflutningi þeirra til Bret- lands. Nú eru níu smáhestakyn í úretlandi, og ræktendur þeirra °ttast samkeppni, ef íslenzki hesturinn verður of kunnur hér. Nýlega birtist grein í „Scots- hamingjuóskir til íslendinga í tilefni af 6 5 . pjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 2. ágúst 1954. ★ Ihat’s budget-wise. nUSe ISHQÍk automatic heat SARGENT HEATING and Equipment Ltd. 623 Sargenl Avenue, WINNIPEG Phone 3-1008 man“, höfuðblaði skozkra íhalds- manna, og fjallaði hún um ís- lenzka hestinn. Greinin var rituð af mikilli þekkingu og hin vin- samlegasta, enda mun höfundur hafa sótt sér vitneskju til Gunn- ars.’ íslenzkum hestamönnum kemur ekkert á óvart í þeirri grein, því að þar var ekkert ýkt né ofmælt. Skotum kom hún öðru vísi fyrir sjónir, þeir trúðu auðsjáanlega fæstu af því, sem sagt var klárum okkar til hróss. Mótmælabréfum rigndi yfir blaðið og settu áberandi svip á bréfadálka þess nokkra daga. — Höfundar trúðu því ekki, að hesturinn gæti unnið fullan vinnudag á sumrin án þess að nærast á öðru en grasi einu saman. Þeir ýfðust við þeirri hugmynd, að íslenzkir hestar yrðu fluttir til Skotlands að keppa við skozka hesta á hér- lendum markaði, og einn bréf- ritari kallaði það mikla tilfyndni, að Gunnar skyldi vilja kenna Skotum hestamennsku. Margt fleira var sagt í bréfum þessum, sem flest báru vitni um lélega þekkingu á íslenzka hestinum, sem er eitt fullkomnasta húsdýr í Norðurálfu, að tali beztu vís- inda manna. íslenzka kynið óblandað Maður heitir Speed, og er fyrirlesari í lífærafræði dýra við Edinborgar háskóla. Um tuttugu ára skeið hefir hann unnið að rannsóknum á beinum og vef jum húsdýra. Hann hefir komizt að merkum niðurstöðum um áhrif kynblönd- unar á líffæri húsdýra, og éru kenningar hans líklegar til að valda byltingu í húsdýrarækt. Hann telur það mikilvægt, að húsdýrastofnum sé haldið eins hreinum og unnt er, vegna þess að blöndunin veldur veiklun á vefjum og beinum. Hann hefir bent á, að flest öll húsdýr í Evrópu séu orðin úr- kynjuð vegna kynblöndunar, og eina ráðið til að bjarga búfjár- ræktinni við sé að finna hreina stofna í afskekktum löndum álf- unnar, rækta þá og útrýma síðan öllum blendingum. Skozk blöð hafa birt ýtarlega útdrætti úr fyrirlestrum, sem þeir Gunnar og Speed fluttu á nýafstöðnu þingi hestamanna í Arnheim, en þar kom greinilega fram sér- staða íslenzka hestsins, sem for- feðrum vorum hefir tekizt að halda hreinum um þúsund ára skeið. Enginn vafi getur leikið á því, að íslenzki hesturinn verður hin eftirsóttasta markaðsvara, þegar sannindi vísindarannsókna Speeds verða kunnari, því að fáir smahestar eru jafnvel hrein- kynjaðir og hestarnir okkar. Á beinasafni í dýralækna- deildar háskólans í Edinborg eru þúsundir húsdýrabeina, sem sanna kenningar Speeds. Bein elztu húsdýra, sem fundizt hafa í fornum jarðlögum, eru full- komin og gallalaus, en bein flestra nútíma húsdýra eru af- mynduð og ófullkomin. Á safn- inu eru beinagrindur íslenzkra hesta, og eru þau eins vel sköpuð og bezt verður á kosið. Fótfimin vekur furðu Daginn, sem hestarnir stigu af skipsfjöl, voru þeir sýndir all- mörgum áhugamönnum í Edin- borg. Hestarnir voru þá ógengn- ir úr hárum og slæptir eftir sjó- IMPERIAL OIL LIMITED CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 65th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 2nd, 1954. IMPERIAL OIL LIMITED Congratulations . . to the lcelandic People on the Occasion of their65th Annual National Holiday held ot Gimli, Manitoba, August 2nd, 1954. READY-MADE CONCRETE BUILDERS' SUPPLIES COAL AND COKE CrURDY gUPPLY MCC BUILDERS' A I SUPPLIES Phone 3-7251 c° . LTD. and COAL ---— — —~—-—------------“ Minnumst sameiginlegra erfða ferð. Þó gat engum dulizt, að þar fóru miklir gæðingar, eink- um urðu menn hrifnir af að sjá Pál í Fornahvammi hleypa Sóta upp snarbratta grjótbrekku, skozkir hestar geta ekki leikið það eftir, sem skagfirzka klárn- um veittist svo létt. Eftir sýninguna voru hestarn- ir fluttir langan veg upp í Há- löndin. Þar dvöldust þeir Gunn- ar Páll og Þorkell með hestunum um hríð til að kynna hestana til skemmtireiða. Nú er sá hængur á, að Skotar þekkja hvorki tölt né skeið, og fara því mikils á mis, en þó eru þeir fljótir að meta þann unað, sem töltið veitir. Nú er búið að flytja hestana í nágrenni Edinborgar, og bráð- lega verða haldnar sýningar á hestunum þ&r. Þar munu áhuga- menn fá að spreyta sig á þeim, og Gunnar mun kenna hesta- mönnum undirstöðuatriðin í ís- lenzkri hestamennsku. Verður fýsilegt að vita, hvernig skozk- um reiðmönnum bregður við, þegar Gunnar hleypir Blesa á tölti .... Kunna sig í umgengni Þótt Skotar kveinki sér við að láta hestinn okkar njóta sann- mælis, þá geta þeir ekki dulið hrifningu sína, þegar einn af mörgum kostum hans berst í tal. Ég hef sagt mörgum frá því, hve örugglega hann skilar ölvuðum knapa heim til sín. Skotar kunna vel að meta þennan hæfileika, og er óþarft að skýra ástæður fyrir því. Allir vita hve mikið Skotar drekka af whisky, og hitt er líka vitað mál, að ölvun við akstur er ískyggilega almenn. Eru það þá nokkur undur, þótt ábyrgum borgurum hvarfli í hug, að íslenzki hesturinn geti leyst mikið vandamál, annast heimflutning góðglaðra manna á síðkvöldum? Eða hver farkostur yrði öruggastur til þess að skila þeim heim óttalaust og hættu- laust? —Magnús Magnússon —Mbl., 2. júní Saga af franska lækninum Coué Þetta kom fyrir, þegar Coué var spítalalæknir í París: Hjúkr- unarkonan kom til hans og sagði: — Herralæknir! Sjúklingur á stofu nr. 11 hefir miklar inn- vortis kvalir. — Hvaða vitleysa. Hann hefir engar kvalir. Hann bara liggur þarna og heldur að hann hafi kvalir! Daginn eftir spurði hann hj úkrunarkonuna: — Jæja; hvernig líður svo sjúklingnum á stofu 11? — Hann bara liggur þar og heldur að hann sé dauður, svar- aði hjúkrunarkonan. ☆ Ekkja fór á miðilsfund og vildi ná tali af framliðnum manni sinum. — Hvers vegna viljið þér tala við mann yðar, spurði miðillinn? — Vegna þess að ég var ekki búin að tala út, þegar hann dó! á íslendingadeginum á Gimli, 2. ágúst 1954 GIMLI HOTEL GIMLI MANITOBA Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 2. ágúst 1954. R. LITZ & SONS % Building and Machinery Movers Established 1905 WINNIPEG MANITOBA CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 65th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 2nd, 1954. Accurate Lawn Mower Service S. O. SWITZER and A. D. SWITZER, Props. Phone 3-0831 630 SARGENT AVE. WINNIPEG Compliments of . . . CENTRAL GARAGE COMPANY LTD. Your MERCURY - LINCOLN - METEOR Dealers At GIMLI, Man. Phone 41 — PG 2 íslenzkir Byggingameistarar Velja TEN-TEST í allar sínar byggingar Þessi Insulating Board skara fram úr að gæðum . . . Seld og notuð um allan heim— FTRIR NÝJAR BTQGINGAR, svo og tll aCgerBa et5a endurnýjunar fullnæglr TEN-TKST svo mörgum kröfum, aB tll stðrra hagsmuna verCur. Notaglldl þess og verC er ávalt elns og vera ber. Og vegna þess aB þaC kemur I staC annara efna, er Avalt um aukasparnaC aC ræCa. árangur og lækka lnnsetnlngarverC. 1 sumarhelmll- um eCa borgarbýlum, skriftstofum, fjölmennisibdC- umi útvarpsstöCvum, samkomusölum og hötelum, tryggir TEN-TEST lifsþægindi, útilokun bávaCa, og fylgir yfirleitt fyrirmælum ströngustu byggingar- listar. . TEN-TEST hefir margfaldan tilgang sem lnsulating board. ÞaB veitir vörn fyrir of hita eCa kulda, og tryggir jöfn þægindi hvernig sem viCrar. Þessar auCmeCförnu plötur tryggja skjötan HLÝJAR SKREYTIR ENDURNÝJAR ■< * TEN- OtbrelCsla og notkun um allan heim gegnum vlC- urkenda viCskiptamiCla, er trygging yCar fyrir skjótri persónulegri afgreiBslu. RáBgist viB næsta TEN- TEST umboBsmann, eBa skriflB oss eftir upplýslngum. TEST LÆKKAR KOSTNAÐ VIÐ HITUN Erin ond Sorgent WINNIPEG, MAN. Sand and Gravel Pits — BIRD'S HILL, MANITOBA INSULATING WALL BOARD INTERNATIONAL FIBRE BOARD LIMITED, OTTAWA DISTRIBUTORS: AnTIStTOiig DlStrÍbutOrS Ltd. WINNIPEG. MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.