Lögberg - 29.07.1954, Blaðsíða 24

Lögberg - 29.07.1954, Blaðsíða 24
24 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. JÚLÍ, 1954 Þegar „Norge" fórst Framhald af bls. 17 öllu dóti fyrir borð, sem hjá varð komizt, svo að rýmra yrði um fólkið. Fyrstu nóttina var rigning og slæmt í sjó. Vegna þess hve margt var um borð varð að skammta vatn og brauð eins naumt og frekast var unnt og kvaldist fólk skjótt af hungri og þorsta. Á fimmta dægri, eða þann 2. júlí sáum við gufuskip, er stefndi í austurátty drógum við þá upp neyðarmerki, en var ekki veitt athygli. Þennan dag dó barn eitt, og var líkinu varp- að fyrir borð, með samþykki foreldranna. Að morgni þess 2. júlí fór seglskip framhjá, án þess að veita okkur athygli. Að kvöldi þess sama dags bar að gufuskipið „Energie“, eign Þýzk-Ameríska olíuhlutafélags- ins, og bjargaði okkur“. Með barn í faðmi sér Gufuskipið „Saxonia" bjarg- aði nokkrum farþegum og áhöfn og setti þá á land í Boston. — Amanda Tillander var ein í þeim hópi og segir hún þannig frá atburðum: „Ég var stödd uppi á þilfari, ásamt ungri dóttur minni, þegar áreksturinn varð. Skipverjarnir hlupu fram og aftur og farþeg- arnir æptu og veinuðu. Ég sá, að fyrsti björgunarbáturinn brotnaði við skipshlið, og allir, sem í hann höfðu farið, drukkn- uðu eða slösuðust. Skipverjarnir vildu að ég færi í næsta bát, en ég þorði ekki, en stóð kyrr á þilfarinu og þrýsti telpunni að brjósti mér, þegar skipið sökk og sjórinn luktist um okkur. Skömmu síðar skaut mér upp með telpuna í fanginu; það var bátur í nánd, og ég hrópaði og bað um hjálp. Einhver kallaði, að báturinn væri þegar yfir- fullur en samt var ár rétt út, ég greip í hana, og maður nokkur tók telpuna um borð. Sleppti ég þá takinu á árinni, en þá þreif einhver í mig og sagði: — við björgum þér líka“. Einn hinna dönsku útflytj- enda, sem af komst, sá konu sína og fimm börn drukkna, er ólag reið yfir björgunarbátinn, sem hún og börnin höfðu komizt í. Sjálfum var honum síðar bjargað upp í annan bát. Þau frú Laura K. E. Ipsen, sem nú er hálfáttræð, og Carl Matthisen, 73 ára að aldri, munu vera þau einu af dönsku farþeg- unum, sem af komust, sem enn eru á lífi og búsett í Danmörku. Þau voru í sama bát og Herman Wildenvey. — Frú Ipsen segir söguna þannig: „Það var árla morguns; ég lá í hvílu minni og það var mjög kalt. Við áreksturinn kastaðist ég fram á gólf. Ég varð svo hrædd, að ég gaf mér ekki tóm til að klæða mig, en hljóp upp á þilfarið í náttklæðunum. Þar voru konur, hundruðum saman, hálfnaktar eða fáklæddar, eins og ég. Ekki reyndi ég að komast í björgunarbát þar eð svo mikil þröng var um þá, að ég taldi að það mundi vera árangurslaust. Þess í stað beið ég við bát, sem engir voru enn farnir að þyrp- ast að; en þegar að því kom, að hann yrði látinn síga fyrir borð, æddi mannfjöldinn að honum, og fór svo að mér var hrint frá. Þá bar þar að einn af skipverj- um, Carl Matthisen. Hann þreif í mig og bar mig um borð í bát- inn, og mundi ég annars áreiðan- lega hafa drukknað, þegar skipið sökk, því að þetta var síðasti báturinn, sem settur var á flot. Síðan var róið sem hraðast á brott frá skipinu, og alls staðar umhverfis bátinn var hópur manna og kvenna á sundi eða floti, sem æptu og kveinuðu og báðu, að þeim yrði bjargað. Það var hörmulegt, og ég grét sáran“. Carl Matthiesen getur þess, að borð hafi brotnað í bátnum, þeg- ar hann hafi verið settur á flot. Hafi þriðji stýrimaður, Anher- sen, talið, að báturinn væri of- hlaðinn fólki; stökk hann þá fyrir borð og synti að öðrum bát. „Ég var að hugsa um að fara að dæmi hans, en áleit að mín væri þörf í bátnum og var því þar kyrr. Hafði ég alla stjórn þar með höndum, unz „Salvia“ bjargaði okkur“. Sjórétturinn gagnrýndi ýmsar ákvarðanir Gundel skipstjóra, varðandi stjórn skipsins, áður en slysið varð, en lauk hinu mesta lofsorði á alla stjórn hans og framkomu, er slysið varð. Var talið, að hann ætti enga sök á slysinu, en þó var honum gert að greiða málskostnað. Lét Gundel af skipstjórn og siglingum eftir þetta, en gerðist eftirlitsmaður við fríhöfnina. Mun hann hafa verið búinn að fá sig fullreynd- an á sjónum, — en þetta var í fjórða skiptið, sem skipi undir stjórn hans hlekktist á, og öll þau slys hafði borið upp á sama mánaðardag, þann 28. júní. Sú saga er sönn, og vottfest af mörgum, er sýnir, að sjómenn eiga það hetjuorð skilið, sem löngum hefir verið þeim borið. Kona ein náði taki á borðstokk björgunarbáts, og einn af skip- verjum „Norge“ bjóst til að draga Rana inn í bátinn. Tóku þá þeir, sem í bátnum voru, að æpa og kalla ,að báturinn sykki, ef fleiri væru teknir um borð. En sjómaðurinn lét það ekki á sig fá, og bjargaði konunni, en sagði síðan: „Hún getur komið í staðinn fyrir mig“, og stökk fyrir borð, og drukknaði. —Alþbl., 22. júní CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 65th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 2nd, 1954. SOL EPSTEIN'S STORE * CLOTHING — DRY GOODS Footwear for the Entire Family SELKIRK, MAN. PHONE 3001 Minnumst sameiginlegra erfða 6 íslendingadeginum á Gimli, 2. ágúst, 1954. ARNASON MOTORS and ELECTRIC GIMLI MANITOBA SLENBORð CONSUMERS CO-OP EVERYTHING FOR THE BUILDER Dealers in TRACTOR FUEL, OIL AND GAS LUMBER SUPPLIES AND HARDWARE Manager, M. C. COULING Phone 100 GLENBORO MANITOBA Skotinn McTavish var á heim- leið eitt kvöld og var þá svo ó- heppinn að verða á vegi þriggja vasaþjófa, sem réðust á hann og vildu ræna vasa hans. — Mc- Tavish barðist hraustlega, þótt leikurinn væri ójafn; hann einn á móti þremur; um síðir gátu þjófarnir lamið McTavish niður. Þeir urðu undrandi, eftir að hafa farið í gegnum vasa fórnar- dýrsins, að finna aðeins sex pence, að Skotinn skyldi hætta lífi sínu fyrir þann fjársjóð. —Nú vorum við heppnir, sagði einn þjófurinn; — ef hann hefði átt 8 pence, þá hefði hann lík' legast drepið okkur alla! CONGRATULATIONS i to the lcelandic People on the Occasion of the 65th Anniversary , of their Annual Celebration Day at Gimli, August 2nd, 1954. DR. E. JOHNSON 304 EVELINE ST. SELKIRK Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 2. ágúst 1954 <1 'fóa/íeruj^itnited m m HAMINGJUÓSKIR til íslendinga í tilefni af 65. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 2. ágúst 1954 frá Selkirk Mefal Produds Lld. Manufacturers of the Selkirk Insulated Chimney (Sveinson Patent) Now Approved by CITY OF WINNIPEG AND WESTERN CANADA INSURANCE UNDERWRITERS 625 WALL ST. WINNIPEG Phones: Plant 3-3744 — Office 3-4431 STEFNT AÐ ALÞJÓÐASAMVINNU . . . Á Islandi hafa ávalt búið menn og konur, er stefnt hafa að markmiði æðri mentunar og alþjóðasamvinnu. í þeim þeim bygðarlögum í Canada, sem fólk af íslenzkum stofni dvelst, hafa þessi sérkenni skotið rótum til heilla þjóð- félaginu. A breiðum grundvelli alþjóðamála hefir fsland lagt fram sinn skerf og Stéttar- samband bænda á sæti í Alþjóðasamtökum búnaðarframleiðslunnar, eða þeirra, sem búnað stunda, og með því að miðla sem mestu af menningu sinni og hug- sjónum, hafa áhrif fslendinga aukist út á við. í félagi við Canada og 26 aðrar þjóðir, sem í IFAP standa, beitir ísland áhrifum sínum að vaxandi alþjóðasam vinnu, en í því felst eina vonin um verndun heimsfriðarins. CANADIAN CO-OPERATIVE WHEAT PRODOCERS LIMITED WINNIPEG CANADA MANITOBA POOL ELEVATORS SASKATCHEWAN COOPERATIVE PRODUCERS LTD. ALBERTA WHEAT POOL Winnipeg. Manitoba Regina. Saskatchewan Calgary. Alberta

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.