Lögberg - 29.07.1954, Blaðsíða 15

Lögberg - 29.07.1954, Blaðsíða 15
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. JÚLI, 1954 15 vér á fegurstu og máttugustu tungu veraldar. Einar hafði töfra trú á mætti orðsins. Ég minnst þess, að í samtölum lét hann oft í ljós þá skoðun, að íslenzkan og hebreskan væru hin fullkomn- ustu mál til bæna og skáldskap- ar, enda víkur hann að þessari skoðun í Alhygð. Þar segir hann svo um hebreskuna: „Opinber- un, spádómur, áköll til alvaldsins cg umfram allt bænir, hljóðbær- ar til alföður stjörnuríkjanna, mælast á engu máli sannar og með langskeytara hæfi en á þess- ari forntungu hins útvalda lýðs“. í ritgerðinni: Gáta geimsins (1928), kveður Einar fastar að efni þessu og reynir að gera því betri skil. Þar hugsar hann „hnattrænt" og er ekki lítilþæg- ur fyrir hönd vor jarðarbúa. Ein meginvilla mannkynsins liggur í því, að jafnvel mestu spekingar „vilja ekki vita af því, að heima- hvel vort kunni að eiga jafningja stöðu með öðrum meðalstjörnum himna hvolfsins. En þessi upp- runalega kórvilla allra trú- b r æ ð r a ísræls klafabindur hyggjugreind vorrar eigin guðs- ,myndar.“------------„Rannsóknir vísinda vorra eiga ekkert æðra ,mið enga helgari ósk en stofnun lífsviðskipta við aðra stjörnu- búa.“ En það, sem bannar og lok- ar brautum, er framar öllu „sú hrapallega blindni, að hyggja hina og þessa granna vora á ljós- vakahafinu æðri heldur en fold Edens og Jahves.“--------,>Helgi vorrar eigin stjörnu er flekkuð og lægð með þeirri fásinnu, að ríkí himnanna eigi ekki heima á þessari jörð. Allar jarðstjörnur eru jöfnum höndum himnaríki og helvíti.“--------„Greind og athugun vor sjálfra heldur uppi kröfu til frjálsrar þegnstöðu með al stjörnulýða úti um víðar ver- aldir.“ íslendingar eru guðs útvalda þjóð. Aðrar þjóðir „hafa sett þá engla yfir sig, er haldnir voru bólfestir á fjarlægum ljóshvel- um,“ og þess vegna „týndu æðstu verur þessarar jarðar sjálfsvirð- ing sinni og sukku djúpt fyrir eigin augum“. Eddan nær hæst allra trúarbragða í skilningi á guðdómseðlinu jarðneska og „fullvissu og játning um hlið- stöðu annarra himinbúa“ — Guðmaður Ásaheims gengur í al- væpni fyrir hástól æðsta jarðar- vits og skreytir sig ekki fjöðrum draumheima. Hann stígur þar fram með heilbrigðum sjálf- þótta; því hann veit sig engri lífsmynd síðri né lægri á þrepum himnastigans. Forsöguguðir ís- lands eru jarðneskir höfðingjar, fulljafnir hverjum hirðseta sól- konunga“. Einar kveður „beinlínis óger- legt að ætla geiminn takmarka- lausan,1 og lítur svo á „að gáta geimsins eigi að ráðast á grund- velli tveggja meginlögmála. Ann- að er alnánd aflsins, hitt kyrr- staða sköpunarverksins í heild sinni.“ (sbr. Einsteinskenning- una). í lok greinar þessarar dreg- ur hann saman íhuganir sínar og kemst að þessari niðurstöðu: „Geimur allra stjörnu veralda CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 65th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 2nd, 1954. Roberts & Whyte Ltd. DRUGGISTS Sargent at Sherbrook, Winnipeg Phone 74-3353 YFIR 1000 RED AND WHITE MATVÖRUVERZLANIR til ofnota fyrir fólk í Sléttufylkjunum Þér hafið Red and White matvörubúðir í yðar næsta umhverfi, þar sem á boðstólum eru fyrsta flokks matvörur við sanngjörnu verði — og það, sem meira er um vert, að sérhver kaupmaður á og starfrækir sjálfur búðina. Prófið Red and White lcaffi. — Það er ó- aðskiljanlegur skerfur góðra hluta, er menn leggja sér til munns. Þér þurfið ekki að bíða eftir vikuloka kjörkaupum. Þér getið verzlað og sparað hjá hvaða Red and White búð, sem er, nær, sem vera vill. RED and WHITE FOOD STORES Eigandi og forstjóri er meðlimur yðar umhverfis" STJÓRN OG STARFSFÓLK Winnipeg Supply félagsins óskar íslendingum til heilla og hamingju á 65. þjóðminningardegi þeirra á Gimli 2. ágúst 1954. Viðskipti vor við íslendinga frá byrjun hafa verið vingjarnleg og ánæjuleg og oss er Ijúft að halda þeim þanning áfram. Call Us For Your COAL or FUEL OIL Sími 93-0341 and use our "Year-Round" Budget Plan THE WINNIPEG SUPPLY & FUEL COMPANY LIMITED I 8th Floor, Boyd Bldg. Winnipeg, Man. dregst að engu og stendur því kyrr. Þar finnst engin fjarlægð né stærð, því ekkert er til saman burðar. Andi og orka renna þar saman og þjóta með eldingar- hraða eins og hringskeyti Eyálfu manna hina endalausu braut mót spyrnulaust til eilífðar. Já, spor- askjan er hringur himnanna, sem á engu augnabliki e'ilífðar- innar veit af nokkru fyrir utan sig sjálfan, vegna þess að þar er ekki og verður ekki nein meðvit- und til. Með látlausum vexti alls — um allar aldir — breytist þetta lögmál aldrei og hvergi. Hrun vetrarbrauta haggar þessu að engu. Þær eyðast og endurfæð- ast í þeim draumi, sem jarðnesk- ar varir nefna tíma. En sigur mannsandans er að má þá villu af hug og sjón.“ Síðasta heimspekiritgerð Ein- ars er Sjónhverfing tímans (1930 Er hún ærið torskilin og sundur- laus. Sjónhverfing tímans kem- ur alls staðar fram á leiksviðum daglegar lífsvistar, meðan vér erum háðir þeirri meginvillu, að allar hreyfingar eyði einhverju broti af ódauðleikanum"------- „Hvernig höfum vér, lífsverur, rétt til þess að viðurkenna veru tímans, úr því, að hann getur einungis sézt sem framliðinn? Tímavillan er trúðleikur fyrir augum vorum, af því að enn eru teknar afstöðubreytingar geims- líkamanna í misgripum fyrir ei- lífðarbrotin, þau er vér gefum uppnefni tímans“--------öllu í veröldu er gefið eitt nafn og ein augnabliksævi, sem að vísu líð- ur aldrei." Smbr.: „tími er svip- stund ein, sem aldrei líður, — al- geims rúm, ein sjón, einn dýrðar bjarmi.“ '(Kvöld í Róm). 1 þess- ari grein virðist vaka fyrir Einari svipuð hugsun og hjá Bergson: Vér getum ekki mælt tímann beint, heldur táknum hann með ýmsum afstöðubreytingum hluta í rúminu, smbr. klukkuvísana. Hvernig gerir Einar sér grein fyrir alverunni, guði? Alveran er ,hin hnattmyndaða heild og eining allra stjörnuveralda,“ hún er lokaður alheimur, sem „inni- lykur allt og veit ekki af neinu utan sín sjálfrar.“ Guðdómurinn . er annað nafn á alþekking og fullkomnun æðstu tilvista úti um r e i k i s t i r n i himnanna.“ Heimssálin eða guð er það afl, sem streymir gegnum alheiminn, duftkornið jafnt og hnattakerf- in. „Aflið er meðvitund guðs.“ -----„Þekkingin er ekki óvinur trúarinnar.“ — — „Lotningin fyrir guði lifir nú ekki lengur á vísvitandi afneitunum gegn eðl- islögum sköpunarinnar.“ Þær kenndir, sem þessi háleita heildarsýn á lífið og tilveruna vekur, tjáir Einar í heimspeki- ljóðum sínum í þúsund blæbrigð um, hann er ávallt að velta fyrir sér heimsgátunni og lífsgátunni, sem eru, þegar öllu er á botninn hvolft, tvær hliðar á hinu sama. Frá þessum kjarna, þessari skynj un og skilningi á frumrökum til- verunnar, stafar geislum á allan skáldskap hans. Enginn maður Framhald. á hls. 18 1 j CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 65th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 2nd, 1954. A FRIEND Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 2. ágúst 1954. Mummy says to bríng home a bag of FIVE ROSES FLOUR n LAKE OF THE W00DS MILLING COMPANY, LIMITED Makers of all-purpose FIVE ROSES INRICHÍD FL0UR

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.