Lögberg - 29.07.1954, Blaðsíða 22

Lögberg - 29.07.1954, Blaðsíða 22
22 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. JOLÍ, 1954 Séra JÓN AUÐUNS, dómprófastur: „Andi Jesú feyfði þeim það eigi## „Og þeir föru um Frýgíu og Galataland, en heilagur andi ýarnaði þeim aC tala orCiC I Asíu. Og sem þeir voru komnir aS Mýslu, gjörSu þeir tilraun til aS fara til Bitýníu, en andi Jesú leyfði þeim það eigi“. —Post. 16:6.—7. Þessi merkilega frásögn Post- ulasögunnar flytur sína hvíta- sunnuprédikun, því að hún sýnir oss, hvernig frumkristnin lét leiðast af andanum, og hver heilagur andi var að hennar skilningi. Hér finnum vér lykilinn að leyndardóminum um frum- kristnina. Hinn ótrúlegi kraftur, sem hún var gædd, hið dæma- lausa hugrekki í ofsóknum og þjáningum, hinn glæsilegi kraft- ur, sem bar hana yfir risavaxna erfiðleika, — allt verður þetta oss óskiljanlegt, nema vér ger- um oss ljóst, að hér var á ferð- inni ný kynslóð, sem var örugg- lega sannfærð um, að hún væri á valdi æðri veruleika. Og þessi æðri veruleiki var andinn, heil- agur andi, andi Jesú, sem menn fundu að var daglega að leiða þá, daglega að stjórna þeim, dag- lega að bera sjálfum sér vitni, ýmist með táknum og stórmerkj- um, eða sem hljóðlát handleiðsla, vakin af yfirmannlegum vís- dómi og kærleika. Hvar sem vér grípum niður í fullkomnustu heimildinni um sögu elztu safnaðaranna, Post- ulasögunni, er þetta ljóst, og hvergf ljósara en af sögu Páls postula, eins og hún er sögð þar. Enda var hann mikill vitrana- maður og þess vegna opinn fyrir ójarðneskri handleiðslu og inn- blæstri frá æðri heiminum. „En andi Jesú leyfði þeim það eigi“ Páll og félagar hans eru búnir að leggja niður fyrir sér, hvernig þeir eigi að haga trúboðsferð- TAXI! PHONE20 TAXI! WILL'S TAXI Owned and Operated by E. MAGNUSSON & SONS STAND: ERIC’S SNACK BAR 425 MAIN ST. SELKIRK, MAN. — HAMINGJUÓSKIR til íslendinga í tilefni af 65. þjóðminningardegi þeirra ó Gimli, Man., 2. ógúst 1954 D. J. LINDAL FORD SALES AND SERVICE Garage Repairs to all Cars LUNDAR MANITOBA CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 65th Annivérsary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 2nd, 1954. TOWN OF S E L K I R K inni um Litlu-Asíu. En atvik, sem þeir hafa ekki reiknað með, koma og gera ráð þeirra að engu. Afl, sem þeir ráða ekki við, knýr þá beinlínis til að taka aðra stefnu en þeir höfðu ætlað. Og Páli dettur ekki í hug að hér séu að verki neinar tilviljanir eða markmiðslaus hending. Af fyrri vitrunum sínum veit hann, að hér tekur í taumana það vald, sem er ofjarl hans og sér auk þess lengra en hann inn í rás hins ókomna. Yfir sorgfyllta daga og svefn- lausar nætur lítur hinn marg- reyndi postuli Drottins, og allt, sem á daga hans hefir drifið, frá því er Kristur sigraði hann fyrir hliðum Damaskusborgar, allt verður það honum talandi tákn þeirrar náðar, sem yfir honum veikum hafði vakað, allt talandi tákn þeirrar undursam- legu handleiðslu, sem hann 1 skildi þrásinnis ekki í byrjun, en sannaði honum ævinlega eftir á, að var stjórnað af meiri miskunn og meira vísdómi en svo, að frá mönnum gæti verið komið. Hér sá hann heilagan anda að verki, andann, sem borið hafði sjálfum sér vitni með að- dynjanda sterkviðris og eldleg- um tungum hins fyrsta hvíta- sunnudag. Á valdi þessa veru- leika urðu umkomulitlir menn svo máttugir, að um nöfn þeirra verður bjart meðan metið er hið mikla og stóra. Hver er andinn? Hver var heilagur andi? Meðan kraftur andans bar sjálfum sér glæsilegasta vitnis- burðinn í kristninni, var engin fastmótuð kenning um hann til. Það sézt m. a. af frásögninni í 16. kapítula Postulasögunnar, en þar er talað um heilagan anda, og í sömu andránni um anda Jesú, og bersýnilega átt við sama veru- leika. Sums staðar verður ekki annað séð en að frumkristnin hafi beinlínis talið heilagan anda vera anda hins upprisna Krists. ,.Drottinn (Kristur) er andinn“, segir í Nýja testamentinu. Meðan menn þekktu enn kraft andans, höfðu þeir enga löngun til að mynda sér um hann flóknar kenningar. Það er ekki aðeins í bæna- iðkun sinni og trúarlífi að þessir menn reyndu kraft andans, held- ur einnig í daglegu lífi, eins og postulinn, sem svo var á valdi hinnar himnesku handleiðslu, að hún tekur blátt áfram í taumana og ræður ferðum hans. Af lindum þessarar reynslu jusu menn kraft. Þeir lifðu í jarðneskum hversdagsheimi, héldu áfram að eiga þar baráttu sína og erfiðleika, vonbrigði sín og vonafylling, en jafnhliða fundu þeir hinn ójarðneska veru- leika yfirskyggja sig, fundu, að jafnhliða voru þeir þegnar í heimi andans, og þess vegna gat andinn leitt þá á refilsstigum þessa hatursfulla heims, þar sem blóðug píslarvætti varð þrásinnis sigursveigur hinna göfugu og góðu. Jörðin var veru- leikur. Á Golgata hafði hún drukkið blóð Drottins, og hún geymdi þyrna í hverju spori handa þeim, sem vildu lifa lífi Krists. En jörðin var ekki eini veruleikinn. Yfir þeim hvelfd- ist himininn, sem lausnari þeirra lifði nú í, og daglega var heil- agur andi að bera þessum æðra heimi vitni, ýmist með undrum, kraftaverkum og oþinberunum, eða með þeirri hljóðlátu en ör- uggu handleiðslu, sem þeim var gefin með sérhverri nýrri dags- brún, er upp á himininn færðist. Þannig var líf hvítasunnu- mannanna. Frá þessum dýrlegu vordögum kristninnar eru liðn- ar 19 aldir, — og hvað er nú? Nú eigum vér flóknar útskýr- ingar á því, hver heilagur andi sé, svo flókin guðfræðikerfi, að fáir kunna full skil á þeim. En þekkjum vér kraft andans eins og frumkristnin þekkti hann? Erum vér oss daglega með- vitandi um þennan guðlega veru leika? Er nokkur nútímaferða- saga skráð á sama hátt og þetta brot úr ferðasögum Páls: „Og þeir fóru um Frýgíu og Galata- land, en heilagur andi varnaði þeim að tala orðið í Asíu. Og sem þeir voru komnir að Mýsíu, gjörðu þeir tilraun til að fara til Bitýníu, en andi Jesú leyfði þeim það eigi?“ Aðgæzluvert þætti sálarástand þess manns, sem slíka ferðasögu færi að segja í dag. Tilviljun, — segjum vér, þegar guðleg handleiðsla sjálf er að verki. Heppni, — segjum vér, þegar sjálfur Guð er að veita oss blessun. Nú ríður á miklu, • hvað ég geri, — segjum vér, þegar viðburðarásin er þegar ráðin af valdi, sem vér stöndum svo veik fyrir sem strá fyrir stormi. Þekkjum vér ekki handleiðslu andans? Höfum vér ekki þrá- sinnis rekið oss á það eftir á, að örlagaþráðurinn var spunn- inn, lífsvoðin ofin ósýnilegri hendi? Lífsmóðan hefir hljóðlega streymt áfram. Öld hefir komið af öld, kynslóð fylgt kynslóð. Einn kunnasti blaðamaður Breta reit fyrir nokkrum árum merki- lega bók. Hann var fyrr á árum trúlaus maður á Guð, að því er ég bezt veit, en þekking hans á sálrænum fyrirbærum og sálar- rannsóknum síðari tíma kom fyrir hann vitinu. Hann segir á þessa leið: „Þegar ég lít yfir sögu kyn- slóðanna, sé ég fyrir mér frum- herjana, þá sem báru kyndlana fyrir mannkyninu. Margskonar átrúnaði aðhylltust þeir, af ó- líkum kynflokkum voru þeir Congratulations To Our Many Customers and Friends Serving you and working with you has been a pleasure. Our best wishes for your happiness. R.C.A. STORE (Relailers Co-Óperaiive Associalion) Owned and Operated by Spencer W. Kennedy DRY GOODS and VARIETY STORE MERCHANDISE PHONE 276 SELKIRK, MAN. HAMINGJUÓSKIR til íslendinga í tilefni af 65. þjóðminningardegi þeirra ó Gimli, Man., 2. ógúst 1954 J. M. GÍSLASON Forsijóri og eigandi FLOTHOLTA VERKSMIÐJURNAR A LUNDAR Maniioba, Canada CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 65th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 2nd, 1954. ☆ THOR'S GIFT SHOP PHONE 185 SELKIRK, MAN. GREETINGS! TO OUR ICELANDIC CUSTONIERS OIV THEIR 65th ANNIVERSARY KELVINATOR STOVES FROM $199 00 up MODEL No. ER 354 30-INCH WIDTH SUPER SIZE OVEN AUTOMATIC OVEN, TIMER, MINUTE MINDER. FAST-HEATING SURFACE ELEMENTS, FULL-WIDTH STORAGE DRAWER Watch FOR OPENING OF OUR NEW STORE AT 475-479 SELKIRK AVENUE Complete Line o/ Home Furnishings DIRECT FtJRNITIJRE STOKES LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.