Lögberg - 29.07.1954, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.07.1954, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. JÚLI, 1954 4 Herra og frú Ameríka Hinn ameríski meðalmaður er einn metri, sjötíu og fimm setni- metrar á hæð, vegur sjötíu og eitt tvípund (kg.), geðjast bezt að dökkhærðum konum, base- ball, énskri nautakjötssteik, steiktum kartöflum og álítur það bezta eiginleika konunnar, að henni farizt húsverkin vel úr hendi, og stjórn heimilisins sé góð. Hin ameríska meðalkona er einn metri, sextíu o^ þrír senti- metrar á hæð, vegur fimmtíu og níu tvípund, hefir afar mikið ó- geð á órökuðum karlmönnum, vill fremur vinna heimilisverkin, en hafa fasta stöðu utan heimil- isins, og henni þykir eiginmað- urinn neyta of mikils áfengis. Þetta eru árfá atriði af fróð- leik þeim, sem ameríska Galup- stofnunin hefir safnað um margra ára skeið, til þess að geta dregið upp mynd af því, hvernig íbúar U. S. A. eru. Hvað þeir hugsa, hvert álit þeir hafa á ýmsum málum og svo fram- vegis. Þriðji hver Bandaríkjamaður kvartar um fótaveiki, og fimmti hver maður segist hafa misst meira og minna af heyrninni. Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar notar gleraugu. Ameríkanar hugsa mikið um þyngd sína. Þrjátíu og fjórum milljónum fullorðinna manna þykir kropp- þungi sinn of mikill. Konum er það miklu meira áhugamál en körlum, að grennast (45% gegn 25%). Hér um bil helmingur fullorð- ins fólks í U. S. A. á erfitt með að sofna á kvöldin. Ógiftum per- sónum gengur verr að sofna en giftum. Ekkjum, ekkjumönnum og fráskildu fólki gengur verst allra að komast í svefn. Aðal- ástæðan til þessarar veiklunar eru bilaðar taugar. Fjörutíu af hundraði leitar ekki lækninga, en byltir sér í rúminu, þar til svefninn miskunnar sig yfir þá. Töluverður hluti þeirra, sem erfitt eiga með að sofna á kvöld- in, tékur inn svefnpillur og ró- andi meðul. Þótt þeim hjónum fjölgi, sem sofa ekki í sama rúmi, eru hin í miklum meiri hluta, er sænga saman í tvíbreiðu rúmi. Einungis áttundi hluti gifta fólksins segist vilja sofa í einka- rúmi. Menn, sem eru innan við þrí- tugt, eru því meðmæltir að kon- ur lakki neglurnar. Menn, sem komnir eru yfir þrítugt, eru því mótfallnir. Fjörutíu og tveir af hverjum hundrað karlmönnum í U. S. A. þykir fegurð og snyrti- legt útlit kvenna meira virði en góðar gáfur. En jafnmargir hafa gagnstæða skoðun í þessu tilliti. Og máltækið, að smekkmenn hafi mest dálæti á ljóshærðu kvenfólki, á ekki við um Ame- ríkana, að minnsta kosti ekki í U. S. A. 60% þeirra vilja heldur dökkhærðar konur, 30% ljós- hærðar og 10% rauðhærðar. Einungis sjötti hluti amerískra inn og hér um bil helmingur þeirra hjálpar til við matreiðsl- una. Vel menntaðir menn hjálpa konum sínum meira en lítt menntaðir. Bæði karlar og konur álíta, að mæðurnar hafi haft meiri þýð- ingu fyrir þau í uppvextinum en feðurnir. 48% kváðust betur muna það, sem móðirin sagði þeim til gagns, en faðirinn. Hafði þó móðirin rass-skellt börn sín miklu oftar en faðirinn. Einung- is 22% karla og kvenná sögðu, að faðirinn hefði mótað þau meira en móðirin. Algengasta skýringin á því var þessi: „Mamma vissi ætíð hvað við höfðumst að. En pabbi var ein- ungis heima á kvöldin“. Foreldrar í U. S. A. hafa ekki þá skoðun, að unglingarnir séu á villigötum eða fari versnandi. — öðru nær. Það er álit flestra, að æskulýður vorra tíma sé vitrari, en þeir sjálfir voru í sínu ung- dæmi. Það er og almennt viður- kennt, að hinir fullorðnu eigi meiri sök á glæpum ungling- anna, en þeir sem þá fremja. Mikill meiri hluti manna í U. S. A. les aðallega dagblöð og viku- og mánaðarrit. Þegar þeir voru spurðir: „Eruð þér að lesa bók þessa dagana?“ svaraði tutt- ugu og eitt prósent játandi, en sjötíu og níu af hundraði neit- andi. Algengustu íþróttirnar eru baseball og fótboltaleikur (knatt- spyrna). Fjórði hluti Fullorð- inna manna leikur bowls. En þessi leikur líkist keiluleik. Þriðjungur þessara manna leik- ur að minnsta kosti einu sinni í viku. Einungis 7% leika tennis, og álíka margir golf. Það er óyndislegt að hugsa til þess, að einungis 52% af full- orðnu fólki í U. S. A. hefir lært að synda. Venjulega hátta Ameríkanar klukkan tíu á kvöldin. Á laugar- dagskvöldum eru þeir á fótum til klukkan ellefu. Á fætur er farið kl. hálf sjö á morgnana á virkum dögum, en klukkan átta á sunnudögum. Á virkum dögum borða verkamenn klukkan sjö að morgni. Það er árbítur. Há- degisverðar er neytt klukkan tólf á hádegi, en miðdegisverður er snæddur klukkan 6. Tæplega þriðja hver fjölskylda les borð- bæn. Ameríkanar álíta, að þjóðin sé gjafmild, vingjarnleg, trúrækin, frelsiselskandi, framsækin og góð. En þeir vita af ókostum í fari sínu. Þeir eru yfirborðs- menn, eigingjarnir, eyðslusamir og sítalandi um peninga. Flestir koma sér vel við ná- ungana. Einungis tveim af hundraði gengur illa að halda friðnum við nágraijnana. Hér um bil annar hvor maður gerir ná- grönnunum greiða. Kemur með varning heim til þeirra, er þeir sjálfir þurfa út í verzlunarer- indum. 60% lána hverjir öðrum ýmsa hluti, og hér um bil þrír fjórðu hlutar íbúa U. S. A. taka við bréfum og bögglum nábúans, þegar hann er að heiman. Ameríkanar hafa tvö uppá- halds máltæki eða spakmæli: „Breyttu við aðra eins og þú vilt að aðrir breyti við þig“ og „Lifðu og láttu aðra lifa“. — 94% segist trúa á Guð, og 68% trúir á líf eftir dauðann. I kirkju fara tveir af hverjum fimm að jafnaði. En næstum allir, eða 95%, eru fullvissir um mátt bænarinnar. 70% álíta, að fólk sé hamingju- samara í sveitum en í borgum. Og flest sveitafólk er á sömu skoðun. Af þeim körlum og konum, sem vinna fulla vinnu utan heimilisins eru 55% ánægð með störfin, og mundu velja hið sama starf, ef þau fengju leyfi til að lifa öðru sinni hér á jörð. Ef menn álíta, að bjartsýnis- maðurinn hafi þá skoðun, að öllu muni fara fram og engu þurfi að kvíða, en bölsýnismað- urinn álíti að heimurinn fari versnandi, og allt sigi á ógæfu- hliðina, þá eru í U. S. A. hér um bil fimm bjartsýnismenn á móti hverjum fjórum bölsýnismönn- um. Hinir bjartsýnu eru því í meirihluta. Þrátt fyrir hernað, háa skatta og hátt vöruverð, álíta flestir Ameríkanar, að þeim líði betur en foreldrum þeirra leið, er þeir voru ungir. Einungis fjórða hverjum manni virðist, að um afturför sé að ræða á hinum síðari tímum. Jóh. Scheving þýddi —ÍSLENDINGUR Compliments of (Greenberg) GIMLI TRANSFER & STORAGE LTD. FAST FREIGHT AND EXPRESS Service Daily to Winnipeg Beach, Gimli Riverton, and Intermediate Points GIMLI P.O. BOX 54 — PHONE 20 MANITOBA HAMINGJUÓSKIR til íslendinga í tilefni af 65. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 2. ágúst 1954 AFTER EVERY GAME yoU ^ iruKts BLACKWOOD BEVERAGES WINNIPEG Gallup-stofnunin í Ameríku segir, að bezti giftingaraldur kvenna sé, þegar þær eru tutt- ugu og eins árs. En heppilegasti giftingaraldur karla, þegar þeir eru tuttugu og fimm ára. Langur trúlofunartími veiti meiri trygg- ingu fyrir haldgóðu hjónabandi, en skammur. Hjón, sem trýilofuð hafa verið þrjá mánuði, eða skemur, skilja þrem sinnum oft- ar en þau hjón, er tr'úlofuð hafa verið tvö ár eða lengur. Hvað skapraunar mökunum mest í hjónabandinu í U. S. A.? „Vont skaplyndi“, svara bæði kyn oftast. Næst mesta ókost kvenna telja eiginmennirnir vera þvað- ur og málæði þeirra. En konurn- ar kvarta yfir því að karlmenn- irnir drekki, reyki, spili á spil og sýni konum sínum of litla um- hyggju og athygli. Konurnar virðast gagnrýna eiginmennina meira en þeir þær. 71% giftra kvenna „setur út á“ menn sína, en 54% kvæntra fella sig ekki að öllu leyti við konurnar. 62% giftra manna í U. S. A. hjálpa til við húsverkin. Um þriðjungur þeirra hjálpa hér um bil alltaf við uppþvott- TEAMWORK Th* MrUatt inhabitant* of Wntarn Canada diacoverad tha advantage* of working together. The canoe proved to be moít uaefui, contributing to the aocial and eoonomic life of each Indian. Settlere in the Prairie Province* in later year* brought a new civilization. They alao realized the adVantagee if working together. The development of agriculture in the West provides many storiee of great achievement None 1* more outstanding than the efforts of 33,000 farmers in Manitoba to provide themselves with elevatore for the handling and marketing Of the product* of their graln fleide. Thess 33,000 members, united in 2\0 Co-operative Elevator Associations, are working together for thefr mutuat satisfaction. MANIT0BA P00L ELEVAT0RS CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 65th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 2nd, 1954. / , \ ★ ' THOMAS P. HILLHOUSE, Q.C. SELKIRK MANITOBA CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 65th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 2nd, 1954. • THE FALCON CAFE MRS. POLINSKY, Proprietor MEALS AT ALL HOURS GOOD ICELANDIC COFFEE MAIN STREET GIMLI, MAN. MINNUMST SAMEIGINLEGRA ERFÐA ó íslendingadeginum á Gimli, 2. ógúst, 1954 Notið HAPPY GIRL HVEITI í alla yðar bökun SOO LINE MILLS LIMITED Higgins og Suíherland WINNIPEG HAMINGJUÓSKIR til íslendinga í tilefni af 65. þjóðminningardegi þeirra ó Gimli, Man., 2. ógúst 1954 ★ H. SIGURDSON & SON LIMITED PLASTEÍ^ING CONTRACTORS HALLDOR SIGURDSON HALLDOR MELVIN SIGURDSON 526 Arlington Street 1153 Ellice Avenue Sími 72-1272 Sími 72-6860

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.