Lögberg - 01.08.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.08.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1957 Lögberg GeflB út hvem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STRBET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg" Is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WHitehall 3-9931 Norður við Vatnið 1 fyrri viku birti Lögberg skemtiskrána yfir Islendinga- dagshátíðina, sem haldin verður í hinum vingjarnlega skemtigarði Gimlibæjar á mánudaginn kemur; eins og ráða má af efnisvali, er þar síður en svo að um afturför eða úr- kynjun sé að ræða, heldur bendir allur undirbúningur til þess að nýgróður færist miklu fremur í vöxt en það gagn- stæða. Laust fyrir lok októbermánaðar næstkomandi, verða liðin áttatíu og tvö ár frá þeim tíma, er öndvegissúlur íslenzkra frumherja á þessum slóðum bar fyrst að landi við Víðines- tangann á Gimli, rétt um þær mundir, er ómildur vetur var í þann veginn að ganga í garð; þeir voru flestir kaldrifjaðir veturnir, sem frumherjarnir framan af árum horfðust í augu við; landnámið varð kraftaverk, er fagurlega lýsir frá sér í aldir fram; fagur og eilífur vitnisburður norrænu þreki og norrænni hetjulund. Fagurt vitni ber það einnig norrænum samstarfshug, að tveir norrænir söngstjórar, þeir A. A. Anderson, sænskur að ætt og uppruna, og A. Hoines, norskur maður, stjórna á há- tíðinni karlakór, er Norðmenn íslendingar og Svíar standa að; þetta atriði skemtiskrárinnar mun vafalaust vekja almenna hrifningu. Tilhlökkunarefni er það mikið, að séra Benjamín Krist- jánsson prestur til Grundarþinga í Eyjafirði verði staddur á Gimli á Islendingadaginn og mæli þar fyrir minni íslands; hann á hér fjölmennan hóp trúnaðarvina frá dvöl sinni vor á meðal fyr á árum, og hann hefir ávalt staðið í andlegri nálægð við vestur-íslenzka mannfélagið þrátt fyrir fjarlægðir og fjölgandi ára aðskilnað. Séra Benjamín er mikill djúphugsuður og þjóðkunnur að ritsnild; það var mikið tjón, að tímaritið Kvöldvaka, er þeir séra Benjamín og Snæbjörn Jónsson önnuðust um og gáfu út í sameiningu skyldi lognast út af vegna fjárskorts, því þar var um að ræða eitt hið gagnmerkasta bókmennta- tímarit, sem Islendingar hafa hrundið af stokkum. Eftirsjárvert er það, að hin ágæta kona séra Benjamíns, frú Jónína, skyldi ekki eiga þess kost, að heimsækja Mekka að öðru sinni með manni sínum. — Stefán Hansen, kunnur mælskumaður, minnist Canada í ræðu. Stærsta og umfangsmesta aðdráttaraflið að Islendinga- dögunum, verður vitaskuld ávalt Fjallkonan sjálf, vor „móðir og minningaland.“ Hugurinn til Fjallkonunnar, móðurinnar í austri, speglast fagurlega í eftirgreindum Ijóðlínum, „Kveðja til íslands“, eftir Dr. Sigurð Júlíus Jóhannesson: „Þó ytri farsæld forlög mín í faðmi sínum geymdi, og upp í hæstu sæti sín mig setti ef þér ég gleymdi, þá ríkti eilíft eyðihjarn í instu veru minni, því drottinn gæti ei blessað barn, sem brygðist móður sinni. Éð bið þess guð, er gaf mér þig, að geyma í skauti sínu; ég bið að gæfan geri mig að góðu barni þínu. Ég bið að læri þjóðin þín að þekkja köllun sína; þig drottinn blessi, móðir mín, og mikli framtíð þína.“ Hittumst heil á Gimli á íslendingadaginn í nafni sam- eiginlegs uppruna og sameiginlegra ættarerfða. Hitt og þetta Um hjónaband Sumir giftir menn óska þess að Adam gamli hefði dáið með öll rifbein sín óskert. — Gift kona hefur vikið frá sér athygli og áhuga fjölda manna til þess að öðlast athyglisleysi eins manns. ----0--- Baðföl Það allra nýjasta í klæðn- aðartízkunni í París, eru klæðskerasaumuð baðföt. Nú ganga stúlkurnar til klæð- skerans, láta taka af sér mál, velja sér efni og láta síðan sauma sér baðföt, og eftir nokkra daga eru þau tilbúin- Ætli verði ekki verðfall á hin- um tilbúnu baðfötum í öllum regnbogans litum, sem verzl- anirnar selja. ----0--- Bréfið kom til skila Þann 22. nóv. fann írlend- ingurinn Terene Murphy te- box, sem rekið hafði upp á strödina við Cheepoint í Suður-írlandi. Hann tók lokið af og fann inni í boxinu sendi- bréf til Patric Boland, sem bjó þrjár mílur frá þeim stað, þar sem boxið hafði rekið á land. Við nánari athugun á bréfinu kom í ljós, að því ADDITIONS lo Betel Building Fund Proceeds from Icelandic picture showing held at Ashern, Manitoba, July 20th by Miss Helen Josepson $53.95 "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund '—180 Make your donalions to the "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street, Winnipeg 2. hafði verið varpað fyrir borð í teboxinu frá “Queen Mary,” iegar skipið var á leið til New Yoík í jómfrúrför sinni í árs- jyrjun 1933. — Bréfritarinn var vinur Boland — og bréfið iom til skila, enda þótt það hefði veriðið nálega 24 ár á leiðinni. ----0---- Ný gerð ísskápa Amerísk verksmiðja er far- in að framleiða nýja gerð ís- skápa, það er að segja með ROBERTSON'S GIMLI'S FOOD CENTRE WHERE QUALITY AND SATISFACTION ARE GUARANTEED CENTRE STREET GIMLI HAMINGJUÓSKIR . . . CRESCENT CREAMERY LTD. Crescent mjólkurafurðir eru gerilsneyddar Mjólkin, Rjóminn og Smjörið SUnset 3-7101 542 SHERBURN ST. t WINNIPEG HAMINGJUÓSKIR . . . H. P. Tergesen GENERAL MERCHANTS Gimli, Man. • Bluenose Fishing Nets ond Twines • Leads and Floats • Float Varnish • Kop-R-Seal Net Preservative • Netting Needles • lce Jiggers • lce Chisels and Needle Bars • Lead Openers • Rubber Clothing • Rope • Fiberglass Boat Kits • Pyrene Fire Extinguishers and Refills • Marine Hardware • Marine Paints • Kuhl's Boat Glues, Cements, Seam Fillers, etc. • Woollen Shirts • Wool Ponts • Parkas Largest Distributors. of-Commercial Fishing Equipment in Western. Canada Park-Hannesson Ltd. 55 Aruthr Street WINNIPEG 2, MAN. 10228-98th Street EDMONTON, ALTA.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.