Lögberg - 01.08.1957, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.08.1957, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1957 GUÐRÚN FRA LUNDI: DALALÍF Lína sótti heyið og kastaði því fyrir hestinn og brynnti honum líka. Hún gat ekki ráðið við það, hvað hún dáðist að þessari fallegu skepnu vegna þess að hún var eign Jóns hreppstjóra. Þó fann hún, að það var óviðeigandi, næstum kjánalegt. Hún mátti ekki láta Hildi sjá þetta, að hún stæði yfir hestinum. Hana gæti grunað eitthvað, þá skynsömu konu. Doddi færi líka að koma út. Hún fór í eldhús og fór að gera þar eitthvað, sem engin þörf var fyrir að vinna þann dag. Nú kom Doddi fram, ferðbúinn. Hann kom inn í eldhúsið bros- leitur og slengdi hurðarskriflinu aftur. Svo dró hann umslag upp úr vasa sínum og sýndi henni innihaldið — seðla. „Hann fékk mér þetta nú bara og sagði, að ég þyrfti aldrei að borga það — ég ætti alltaf hjá sér“. Doddi hló ánægjulega. „Svona er hann alltaf. Ég ætti að þekkja hann, manninn þann“. „Því varstu að þessu, Doddi, að biðja hann um peninga?“ sagði Lína og hjartað fór að slá hraðara í annað sinn. „Ég bað hann ekki, Lína. Það var bara hans göfuglyndi, sem kom þarna í ljós. Hann sagði, að það tæki því ekki að fá lánaðan hest og sleða fyrir svona lítið. Þú ættir að þekkja hann, Lína“. En Lína var eitthvað undarleg þennan dag- Henni fundust þessir seðlar viðbjóðslegir. Þeir voru „mútufé“ fyrir að þegja um það, sem flestir vissu þó, eða þá uppbætur á þap, að hún var heiðarleg brýður. Hún grét beisklega, þegar hún var orðin ein í eldhúsinu. Hún skildi ekkert í því, að hún skyldi taka sér þetta svona nærri. En það var eitthvað svo sárgrætilegt að sjá, hvað aum- ingja Doddi var hreykinn yfir þessu öllu. Hann var nú svo gerður. Það varð hver að koma til dyra eins og hann var klæddur. Ekki var það honum að kenna, þó að heimurinn kæmist að leyndarmálinu, sem hann átti að varðveita. Hann hafði verið trúr og þagmælskur. Doddi flutti heim svo mikinn mat, að nágrann- arnir blóðöfunduðu hann. Reyndar var það nú ekki nýtt, því að alltaf lá öfundarhugur á Jarð- brúarheimilinu, þó að búið væri ekki mjög stórt. Svo var líka skilvinda með í förinni. Erlendur á Hóli skrapp út eftir eitt kvöldið til að setja upp bekk undir hana í búrinu. „Þessa menn vantar ekki peningana“, sagði Helga, þegar Erlendur sagði henni, hvað hann hefði verið að gera út frá. „Hvaðan svo sem skyldu þeir vera nema frá Jóni hreppstjóra?" )rÞað fá víst margir lán hjá honum riúna. Hann er alltaf bóngóður sagði Erlendur. „Doddi þarf varla að borga þær krónurnar eins og hinir garmarnir“. „Alltaf gengur þú með glósur og getsakir, þótt þú hafir engar sannarnir fyrir því, sem þú þvættir um“, sagði hann stuttlega. „O, hann játaði nú á sig skömmina, þegar hann tók gröfina í ættargrafreitnum“, sagði Helga ill- kvittin. „Jú-jú, þá kom nú vatn í kjaftamyllurnar ykk- ár kvenfólksins", sagði Erlendur. „Mér veitti sannarlega ekki af að fá nýja skil- vindu — hún er orðin svoddan bölvað gargan þessi garmur hérna, var líka alltaf lítil og ómerkileg“. „Það verður varla þetta vorið- Hún er víst ekki orðin svo gömul, að hún geti ekki enzt lengur“, svaraði hann. ' , „Ó-nei, þér eru ekki gefnir peningar fyrir skil- vindu eins og Dodda“. Nú bjuggust þau hjónin á Jarðbrú við, að öllum erfiðleikum væri aflétt, þar eð nægur korn- matur var kominn í bæinn. En svo var nú ekki. Hildur var sífellt að tala um, hvað kvígan væri óeðlilega spikuð, og svo þóttist hún vera fullviss um það, að enginn væri kálfurinn í henni, kvígu- skömminni. Sú ætlaði þá að borga uppeldið. „En, mamma, sérðu ekki, að það er júgur undir henni?“ sagði Doddi. Nú vildi hann ekki trúa mömmu sinni. „Það er bara fitujúgur. Því er nú verr, að hún er víst steingeld“, sagði Hildur. Doddi flýtti sér fram í búr til Línu. Hún var að skilja mjólkina og söng með skilvindunni. Það gerði hún oft. Það var líka gaman að heyra hana syngja. „Hefurðu nú nokkurn tíma heyrt annað eins? Mamma heldur, að það sé nú bara enginn kálfur í kvígunni — ekki nokkur kálfur. Hvernig lízt þér tá það, Lína?“ sagði hann óðamála. „Ég er hálfhrædd um, að hún hafi rétt fyrir sér“, sagði Lína dauflega. Henni kom þetta ekki á óvart. „Hvernig eigum við að lifa þetta af?“ spurði hann stóreygður af undrun. „Hvað leggur mamma þín til málanna?” sagði Lína. „Ja, eiginlega veit ég það ekki. Við hefðum getað sparað þær krónurnar að fara að kaupa skil- vindu fyrir eina kýrnyt“. „Hún er þægileg samt“, sagði Lína. „Við verðum þó líklega ekki alltaf svo aumlega stödd að eiga ekki nema eina kú“. Nú var rætt og ráðgert heillegi, og endirinn Nú var rætt og ráðgert heillengi, og endirinn hjónin þar að koma nú yfir um og líta á þessa undraskepnu, sem búin væri að gera honum þennan grikk að láta hann fóðra sig næstum tvo vetur á bezta fóðri — og svo yrðu þetta launin. Hjónin voru alltaf boðin og búin til þess að leysa vandræði Dodda og fylgdust með honum yfir um. Þau voru á sama máli og Hildur, og Þór- arinn sagði, að sér fyndist sjálfsagt að slátra henni strax, hún væri orðin honum nógu dýr og það voru nokkrar vikur eftir ennþá, þangað til kýrnar færu að bjarga sér úti. — Doddi var á báðum láttum í tvo daga. Þá sá hann allt í einu Jón hreppstjóra. Hann var á leiðinni ofan í kaupstað. Doddi brá sér í veginn fyrir hann til að segja honum frá vandræðum sínum. Þegar hann kom heim, var hann fastráðinn í því að lóga kvígunni. Það var gert daginn eftir, og Doddi flutti kjötið ofan í kaupstað. Það yar selt þar. „Alltaf er Doddi jafnlánsamur", sagði ná- grannakonan á Hóli, það hefur svei mér nýmetið á jarðbrú. Dálítill munur heldur en hjá mér, sem ekki hef smakkað nýtt kjöt síðan um veturnætur". STJÓRN OG STARFSFÓLK Winnipeg Supply félagsins óskar íslendingum til heilla og hamingju á 68. þjóðminningardegi þeirra á Gimli 5. ágúst 1957. Viðskipti vor við íslendinga frá byrjun hafa verið vingjarnleg og ánægjuleg og oss er ljúft að halda þeim þannig áfram. Call us for your COAL or FUEL OIL Use our "Year-Round" E.P. Budget Plan THE WINNIPEG SUPPLY & FUEL CO. LTD. 8th Floor, Boyd Bldg. PHitchall 3-0341 WINNIPEG, MAN. CONGRATULATIONS... to the lcelandic People on the 68th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, Man., August 5th, 1957. MANITOBA ROLLING MILL COMPANV LIMITED SELKIRK, MANITOBA. 75 68 Years ago Dominion Bridge began its service to Canada. Years ago lcelandic families began to pioneer this land. TODAY, NATIONAL CELEBRATION OF ICELANDIC DAY, OUR HEARTIEST OF CONGRATULATIONS DOMINION BRIDGE CO. ITD. 702 CANADA BLDG. - WINNIPEG HAMINGJUÓSKIR . . . • \ \ Anderson Bros. Garage NORTH STAR 01LS FIRESTONE TIRES GLENBORO MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.