Lögberg - 01.08.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.08.1957, Blaðsíða 1
70. ÁRGANGUR »*• • í WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1957 S 1 • f 1 t 1 / 1 I I j: NÚMER 31 og 32 Mmning rrum nerianna sarnar Dusunaum a isi lendi ingadaginn Fréttir frá ríkis- i úfvarpi íslands — 5. JÖLÍ — Fjöldi skipa hefir tilkynnt komu sína til Siglufjarðar með góðan afla, sum með ágætan. Sum skipin biðu kvölds á miðunum, þótt þau fengju veiði í fyrri nótt og gærmorgun. ☆ Hvíldarheimili það fyrir mæður með börn, sem Mæðra styrksnefndin í Reykjavík hefir átt í smíðum undan- farin ár við Reykjahlíð í Mos- fellssveit ,tekur til starfa á morgun. — Ahenti Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur og formaður byggingarnefndar heimilið formlega, en Guðrún Péturs- dóttir, formaður nefndarinn- ar veitti því móttöku. Húsið, sem er nær 400 fermetrar að flatarmáli, hefur Mæðra- styrksnefnd byggt fyrir 976 þúsund krónur, mestmegnis fé, sem nefndin hefur safnað á Mæðradaginn. Reykjavíkur- bær lagði fram 200 þúsund krónur til heimilisins. Þarna geta dvalizt í senn tólf mæður með ein fimmtíu börn. Til að byrja með takmarkast dvalar- tíminn við þrjár vikur í senn. Forstöðukona heimilisins er Jónína Guðmundsdóttir. ☆ 6. JÚLÍ Geysimikil síldveiði er nyrðra. A rúmum sólarhring, frá kl. 16 í gær til kl. 18.30 í dag, komu 112 skip til Siglu- fjarðar með um 56 þúsund mál í bræðslu auk allmikillar STEFAN HANSEN, B.A., F.F.A. Flytur ræSu fyrir minni Canada á Gimli. MABYLYN MAGNÍtSSON Hirðmey Dóttir frú Ellenon Magnússon og látins manns hennar Franks B. Magnússonar. síldar til söltunar. Saltað var mjög víða á Siglufirði. ☆ Önnur vörusýning Kaup- stefnunnar í Reykjavík var opnuð með athöfn í Austur- bæjarbíó í Reykjavík í dag. Meðal gesta voru forseti Is- lands og forsætisráðherra, ræður fluttu viðskiptamála- ráðherra íslands, borgarstjór- inn í Reykjavík, formaður verzlunarráðs, og fulltrúar þeirra landa, sem sýna vör- urnar, en þau eru Tékkósló- vakía, Austur-Þýzkaland og Rúmenía. Að lokinni setning- arathöfn skoðuðu gestir sýn- inguna, sem er í porti Austur- bæjarbarnaskólans og hefir verið byggt yfir það á einum mánuði af því tilefni. Tékk- neska sýningardeildin er lang- stærst. Sýningin er öll hin fjölbreytilegasta. EHIC STEFÁNSON Forseti íslendingadagsins á Gimli 5. ágúst. MARGRÉT IIELGA SCRIBNER Hringur frá Siglufirði með 3,377 mál og tunnur, — fjögur skip höfðu yfir 3,000 mál og tunnur, og 20 milli 2,000 og 3,000 mál og tunnur. ☆ Mikil hátíðahöld voru í gær að Hólum í Hjaltadal í tilefni af 75 ára afmæli bændaskól- ans. Mannfjöldi var þar mjög mikill og veður eins gott og framast varð á kosið. Hófst hátíðin með guðsþjónustu. — Hermann Jónasson forsætis- og landbúnaðarráðherra hélt ræðu og rakti hversu sér- menntun bænda hefði stöðugt orðið meira nauðsynjamál hér á landi. — Gísli Magnús- son í Eyhildarholti minntist látinna skólastjóra. — Páll 'Zóphóníasson, fyrrum búnað- armálastjóri og skólastjóri á Hólum, sagði frá námsárum sínum í skólanum og afhenti skólanum málverk að gjöf frá sér og konu sinni, — og Stein- grímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri sagði frá því hversu Skagfirðingar stofn- uðu búnaðarskóla á Hólum árið, sem ekki kom sumar á Norðurlandi. Fró Budapest Ordass biskup flutti útvarp frá Budapest, á ensku, þýzku,- sænsku og ungversku: „Við oss blasir mikill missir í söfn- uðum vorum, og margar fjöl- skyldur hafa misst fyrirvinnu sína. Marga særða skortir meðul, og mikið tjón er orðið á húsum vorum og öðrum jarðneskum eignum- Vér biðjum yður í nafni Krists: Hjálpið oss. Vér viljum gjöra allt, sem í voru valdi stendur, til þess að kirkja vor geti orð- ið til hjálpar þeim, sem þjást allt umhverfis oss. Guð blessi yður öll. Oss langar ekki til að taka þátt í stjórnmálunum. Vér þráum einungis frelsi vort. Eftir því sækjumst vér, enda þótt vér verðum skotnir fyrir það á morgun.“ Heimsækið Betel! Forstöðukona Betel á Gimli, býður öllum þeim, er íslend- ingadaginn sækja, að heilsa upp á ættingja og vini í hinni vönduðu og fögru, nýju bygg- ingu, sem fyrir nokkru hefir verið tekin í notkun; viðgerð og endurnýjun gömlu bygg- ingarinnar er nú hafin, og er nefndinni það brennandi á- hugamál, að fjárhagsstuðning- ur af hálfu almennings gangi eins greitt og framast má verða! Fjallkona IslcndiiiKadagslns FRÚ 8. JÚLÍ S.l. laugardag á miðnætti var síldaraflinn samanlagt 206,971 mál og tunnur, — þar af saltað 11,130 tunnur upp- mældar. Vitað var um 202 skip, sem höfðu fengið ein- hvern afla, og 144 þeirra höfðu fengið 500 mál og tunnur samanlagt eða meira. Aflahæsta skipið var þá Séra BENJAMIN KRISTJANSSON prestur Grundarþinga I EyjatirSi Mælir fyrir minni Islands á Gimli EIjAINE IjIIjIJAN sciubner Hirðmey Dðttir F. E. Scribners læknis og frú Margrétar Helgu Scribners.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.