Lögberg - 30.07.1959, Blaðsíða 5

Lögberg - 30.07.1959, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. JÚLÍ 1959 5 Pálína Thordarson Pálína Thordarson Hún var fædd 2. apríl 1867 að Litla-Hrauni í Kolbeins- staðahreppi í Borgarfjarðar- sýslu. Foreldrar hennar voru Hans Hjaltalín frá Jörfa í Flysjuhverfi, Jósefssonar frá Valshamri, Jónssonar prests, Hjaltalíns á Breiðabólsstað á Skógarströnd, og kona hans, Pálína Sigríður Sigurðar- dóttir Jónssonar frá Tjald- brekku í Hítardal. Mun hún hafa alizt upp í heimahúsum, og dvalizt þar fram um 25 ára aldurinn, en þá fór hún til Reykjavíkur til að nema ljós- móðurfræði hjá Schierbeck landlækni, og lauk hún því námi árið 1893. Sýnir það út af fyrir sig ekki svo lítið áræði, dugnað og fórnfýsi, að hún lagði út á þá braut, því að ekki var til mikils að vinna, fjárhagslega, eins og launum yfirsetukvenna var þá farið í landinu. Árið 1875 voru 71 yfirsetukona á öllu Islandi, og var í fjárlögum heimilað að gjalda þeim öllum tvö hundr- uð krónur í árslaun og komu þannig tæpar þrjár krónur á hverja. Fyrir þessa borgun áttu þær að mennta sig, og stunda síðan erfitt ævistarf, með ferðalögum á öllum árs- tíðum, samfara vökum og margskonar áhyggjum. Vera má að þessi laun hafi verið eitthvað ríflegri um það bil er Pálína lauk námi, en vissu- lega hafa þau, út af fyrir sig, ekki verið nokkurri konu hvöt til að ásælast þetta starf. En Pálína var alla ævi mjög óeigingjörn kona; hún var þrekmikil og ávallt glöð og bjartsýn. Hún átti mjúka hönd og samúðarríkt hjarta- lag, henni var það eðlilegt að hjálpa þeim, sem til hennar leituðu, án tillits til endur- gjalds. Hún var „ljósmóðir‘“ af Guðs náð. Enginn veit nú tölu þeirra heimila þar sem hún bar inn ljós vonarinnar og kærleikans um leið og hún opnaði dyr lífsins, og var vottur að hinni sönnu móður- gleði. Að loknu ljósmóðurnámi fluttist Pálína aftur í heima- sveit sína. En 25. des. 1895 giftist hún Þórði Þórðarsyni, hreppstjóra og dannebrogs- manni á Rauðkollsstöðum, og hann var þá ekkjumaður og nokkuð við aldur. Samvistir þeirra urðu heldur ekki lang- ar, því að hann dó 7. maí 1899. Stóð hún þá uppi með lítil efni og þrjá sonu þeirra, korn- unga. Tók hún það þá til bragðs, sem oft var þrauta- ráðið fyrir þá snauðu, að flytj- ast til Vesturheims. — Mun nokkru hafa ráðið þar um, að nokkur systkini hennar voru áður þangað komin, þau Hólmfríður, Mrs. S t e f á n Johnson í Upham, N. Dak., Sigurður Hjaltalín að Moun- tain, Norður Dakota og Guð- jón Hjaltalín í Winnipeg. Fyrstu árin mun hún hafa dvalizt hjá Sigurði bróður sínum og eitthvað síðar á veg- um Guðjóns í Winnipeg. En Ú. (Dsurfja/vcdwn io@ (pWiþoASL The Pools represent much more than an effort to get a better price for their members’ grain; it is a crusade for a better agriculture and a more satisfying life upon the land. Alberta Wheat Pool Manitoba Pool Elevators Saskatchewan Wheat Pool No co-operative business, regardless of how well it may be administered, can get satis- fying results without an alert, loyal and participating membership imbued with the co-operative spirit. The grain growing industry in western Canada faces many dangers—some imposed by nature and some by economic factors. Time and time again the farmer-members of the Pools have demonstrated their unity of purpose. These members, in their thousands, have attended to the business of making agriculture a prosperous commercial under- taking and the farm an enjoyable place to live. Canadian Co-operative Wheat Producers, Ltd. — CANADIAN WHEAT POOLS — WINNIPEG MANITOBA lengst ævi sinnar vestan hafs dvaldist hún í Mouse River byggðinni, nálægt Upham, í nágrenni Hólmfríðar systur sinnar og Stefáns manns hennar, og mun hún um langt skeið hafa notið margvíslegr- ar aðstoðar þeirra góðu hjóna. Þar myndaði hún heimili með drengjunum sínum tveim, — þeim Óskari og Þórði, en yngsta drenginn missti hún í bernsku. Þarna vann hún ævi starf sitt við uppeldi sona sinna og sem ljósmóðir sveit- arinnar í nærri hálfa öld. Er það í minnum haft, hve skyldurækin hún var í þessu starfi, og svo óvenjulega lán- söm að hún missti aldrei móð- ur né barn öll þessi ár. Það er talið, að hún hafi átt heima í Upham-byggðinni í 62 ár. En síðustu æviárin dvaldizt hún á Elliheimilinu „Borg“ að Mountain, en undir það síðasta var hún alllengi spítalasjúklingur á Good Samaritan spítalanum í Rugby, naut hún þar sérstak- lega aðstoðar tveggja lækna úr heimasveit sinni, og hafði hún tekið á móti þeim báðum, er þeir komu inn í þennan heim, en það eru þeir bræður Ólafur og Kristján Johnson, spítalalæknar í Rugby. Hún lézt á þessum spítala, södd ævidaga, 23. apríl 1959. Jarð- ar för hennar, sem var mjög fjölmenn, fór fram í lútersku kirkjunni (íslenzku) í Upham, 25. apríl, og flutti séra Gordon Thorpe, prestur af norskum ættum, sem nú þjónar Melankton söfnuði, kveðju- málin. Líkmenn voru Leifur Benediktsson, Carl Freeman, Barði Goodman, Sveinn Good- man, Freeman Hannesson og John Hillman. Heiðurslík- menn voru G. T. Christianson, Einar Einarsson, Dr. C. G. Johnson, Einar Johnson, J. K. Swanson, og William Swear- son. Jarðsetning fór fram í grafreit Melankton safnaðar. Synir Pálínu voru báðir gegnir grafarveg á undan móður sinni, en eina sonar- dóttur lætur hún eftir sig, heitir hún Pálína Margrét, nú gift manni að nafni Nermoe, af norskum ættum, og eru þau búsett nálægt bænum Bantry í Norður Dakota. Sýndi hún ömmu sinni nærgætni og um- hyggju í elli hennar, eins og hún fékk við komið, enda er hún henni lík um margt. Enda þótt ævistarf Pálínu væri að létta áhyggjum og erfiði af mörgum, fór hún sjálf ekki varhluta af mót- læti og raunum. Er það því vinum hennar gleðiefni að „sæll er sigur unninn, og sól- in björt upp runnin, á bak við dauðans dimmu nótt.“ V. J. E. FJAÐRAFOK Framhald af bls. 4 þriðja öskrið í hlaðrústinni. Prófastur kvað hljóð þetta heita náöskur. — Skömmu tíma síðar drukknaði Sigfús skáld og prestur, sonur pró- fastsins, undir Lagarfljóts- fossi. Nálægt 20 árum síðar drukknaði líka séra Halldór sonur séra Sigfúsar, og var slæddur upp af Jóni í Gunn- hildargerði á sama blettinum. (Þjóðs. Sigf. Sigf.). —Lesb. Mbl. • Bluenose Fishing Ncts ond Twines • Leads and Floats • Float Varnish • Kop-R-Seal Net Preservative • Netting Needles • lce Jiggers • lce Chisels and Needle Bars • Lead Openers • Rubber Clothing • Rope • lce Tools • Knives • Canvass and Wide Duck • Boat Paint INQUIRE ÁBOUT THE MODERN "RAPIDIGGER" FEE AUGER Largest Distributors of Commercial Fishing Equipment in Western Canada Park-Hannesson Itd. 55 Arthur Street WINNIPEG 2, MAN. 10228-98th Street EDMONTON, ALTA.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.