Lögberg - 30.07.1959, Blaðsíða 8

Lögberg - 30.07.1959, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. JÚLÍ 1959 Úr borg og byggð Örfá kveðju- og þakkarorð! Mér undirrituðum er það bæði ljúft og skylt að rita hér örfá kveðju- og þakkarorð, til samstarfsmanna minna við Lögberg, vina og kunningja hér í Vesturvegi. Eins og getið er á öðrum stað í blaðinu, þá er þetta síð- asta tölublað Lögbergs í því formi, sem lesendur þess hafa átt að venjast á undanförnum árum. Þar sem þetta verður einnig síðasta blaðið meðal Vestur-íslendinga, sem ég legg hönd á, vil ég nota hér tækifærið til að þakka vini mínum og samstarfs- manni, Einari heit. Páli, og hans ágætu konu, frú Ingi- björgu, frábæra kynningu, ánægjulegt samstarf og alla velvild á liðnum árum. Enn- fremur vil ég þakka mínum góða vini Jóhanni Beck og hans indælu konu framúr- skarandi móttökur, þegar ég kom hingað til Winnipeg fyr- ir röskum 10 árum síðan. Má sem sanni segja, að þau tóku mér með opnum örmum og reyndust mér jafnan síðan beztu foreldrar. Þau ár, sem ég hefi dvalið hér í Winnipeg, hafa að mörgu leyti reynzt mér dýrmætur reynsluskóli. Ég mun því á- vallt minnast Winnipeg og hinna mörgu vina og kunn- ingja, sem ég hefi eignast hér með hlýjum og þakklát- um huga. Að lokum vil ég svo þakka öllum þeim, sem á einn eða annan hátt hafa greitt götu mína hér vestra. Að endingu árna ég Vestur- íslendingum allra heilla og blessunar í bráð og lengd. Ykkar einlægur, Árni Þór Víkingur ☆ Úr bréfi frá Chicago Dr. Þórir Þórðarson (who recently received his Ph. D. degree from the University of Chicago) plans to return to Iceland at the end of this month, and take up teaching duties at the University of Iceland in the fall. ☆ „Ritstjórinn veit um mann, sem vill kaupa ríflega upphæð af íslenzkum krón- um.“ — ☆ — DÁNARFREGNIR — Arthur Gook andaðist 18. júní s.l. á Englandi. Hann kom til Englands fyrir 4 eða 5 árum síðan, og var nýbúinn að þýða alla Passíusálmana á ensku áður en hann dó. Hann fluttist til Islands sem ungur trúboði og settist að á Akur- eyri. Hann gaf út Norðurljósið og var mikill Islandsvinur og góður maður af Guðs náð. — Honum þótti mjög leitt hversu ósvífnir Englend- ingar hafa verið á fiskimiðun- um við stendur íslands. Hann var svo mikill friðarmaður. Blessuð sé minning hans. —George Hanson MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol, Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. — DÁNARFREGNIR — Jónína Ingibjörg Snorra- dóííir, Sigurðsson, andaðist 21.,maí 1959 að heimili dóttur sinnar Mrs. Cheever í Seattle, nær því 83 ára gömul. Jónína var fædd 29. maí 1876 að Mýrum (í Mýrasýslu) á Islandi. Hún giftist eftirlif- andi manni sínum Halldóri Sigurðsson, byggingameistara, 5. október 1905, og hafa þau hjón búið í fjölda mörg ár í Seattle-borg. Hana lifa ásamt manni hennar, ein dóttir Mrs. Dóra Cheever, 3 barnabörn og 7 barna-barnabörn. Frú Jónína var merk kona, sannur íslendingur og tók mikinn þátt í öllu íslenzku fé- lagslífi. Heimili þeirra Sigurðssons hjóna var eitt hinna gestrisn- ustu heimila á meðal Islend- inga í Seattle-borg, og voru þau því vel látin á meðal ís- lendinga og allra sem þekktu þau. — Þessi merka kona var lögð-til hinztu hvíldar mánu- daginn 25. maí s.l. í Blaine- grafreit. Séra Guðmundur P. Johnson jarðsöng. ☆ Marvis Johnson, áttræður að aldri, búsettur að Langruth, andaðist á laugardaginn 18. júlí. Hann fluttist til Canada 1887. Hann stundaði búskap, bæði í Saskatchewan og í Manitoba, en lét af störfum 1948 og settist að hjá systur sinni í Langruth, Mrs. B. Halldó.rsson. Auk hennar lætur hann ftir sig bróður. J. Fredericks Johnson í Winni- Peg. TIL ÁSKRIFENDA Næsta blað kemur út 20. ágúst; það verður vikublaðið Lögberg-Heimskringla. Skrif- stofa blaðsins að 303 Kennedy Slreet verður lokuð frá 1. til 12. ágúst, vegna frídaga starfs- fólksins. Faðirinn: Heldurðu ekki, að sonur okkar hafi erft greind- ina frá mér? Móðirin: Jú, vafalaust. Ég hef mína enn. ☆ Sum dýr geta skilið, en ekki talað. — Því er öfugt farið með mennina. EATON'S £xísuu(a. fojvpiaiuLaiionA. io JJul dcsdjanjdisL (psiopiSL o£. QcumuLcl May your 70th Anniversary Cele- brations this Summer be attended by every success; and may you con- tinue to add to the lustre of cana- dian History in the years to come as in the glorious past. EATON’S of CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.