Lögberg - 30.07.1959, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.07.1959, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. JÚLÍ 1959 GUÐRÚN FRA LUNDI: ÞAR SEM BRIMALDAN BROTNAR „Það vænti ég, að Pála mín hafi komið hingað í dag“, sagði hann við konu sína. „En mér finnst hún hefði getað hreinsað bakkann betur. Það er óþrifalegt að láta fiskinn ofan í þessa slógkös". Þá varð kona hans önug í svari við hann, þó að slíkt væri óvanalegt. „Hún sagði eins og satt er, að þetta þyrfti að fara í þróna, og varla hefurðu þá ætlazt til þess, að hún færi að flytja það á sjálfri sér þangað“. „Hún er nú ekki svo ókunug hérna og hefur líklega vitað, að klárarnir væru ekki langt í burtu. Stína hefði sjálfsagt getað náð í einn þeirra og þær svo komið slóginu í þróna“. „Hún hefur nú líklega þurft að fara heim og hugsa um heimilið“. sagði Þórey. „Þetta þá stóra heimili“, hnusaði í honum. „Ég gæti nú trúað að hún þyrfti ekki mjög langan tíma til að koma þeim verkum af“. Þá hló Gunnar kuldahlátur. „Kannske þú sendir eftir henni í hvert skipti, sem þér finnst þú hafa þörf fyrir verkin hennar, alveg eins og Hallur sendir eftir Grími, ef hann þarf hans með“, sagði hann háðslega. „Það kemur þér sjálfsagt lítið við“, hreytti faðir hans til hans. „Þér finnst það kannske ofgert, þó að hún tæki af mér handtak fyrir rollurnar, sem hafa verið fóðraðar hérna í mörg undanfarin ár“. „Þær fara sjálfsagt að létta á fóðrunum hjá þér“, sagði Gunnar. Pálína kom austur að Látravík á hverjum morgni og gerði að aflanum, meðan þess þurfti. En hún var alltaf farin, þegar komið var að, og sá því aldrei karlmennina. Svo fór aflinn að tregðast og loks komu ógæftir og hásetarnir fóru heim. Haustánnir byrjuðu fyrir alvöru. Það var farið að bera á túnin og slátra til heimilisins. Feðgarnir frá Látravík fóru að smala fénu úr heiðinni. Þá varð ekki komizt hjá því að koma að Hvanná, þar sem féð gekk saman. Hallur fylgdist með þeim, þó að hann hefði gjarnan viljað vera laus við það. Pálína kom út á hlaðið, þegar þeir voru komnir af baki, rjóð og brosandi. Hún heilsaði karli fóstra sínum með kossi og sagði Gunnari að koma blessuðum og sælum. Þeir þökkuðu henni báðir fyrir hjálpina við fiskinn. Hallur stóð álengdar, en færði sig þó nær og rétti henni hendina með miklum yfirlætissvip. Hann fann varla, að hún snerti hendi hans og efaðist um, að hún hefði tekið undir kveðjuna. Það var orðið langt síðan þau höfðu sézt, ekki síðan í Selinu fyrir þrem árum. Hvorugt hafði ljúfar endurminningar um þann fund. Honum fannst henni hafa farið mikið fram síðan. Hún var orðin bráðmyndarleg stúlka, og ekki vantaði að kaffið kæmi fljótlega á borðið með nógu og góðu kaffi- brauði. Myndarlegra hefði það ekki orðið hjá hinni skólagengnu húsmóður í Látravík, hugsaði Hallur. Hann efaði, að kona sín hefði nokkurn ávinning, ef þær sætu hlið vði hlið. Pálína hafði röskar, fallegar hreyfingar og nettan vöxt. Það hafði kona hans aldrei haft. Hún varð aldurslegri með hverju árinu sem leið. — Hallur heyrði, að hún kallaði til Gríms innan úr baðstofunni, þegar hann var frammi í bæjardyrunum: „Þú reynir að koma Sigga litla svo snemma af stað, að hann lendi ekki í svarta myrkri með kindurnar". „Ég verð honum samferða", svaraði Grímur. „Það lítur ekki út fyrir sjóveður á morgun“. „Nú, þá er allt í lagi“, sagði Pálína. „Ég hélt, að það þyrfti kannske að slátra kind eða kálfi í Látravík, og að þú þyrftir að vera viðstaddur eins og vanalega". Viljandi hafði hún látið Hall hlusta á, að hún væri að hæðast að þessari sjálfsögðu þénustu Gríms við Hall, að slátra fyrir hann hverri skepnu fyrir utan margt annað, sem hann var kallaður til að gera. Það þykknaði í Halli, og hann hugsaði sér að láta Grím vera lausan við bónakvabb fyrst um sinn. Það lenti á nágrönnunum á Stekknum að hjálpa til við heimaslátrunina, og veturinn leið án þess að Grímur væri beðinn að moka undan grindunum eins og vanalega. Grímur saknaði þess ekki. Fannst aðeins sem vináttan milli bæj- anna væri farin að kólna, fyrst hann losnaði við þessa snúninga, sem aldrei var þó minnst á að borga fyrir. Hann gerði sér eitthvað til erindis austur eftir, en mætti þar sömu hlýjunni og vant var. En þegar Maríanna sat ein á tali við hann, fór hún alltaf að tala um Pálínu. „Er hún ekki heldur kaldranaleg við þig stundum. Þetta er hörkutól“. „Nei, hún er fyrirmyndar ráðskona, dugleg og þrifin“, sagði Grímur. „Læturðu hana sofa inni í hjónahúsinu hjá þér?“ spurði hún og skellihló. Og Grímur hló líka. „Nei, hún sefur fyrir framan hjá Jórunni“. „Þú hleypir henni aldrei inn fyrir stafinn. Láttu hana heldur fara með vorinu. Ég skal útvega þér aðra að sunnan, Grímur minn. Pálína er ekki konuefni við þitt hæfi“, sagði Maríanna. „Ég kæri mig ekki um skipti“, sagði hann hlæjandi. „Ég þekki Pálínu vel, en þær sunnlenzku leizt mér aldrei á. Þær voru beztar í aðgerðinni". „Hún þykir nú víst vel fær við það starf, eða svo heyrist mér á tengdaföður mínum. En þú þarft ekki á því að halda. Láttu hana fara, ég ræð þér ekki nema það, sem þér er fyrir beztu. Ef ég fæ enga að sunnan, skal ég heldur láta þig hafa Helgu, þó að ég megi varla missa hana“, sagði Maríanna. Þá skellihló Grímur. „Láttu þér ekki detta í hug, að ég vildi hafa eins hræðilega leiðinlega stúlku og hana hjá mér. Ef þú útvegar mér ekki kven- mann, sem er með sæmilegri skynsemi og lítur vel út í sjón, máttu hafa hana sjálf“. Seint á góu spurði hann Maríönnu, hvort hún væri búin að útvega sér ráðskonuefnið. til íslendinga í tilefni af 70 þjóðminningardegi þeirra ó Gimli, Man., 3. ágúst 1959 BUILDING MECHANICS L I M I T E D 636 SARGENT AVENUE GENERAL CONTRACTORS PAINTING AND DECORATING CONTRACTORS SPruce 2-1453 K. W. JOHANNSON, Manager Red Label Tea in Full Weight Tea Bags HAMINGJUÓSKIR . . . For The Best In Bedding . . . VARIETY GLOBE SHOP e BEDS • SPRINGS LOVISA BERGMAN • MATTRESSES • CHESTERFIELDS TWO STORES: e DAVENPORTS AND CHAIRS • CONTINENTAL BEDS • COMFORTERS • BEDSPREADS • PILLOWS AND CUSHIONS 630 Notre Dame Ave. 697 Sargent Ave. GLOBE BEDDING SPruce 4-4132 COMPANY LIMITED WINNIPEG CALGARY With the Compliments of 77 Æ # Yeors ago Dominion Bridge began its service to Canada. COWIN 0 Years ago lcelandic families & CO. LIMITED began to pioneer this land. REINFORCED CONCRETE TODAY, NATIONAL CELEBRATION OF ICELANDIC ENGINEERS DAY, OUR HEARTIEST CONGRATULATIONS STRUCTURAL ENGINEERS SPruce 4-2581 1137 Pacific Ave. WINNIPEG DOMINION BRIDGE CO LTD. 702 CANADA BLDG. WINNIPEG BROOKE BOND CANADA LIMITED — DISTRIBUTORS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.