Kirkjublaðið - 01.09.1891, Qupperneq 9

Kirkjublaðið - 01.09.1891, Qupperneq 9
41 framþiljum gengust þeir fyrir samskotum, Tobías Finn- bogason og Nikulás Eiríksson úr Útskálasókn, og urðu 5—10 og 25 aura samskot þessi 10 kr. 21 eyrir, en þá urðu fleiri, sem óboðnir styrkja vildu íslenzkt kristniboð: Skipstjóri »Lauru« Christjansen gaf 1 kr. og 50 aura; umboðsmaður Jensen gaf frá sjálfum sjer 1 kr. og frá húsbónda sínum gróssera Holme 5 kr.; verzlunar-agent Kristján Jónasson gaf 1 kr. Voru mjer þannig afhentar 18 kr. 71 eyrir til ráðstöfunar og lýsti jeg því yfir þar og þá, að því skyldi varið til íslenzks kristniboðs, innra og ytra, sem síðar skal grein fyrir gjörð. Grundvöllurinn er þannig lagður með litlu fje, en í Jesú nafni, og þótt undirtektir á synodus væru daufar, þá held jeg því áfram öruggur, þótt einn, eins og jeg sagði þar í áheyrn allra, þar sem jeg veit að nokkrir em- bættisbræður mínir eru mjer alveg samhuga, og efast ekki um fylgi þeirra presta í þessu máli, sem af hjartaogtrú, prjedika Jesú Krist, og hann þossfestan. Þeir munu held- ur eigi draga það að vekja ánuga safnaða sinna á því Drottins boði að út breiða Guðs ríki á jörðinni, þótt í smáum stýl verði að vera, því vjer vitum að í kristni- boðinu er Kristur sjálfur með, og hann er einn fær um að gefa því vöxt og viðgang. O. V. aíSLASON. ----3SS---- Kirkjuþing* íslendinga í Yesturheimi, sem minnst er á í 1. tölublaði stóð yfir í 6 daga, 17. — 22. júní og alls haldnir 9 fundir. Fundarstaður Winnipeg. í kirkjufjelaginu eru allt að því 5000 sálir, þar af rúml. 1300 í Winnipeg, enmiklu fleiri nota presta kirkju- fjelagsins til aukaverka. Sjerlegt fundarefni í þetta sinn var úrsögn sjera Magnúsar Skaptasonar og safnaðanna í Nýja-íslandi.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.