Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 5
87 Englar mannsins. (Eptir Ingemann). Guðs englar tveir, — oss ætíð fylgja þeir, á öxlum vorum duldir búa löngum. Við hægri kinn í auga’ og sálu inn sjer annar nær oss hýrt skín bros á vöngum. Á pálmblað hreint hann lætur gott allt greint með gleðí’, er vaknar upp í huga þínum, og innsiglað hið engilskráða blað um óttu hverja flytur Drottni sínum. Hjá vinstri kinn í auga’ og sálu inn sjer engill hinn, — þar engu tekst að leyna. Þjer undir brún felst ei sú glæpsins rún, er eigi glöggt hann ráði, hverja’ og eina. Og skráð er hver jafn skjótt og ráðin er, þó enn að setja innsiglið hann dvelur. Æ, bið um náð! Af blaði er synd þín máð ef baðstu’ af hjarta Guð, sem tár þín telur. En sje þín lund enn söm um óttustund og hryggð þín eigi hjartans kremji rætur, hið blakka blað þá brátt mun innsiglað — en engill hinn við hægri kinn þjer grætur. Þýtt hefur ST. TH.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.