Kirkjublaðið - 01.09.1891, Síða 5

Kirkjublaðið - 01.09.1891, Síða 5
87 Englar mannsins. (Eptir Ingemann). Guðs englar tveir, — oss ætíð fylgja þeir, á öxlum vorum duldir búa löngum. Við hægri kinn í auga’ og sálu inn sjer annar nær oss hýrt skín bros á vöngum. Á pálmblað hreint hann lætur gott allt greint með gleðí’, er vaknar upp í huga þínum, og innsiglað hið engilskráða blað um óttu hverja flytur Drottni sínum. Hjá vinstri kinn í auga’ og sálu inn sjer engill hinn, — þar engu tekst að leyna. Þjer undir brún felst ei sú glæpsins rún, er eigi glöggt hann ráði, hverja’ og eina. Og skráð er hver jafn skjótt og ráðin er, þó enn að setja innsiglið hann dvelur. Æ, bið um náð! Af blaði er synd þín máð ef baðstu’ af hjarta Guð, sem tár þín telur. En sje þín lund enn söm um óttustund og hryggð þín eigi hjartans kremji rætur, hið blakka blað þá brátt mun innsiglað — en engill hinn við hægri kinn þjer grætur. Þýtt hefur ST. TH.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.