Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 6
Söngkver í barnaskólum. Ein af nauðsynlegum bókum, sem oss vantar tilfinn- anlega við barnaskóla hjer á landi, er ódýrt sálmakver, er hentugt væri að hafa við bænir á undan eða eptir hinni daglegu kennslu í skólunum; því þótt nota megi ýmsa sálma i hinni nýju sálmabók í þessu skyni, þá eru meðal annars þau vandkvæði á, að sú bók er eðlilega stærri og dýrari en svo, að ætlazt megi til, að hvert skólabarn eigi og hafi hana. Enda mun enn vanta mikið á, að hún sje til á hverju heimili á landinu, sem þó æski- legt væri. En ódýrt sálmakver, sem kostaði kringum hálfa krónu, ætti eigi að vera ofætlun að fiestöll skóla- börn gætu eignazt. Til þess að reyna að bæta úr þessari þörf, vil jeg þvi leyfa mjer, þar sem aðrir enn eigi hafa hreift því, svo kunn- ugt sje, að mælast til þess, að skáld vor og aðrir, sem kynnu að vera þess umkomnir, vildu góðfúslega styðja að þvi, að kostur yrði á slíku kveri, sem hjer er um að ræða, með því að leggja til nokkra stutta, ljósa og hjartnæma sálma, helst eigi lengri en 2—4 vers, er hafa mætti við bænagjörð í barnaskólum, og sem sjerstaklega væru við barnanna hæfi, lagaðir eptir þekking þeirra og skilnings- þroska. í fullu trausti þess, að þessi tilmæli mín fái góðar undirtektir og beri árangur7 vil jeg taka fram, að jeg er fús til þess að takast á hendur útgáfu á slíku kveri, sem auk þess, að það ætti að geta verið til ljettis við söng- kennsluna, mundi vekja og glæða góðar tílfinningar i hjörtum hinna ungu. Jeg vonast til þess, að Jónas Helgason, organisti við dómkirkjuna, sem öðrum fremur hefurþekkinguogreynslu i slikum efnum, muni rita i blaði þessu nokkrar bending- ar til leiðbeiningar um það, hvaða sálmalög mundu vera bezt til fallin i kveri þessu, 'og eins að hann að öðru leyti mundi taka þátt í því með mjer að annast um út- gáfuna.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.