Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 12
44 fyrir hendi, en halda samskotum fram af alefli. Fyrir aldamótin kemst stofnunin eflaust á. — Fyrst í stað hugs- ar kirkjufjelagið eigi til að koma á fót kennslustofnun, er svarar til háskóla eða æðri embættaskóla, heldur »akademíi«, sem svo nefnist, er hjer um bil mun svara til lærðaskólans hjá oss, líklega með styttra námi en á honum, en með nægilegu námi til þess að útskrifaðir menn þaðan geti gengið á háskóla í Ameríku. Vitanlega þarf samhliða þessum íslenzka skóla kirkjufjelagsins að koma upp íslenzkt bókasafn í Winnipeg, svo fjölskrúðugt sem verða má. Prestaskorturinn er áfram mjög tilfínnanlegur, og eru þeir vestra nú hættir að reyna að fá presta hjeðan að heiman, af því hvað lítinn árangur það hefur borið. Ein- hverjir íslenzkir námsmenn munu ætla að gefa sig að guðfræðisnámi vestra, en aðalvonin er þó á hinni fyrir- huguðu skólastofnun, þegar hún »verður að virkilegleika«. Söfnuðir kirkjufjelagsins eru dreifðir um ógurlega stórt svæði í Kanada og Bandafylkjunum, enda vestur i Utah i Mormónafylkinu eru fáeinir lúterstrúarmenn íslenzkir í sambandi við kirkjufjelagið, sem styrkir þar trúarboða, óvígðan mann, Runólf Runólfsson, bóndason úr Vest- manneyjum. Víðast í söfnuðunum munu kirkjur vera komnar upp, eptir ársskýrslu forseta hafa 6 kirkjur verið i smíðum árið sem leið, allar vitanlega byggðar fyrir gjafir safnað- anna. Prestarnir 4 hjeldu sinn fyrirlesturinn hver, með- an kirkjuþingið stóð. Fyrirlestur sjera Jóns Bjarnasonar heitir: »Það sem verst er í heimi«. Sjera Fr. J. Bergmann talaði um »lífsskoðanir«. Sjera N. Steingr. Þorláksson um »guðdóm Drottins vors Jesú Krists« og sjera Hafsteinn Pjetursson um »eilífa ófarsæld«. Allir fyrirlestrarnir munu væntanlegir á prenti í einu lagi hjer í Reykjavík. Starfið er mikið sem andlegu leiðtogar kirkjufjelags- ins vinna og að mörgu leyti eigi Ijett, þeir gætu tekið sjer í munn orð Páls postula að verkahringurinn er mikill og mótstöðumenn einnig margir (1. Kor. XVI, 9.) ■3S&

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.