Kirkjublaðið - 01.10.1891, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.10.1891, Blaðsíða 3
si eínníg versíð: íVertu yiir og allt um kringt o. s. frv. þegar barnið var klætt að morgninum var það látið lesa: »Nú er jeg klædcLur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsótta hann geii mjer, að ganga í dag svo líki sjer«. Þegar út var komið var það látið taka ofan höfuðfat sitt, og lesa versið: »Mjer er svo kvöl þín minnilegi o. s. frv. einnig signa sig og lesa Faðir vor, og var því þá venju- lega sagt að snúa sjer mót austri og segja, að bænagjörð- inni lokinni, við þá sem úti voru, eða þegar inn var komið, »Guð gefi ykkur góðan dag«. Aður en barnið borðaði var því sagt að signa sig, og lesa þessi orð: »Guð minn góður blessi mig og matinn minn, í Jesú nafni, amen«, og að máltíð lokinni: »Guði sje lof fyrir mat og drykk, í Jesú nafni amen«. Þetta sem börnin voru van- in á tíðkaði þá víst margur fullorðinn maður, að minnsta kosti þekkti jeg á barnsaldrinum fjölda manna, sem signdu sig að morgninum þegar þeir komu fyrst út, og áður en þeir mötuðust, og unglinga sem höfðu þann góða sið, að lesa rækilega bænir sínar kveld og morgna, og trúðu að ver farnaðist ef það væri vanrækt. Húslestrar voru þá rækilega lesnir frá veturnóttum og fram að páskum, og á sunnudögum og öðrum helgum, þegar megnið af heimilisfólkinu fór eigi til kirkju. Þess heyrði jeg og getið, að sumstaðar væri þá siður að lesa tvisvar á dag, kveld og morgna. Væri eitthvað gjört á sunnudögum var jafnan lesið fyrst, að minnsta kosti víð- ast hvar, var jafnan sungið fyrir og eptir lestur, og bæn lesin áður en sungið var eptir. Síðan gjörðu allir bæn sína og byrgðu fyrir andlit sjer með hægri hendi. Var börnum þá sagt að lesa Faðir vor. Lesarinn hætti venju- lega fyrst að bæna sig og svo hver af öðrum, og sagði hann þá: »Guð gefi ykkur góðar stundir«, en tilheyrend- urnir tóku undir og sögðu: »Þakka þjer fyrir lesturinn«. Vari var tekinn á því, að allir sætu undir söng og lestri með kyrrð, og enginn skarkali væri sem truflað gæti eptirtekt manns, enda það eitt unnið á meðan sem eng-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.