Kirkjublaðið - 01.10.1891, Síða 12

Kirkjublaðið - 01.10.1891, Síða 12
60 Prestur að vestan skrifar: »Að jeg leiðist til að tala um kirkjumál er bundið því abal- skilyrði, að jeg baíi «organ« (málgagn), sem fyrst og fremst tekur málin til meðferbar meb þeirri alvörugefni, er þeim bæíir . . . . og jafnframt hefur svo frjálslynda stefnu, að það hlííist ekki við, að umbreyta eða ráða til breytinga á «ritus» (kirkjusiðum), barnafræðslu o. fi., svo og kirkjustjórn vorri í ýmsum mikilvægum atriðum<t. »Kæri bróðir! Jeg minnist vib að lesa brjef yðar ánægjulegra samverustunda á prestaskólanum, þegar okkur á stundum leizt bvorum á sinn veg um ýmislegt þessu viðkomandi og þjer haíið eflaust þá meb sjálfum yður álitið mig fremur íhaldssaman í þeim sökum. Einlægur vilji minn er það, að málin sjeu rædd með þeirri al- vörugefni sem þeim hæíir, en vel getur verib því samfara og mein- laust tel jeg það, þótt blaðinu'endur og sinnum stökkvi bros. Hvað stefnuna snertir, álít jeg, eins og þjer, umræðufrelsi í þessum grein- um vera eito helzta skilyrðið íyrir gagni blaðsins og þrifum. Niðurlagsorðum brjefs yðar hef jeg eigi trú á, að þjer munuð embættisanna vegna eigi gefa yður tóm til að stunda ritsmíði, þjer sem eruð bæði svo hugsandi og viljandi«. Prestur að austan skrifar: . . . . »Jeg veit ekki heldur, hvort það er þín tilætlun, að blaðið flytji ræður svona almenns efnis .... Það er annars ýmislegt, sem mjer er óljóst um blaðið og um leið og jeg segi það, má jeg til að finna nokkuð að þessu sem komið er; jeg vona að þú takir það ekki illa upp. Mjer líkar ekki málið hjá þjer, jeg kann ekki þessum telegramstýl, hann getur verið góður í sendibrjefi, en ekki í Kirkjublaðinu. Blessaður vertu ekki eins og sumir hinna yngri manna, er nú rita blöð og bækur, að skemma íslenzkuna með útlendum orðum. orðatiltækjum og setningaskipun; jeg tek til dæmis ...... Ó, að Konráð væri risinn upp úr gröf sinni til að hirta þá! Jeg skyldi gjöra það, ef jeg væri nógu mikill íslenzkumaður til þess. Jeg vil ekki að Kirkjublaðið feti þanu feril. G-uðfræðis- málið hefur lengi verið til skammar, gangi nú Kirkjublaðið á und- an með góðu eptirdæmi, þú getur látið það gjöra það.........., en burt þá með telegramstýlinn! Jegverð að segja það, að mjerveitti allerfitt að skilja auglýsinguna um útbreiðslu blaðsins; hún er of gagnorð. »Ef ekki keypt, þá geíins«. Þau orð skilja sumir svo, sem þú ætlir að senda sumum blaðið gefins og vilja bíða þess, — en það þykist jeg nú skilja« .... »Kæri vinur minn! Jeg hygg að sýnishorn af ræðum presta væru almenningi kær- komin, að minnsta kosti var mjög vel tekið hugvekjum eptirýmsa, sem Pjetur biskup gaf út, meðfram af því, hvað höfundarnir voru margir; þegar jeg las á þær kvöldlestur, vildi fólkið alltaf vita, »hvers kenningin væri«. Nú er sú bók útseld og ófáanleg. Helzt

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.