Kirkjublaðið - 01.10.1891, Qupperneq 11

Kirkjublaðið - 01.10.1891, Qupperneq 11
69 Vjer látum þess getið, að einn af oss, sira 0. V. G-ísla- son, hefur á ferðum sínum í sumar leitað samskota í þessu skyni, meðal samíerðamanna sinna, einkum sjómanna frá Faxaflóa, og hafa þannig safnazt 35 kr. 71 e. Hinar góðu og almennu undirtektir þessara manna, er með 5 aura til 2 kr. framlögum sínum hafa myndað þennan sjóðs- stofn, gefa oss vonir um, að margir muni vilja gjöra slíkt hið sama, enda er af þessu auðsætt, að þótt hver einstakur leggi fram að eins fáa aura, getur þegar sam- an kemur myndast talsverð upphæð. Skerfur ekkjunnar, einn eyrir fátæklingsins, gefinn af kærleika í þessu skyni, er ekki minni gjöf en króna efnamannsins og ekld sið- ur velþóknanleg honum, sem lítur á lijartað og gefur ávöxtinn. Síra Jóhann Þorkelsson, dómkirkjuprestur í Reykja- vík, veitir móttöku hinum væntanlegu samskotum, gegn kvittun í Kirkjublaðinu, og munum vjer á sínum tíma, gjera grein fyrir, hvernig fjenu verður ráðstafað. Reykjavík bO. sept. 1891. 0. V. GÍSLASON. JÓHANN ÞOBKELSSON. JENS PÁLSSON. ------------- Samtal. Prestur að norðan skrifar ritstjóranum: »Einhverntíma lief jeg í hyggju ab senda blaðinu nokkrar linur, en nú býst jeg vib ai) svo margir haíi skriíaö, aö ekki sje rúm, því aö blaöiö er nokkuð lítib og prentað með stórum og ódrjúgum stýl«. »Kæri frændi! Óhætt heföi yöur verið aö senda blaðinu línu, þegar þjer skriíið, seint í ágúst, var varla neitt farið að koma lengra að, nú er það fyrst að byrja og eflaust kemur það meira, og þá um leið vandinn fyrir mig að velja og hafna, sem hinir háttvirtu höfundar verða að virða mjer á bezta veg, því að satt er það, að blaðið er lítið, en það segi jeg yður og öðrum, að aukist svo kaupendafjöldi, að blaðið fari að gera betur en borga kostnaðinn — og eru heldur horfur á því — mun jeg láta það koma fram í stækkun blaðsins. Hitt kannast jeg síður við, að þessi nýi og góði prentstýll á blað- inu sje svo ódrjúgur, berið þjer það saman við önnur blöð eða rit í sama broti nýútkomin. Óþarflega stórt bil við greinaskipti hef- ur verið„á fýrstu blöðunum*.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.