Kirkjublaðið - 01.10.1891, Qupperneq 9

Kirkjublaðið - 01.10.1891, Qupperneq 9
57 Það er ekki efamál, að á síðustu 40 árum heflr hnign- að eigi lítið opinberri bænrækni, kirkjurækni, altarisgöng- um og jafnvel húslestra iðkun, og mikið meiri efl er nú vaknaður um ýms trúaratriði, og það í fullri alvöru, en áður var. Ræða síra Páls sál. Sigurðssonar gegn eilífri glötun ber ljósan vott um það, af því, hvernig menn hafa tekið henni, að mótmæli gegn trúaratriðum, minnsta kosti því trúaratriði, snerta menn nú ekki eins sárt og áður. En þó þessu sje nú þannig háttað, erjeg alls ekki viss um, að trúarástandið sje nú í sjálfu sjer lakara en áður var, jeg er jafnvel þeirrar skoðunar, að það sje að sumu leyti betra. Trú manna, að minnsta kosti inargra, var mjög innifalin í siðvenjum, og fastheldni við það, sem menn á barnsaldri höfðu lært að álíta heilagt, án þess að veruleg hugsun eða rannsókn um það kæmi til greina, og í virðingu fyrir prestum, sem sumir hverjir alls ekki áttu hana skilið. En aptur hafði trúin hjámörg- um hverjum harla lítil áhrif á hversdagslega breytni, sem þó er aðalatriðið. Trúin var opt einskonar sparibúnaður í kveld- og morgunbænum, húslestrum, kirkju- og altaris- göngum. Bænir manna gátu jafnvel stundum orðið ung- lingum nærri því til athlægis. Jeg man eptir að hjá for- eldrum mínum var gamall maður, sem stundum endaði bænir sínar með því að lesa þetta erindi úr Gleðfró hátt: RYeistu það ekki Heljar hundur, að hjer ert þú magtarlaus, minn hefur hróðir brotið sundur hðlvaðan þinn haus». 0g var ekki laust við, að brosað væri að þessu, enda ætla jeg slíkar bænir betur ólesnar. Guðsorðalestur var þá víst opt, eins og sjálfsagt enn, fremur vanans en hjart- ans verk. Kvennmann þekkti jeg í uppvextinum, sem hafði þann sið að lesa Hallgríms sálma á sunnudagsmorgn- um, en venjulega var mjög skammt liðið frá, þegar hún fór að deila við einhvern á heimilinu. Þó vil jeg alls ekki segja með þessu, að trú margra hafl ekki verið þeim hjartans málefni, og haft blessunarrík áhrif á siðferðið, en hitt vil jeg fullyrða, að siðferði manna var þá engu betra, ef ekki öllu lakara en nú. Jeg held að mönnum skiljist öllu betur nú en þá, að trúin á og þarf að hafa

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.