Kirkjublaðið - 01.10.1891, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 01.10.1891, Blaðsíða 16
64 áriö í hverjum landsfjórðungi, eða enda og öllu Jheldur 2 — ef eigí fleiri — synodus-samkomur samsumars, t. d. annað árið syðra og vestra, hitt árib nyrðra og eystra? Hvernig er ekki með amts- ráðin? Pyrir allt landið er núver. synod. hvort sem er ekki. „Volkornan(1 a minni til Kirkjublaðsins" í ljóðum, mjög svo hlýlega hugsað, sendir ungur vinnumabur frá Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, Asvaldur Magnússon að nafni, og óskar hann að erindin hirtist í blaðinu. Eitt erindið hljóðar svo : Vjer þurfum leiðsögn lífs um grýttar brautir, leiðarvísir sá er Drottins orb, og sterkan mátt við stríðið heims og þrautir, en styrkur sá oss gefst við náðarborð; trúarefann tíðast vjer þó sjáum, traust á Drottni vill opt glatast hjer, uppskeran fer eptir því vjer sáum, allsherjar þá dómur birtur er. Á prestaskólanum eru 9 í eldri deild og 5 í yngri, en senni- lega væntanlegir 3 að auki. íSmaaskrifter til Oplysning for Kristne«, heitir ritsafn, sem kennarinn í kirkjusögu við háskólann í Kaupmannahöfn prófess- or dr. Fredrik Nielsen hefur geíið út í 5 ár. Þessi smárit til fróð- leiks fyrir kristna lesendur eru mjög svo heppilega valin, og eitt- hvab hib eigulegasta af dönsku guðfræðisbókuntim síðustu árin. Vitanlega eru innan um einstaka ritgjörðir, sem tæpast eru fyrir aðra en danska lesendur. Plestir hinir merkustu guðfræöishöf- undar Dana eiga ritgjörbir í þessu safni, fáeinar eru þýddar. Hver ritgjörð er í pjesa sjer, koma 6—8 misstórir pjesar á ári, sem, í einu 'bindi íyrir hvert ár, kosta 5 kr. Síöast í 5. árg. eru tillögur frá sjálfum útgefandanum til breytinga á hjónabands-rítúalinu, og verbur stuttlega skýrt frá þeim í næsta tölubl. Sameiningin, mánaðarrit hins ev.lút. kirkjufjelags ísl. í Vest- urheimi, 12 arkir á ári, 6. árg. Bitstj. sjera Jón Bjarnason í Winni- peg. Verð hjer 2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Rvík o. fl. víðsvegar um land. Kirkjublaðið kostar til nýárs 75 aura, átti að borgast fyrir 1. okt. Arg. 1892 — minnst 12 arkir — kostar 1 kr. 60 a. Inn á hvert einasta heimili á lanclinu. Sjera Porkell Bjarnason á B,eynivöllum fær af þessu tölubl. 25 til útbreiðslu í sínu prestakalli. Auk hinna ábur umgetnu gjafa- blaða í septbr. var útbýtt af því rúmum 50 til manna víðsvegar, sem gjörzt hafa kaupendur frá nýári. Af þessu tölubl. verður og útbýtt um 100 til kaupenda að næsta árgangi. RITSTJÓRI: ÞÓBHALLVll BJABNARSON. Prent að i ítafoldar prentemiðju. Reykjavik. Í8SÍ.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.