Kirkjublaðið - 01.10.1891, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.10.1891, Blaðsíða 10
68 áhrif á Ufernið, og að kærleikskenning lausnarans eigi ekki að eins að vekja aðdáun vora, heldur öfluga og stöðuga viðleitni, að láta hana hafa áhrif á hugsunarháttinn og breytn- ina. Menn hugsa nú án efa mikið meira um þá trú á fullorðnum aldri, sem þeim heflr verið kennd í æsku, en áður var, af því þekking manna er orðin miklu meiri og margbrotnari. Af þessu leiðir sjálísagt trúarefa hjá sum- um, en líka traustari sannfæringu hjá öðrum, en hugsun- arlítil venjutrú veitir. Jeg ber engan kvíðboga fyrir því, að kristin trú og kristilegt siðf'erði muni bíða sannan hnekki af upplýsingu og menningu, meðan jeg veit, að hinir upplýstustu og beztu menn hvervetna finna æ bet- ur og betur, að kærleikskenning þeirrar trúar er hið feg- ursta, bezta og eptirbreytnisverðasta, sem nokkurn tíma heflr verið boðað i heiminum. Jeg hygg þvert á móti, að eptirþvl sem hver þjóð, og hver einstakur maður verð- ur sannupplýstari, eptir því muni betur sjást, að höfuðatriði kristilegra trúarbragða, — en það er kærleiksrík, Guði helg- uð breytni, — sje í sínu innsta eðli samkvæmt því, sem göf- ugast og bezt er í mannssálinni, og að hin blessunarríku, siðbætandi áhrif kristinna trúarbragða eigi þá hægri að- gang að hjörtum mannanna en ella. ísl. kristniboð. —^— Seint í fyrra mánuði tókum vjer undirskrifaðir oss saman um, að reyna að styðja að því, að einhver lítil hluttekning af Islands hálfu yrði tekin í kristniboði meðal heiðingja, og þar með jafnframt yrði óbeinlínis stutt að hinu innra kristniboði meðal sjálfra vor; höfum vjer því leitað undirtekta ýmsra presta í þessu skyni, og 20 prest- ar þegar lofað að stvðja þetta mál, meðal annars með því, að leita samskota til kristniboðs í söfnuðum sínum. Þar sem þessir 20 prestar hafa tekið svo vel í þetta mál, leyfum vjer oss hjermeð innilega að mælast til þess, að aðrir embættisbræður vorir verði þeim og oss sam- taka í því að styðja þetta góða málefni af alhuga.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.