Kirkjublaðið - 01.10.1891, Síða 7

Kirkjublaðið - 01.10.1891, Síða 7
65 Opt heyrði jeg í uppvexti mínum talað um ýmsa lærdóma trúarbragðanna 1 kappræðum; bar þá annar brigður á, en hinn varði; en allt var slíkt fremur eins konar leikur, en að mönnum verulega dytti í hug að ef- ast um sannindi þeirra. Menn höfðu á barnsaldrinum tekið á móti trúarbrögðunum sem guðlegum sannindum, og það voru þau þá án efa flestum alla æfi. Níels Jóns- son skáldi t. d., sem alkunnur var fyrir norðan á yngri árum mínum, var einn af þeirn mönnum, sem mjög hafði gaman af trúarbragða-kappræðum, einkum við presta, og bar þá mjög á móti ýmsum kenningum kirkjunnar, en ekki var honum þetta neitt alvörumál, fremur en mörg- um öðrum. Prestur nokkur fyrir norðan, vildi ekki, að því sem jeg hefl heyrt, trúa á heilagan anda, — hvort honum hefír verið alvara, læt jeg ósagt — en hatði þó í lág- mælura, en svo kom samt að lokum, að hann hjelt þessu fram í samkvæmi, þar sem Níels var staddur, og fylgdi honum að máli Sigurður nokkur Benidiktsson, Níels and- mælti presti mjög og kvað síðan: »Bilkorn yar<) milli beggja banda, burtveik sjera Jón helgum anda, iöraðist þegar út hann gekk, en Sigurð Benidiktsson í staðinn, svo nokkuð yrði hættur skaðinn, sjer til andlegrar fylgdar fjekkc. Mótstaða sú, sem »Njóla« fjekk hjá almenningi, sýnir bezt, hversu annt mönnum var þá um trú sína, að minnsta kosti um lærdóminn um eilífa glötun; að bera nokkrar brigður á eilifa glötun þótti þá öllum hinum eldri mönn- um hin mesta óhæfa og guðleysi. Mjer er það í barns minni, hversu opt jeg heyrði talað um þá villukenningu í Njólu, að eilíf útskúfun væri eigi til, man jeg eptir því að hinir yngri menn sem greindir voru, fjellust á skoðun Njólu, þó þeir þyrðu eigi að fara hátt með, og væri í mjög miklum minni hluta; urðu einatt snarpar umræður um þetta efni, einkum þegar menn voru við öl. Aumk- aði almenningur Gunnlaugsen, sem hann bar annars mikla virðing fyrir, að hann skyldi verða til þess, að koma slíkri villu á lopt, en það er þeim kunnugt, sem þekktu

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.