Kirkjublaðið - 01.10.1891, Side 8

Kirkjublaðið - 01.10.1891, Side 8
66 Gunnlaugsen persónulega, að trúaðri og Guði handgengn- ari sál er ekki hægt að hugsa sjer. Níels orti móti Njólu, »Næturfælu« o. fl., og margir fleiri urðu til þess, bæði lærðir og leikir, að rita og yrkja gegn henni, og mun óhætt að fullyrða að naumast hafí nokkur íslenzk bók á þessari öld vakið aðra eins hreifingu, bæði með og mót, eins og Njóla gjörði. Margir af prestum þeim, er jeg þekkti til og heyrði umgetið í uppvexti mínum, voru sannkallaðir heiðursmenn, sem með stakri alúð gegndu köllun sinni, en hinir voru því miður nokkrir, sem mjög voru ölgjarnir, og hefi jeg opt síðan jeg kom til fullorðins-ára undrast, að þeir skyldu sitja i embættum sumir hverjir, og ekki miður liðnir af sóknarbörnum sínum, en þeir þó voru, enda mátti það með sanni segja að almenningur var þá prestum sínum góður, og galt þeim vel og skilvíslega það sem þeim bar, og þess heyrði jeg jafnvel getið, að ýmsir gyldu meira en lög stóðu til, jeg hygg að þá hafi sú skoðun eigi verið svo óalmenn, sem jeg heyrði greindan bónda einhverju sinni láta í ljósi í samkvæmi, þegar tiltrætt varð um presta og sýslumenn: »Prestinum mínum geld jeg með langtum betra geði«, sagði hann, »sýslumannsins hefi jeg aldrei þurft með í öllum mínum búskap, en prestsins leita jeg svo þrátt og opt, og hjá honum nýt jeg sífeldra góðgjörða«. Menn þekkti jeg, þó ekki væru margir, sem helzt vildu engan þjera nema prestinn, og fannst engum bera sá heiður nema honum. Fremur munu ræður presta þá hafa verið lakari en nú gjörist, enda hygg jeg að almenningur hafi þá ekki hirt mikið um, að ræðurnar gripu mjög inn í daglega lífið. Jeg heyrði það haft sem hnjóðsyrði um ræður, að þær væru siðferðisræður, ekki að tala um, ef einhverjum þótti komið við kaun sín i ræðu hjá prestinum; þá var sagt, að presturinn sletti á stólnum, og undu menn því hið versta. Bezt hygg jeg að mönnum hafl þá fallið í geð trúarsetningaræður, einkum ef þær lýstu tilfinningum; enda mátti heyra á mörgum prestum bæði í ræðum þeirra og endranær, að þeir trúðu því sjálflr fyllilega, sem þeir kenndu öðrum, og hlaut það mjög að styðja kenninguna.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.