Kirkjublaðið - 01.10.1891, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.10.1891, Blaðsíða 6
54 sjer ofvaxíð að gegna sama starfa í framkirkjunni, t>em meðhjálparinn í kórnum. Tíðast var það, að flestir fermdir menn voru til alt- aris einu sinni á ári, venjulega seinni part sumars, eða að haustinu, (— gamalt fólk heyrði jeg segja, að í æsku þeirra hefðu menn tíðast gengið tvisvar til altaris á ári.—) Á helginni áður, eða í vikunni fyrir altarisgönguna ljetu húsbændur prestinn vita, að þeir ætluðu að vera til alt- aris næstkomandi sunnudag, ásamt heimilisfólki sínu. Fastandi fóru altarisgestir venjulega til kirkjunnar þann dag, og þótti það ósiðsemi ef eigi skortur á lotningu fvr- ir hinní helgu athöfn, að borða nokkuð um morguninn áður. Ekki vandist jeg því að neinn af altarisgöngufólk- inu læsi skriptaganginn upp hátt áður en skriptað væri, en þess heyrði jeg getið um prest í Skagafirðinum, að hann hefði þann sið, enda mundi gamalt fólk að slíkt hafði tíðkast áður, og það hefur sagt mjer maður nú um sextugt, að þá er hann var nýfermdur, var hann þar til altaris, sem ein gömul kona af altarisgöngufólkinu, áður en skriptir byrjuðu, hóf að lesa skriptaganginn hátt, sem allir eða flestir nema hann tóku hndir, og kvað hann sjer hafa þótt það bæði nokkuð kátlegur og þó ó- skemmtilegur hljómur. Ekki held jeg að það verði sagt, að biflíulestur væri mjög almennur í uppvexti mínum, að svo miklu leyti jeg þekkti til, en af því bækur voru svo fáar, lásu að vísu þeir, sem fróðleikslöngun höfðu, töluvert meira í heilagri ritningu, en nú tíðkast, en rnenn lásu þá allt eins mikið gamlatestamentið eins og hið nýja, og virtust ekki telja neitt fremur áríðandi að kynna sjer, til að mynda dæmi- sögur Krists, svo sem söguna um hinn glataða son, held- ur en siðaspillingu þá við hirðir ísraels og Júðakonunga, sem konungabókunum og ýmsum öðrum bókum gamla- testamentisins er svo títt talað um, nje að lesa íremur píslarsögu drottins vors, en frásögurnar um styrjaldir Gyðinga. En stöku menn voru þá verulega biflíufróðir, og það miklu fremur en nú tíðkast, þó almenningur sjálf- sagt þekki nú betur frásagnarganginn allan, af því flest börn læra nú biflíusögur, sem þá var alls eigi títt.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.