Kirkjublaðið - 01.01.1892, Qupperneq 3
3
vjer metum því að öngu
að hálft það að eins eygjum vjer.
Vjer duptbörn dramblát erum,
þó dauðþyngd synda berum,
og skammt vor skynjun nær;
í lopti lengst vjer byggjum,
á listir ótal hyggjum
og allt af marki færumst fjær.
Að hug í hæð eg snúi,
á hjegómarm ei trúi,
ó, Guð minn, gef þú mjer,
og leið mig lífs á vegi,
að líkjast barni’ eg megi
með einfalt geð, sem þóknast þjer.
Þá æfi mín skal enda,
mjer andlát hægt virzt senda
og kvitt við sára kvöl;
og unn þess anda mínum
að eiga í himni þínum,
ó, Ijóssins herra, dýrðar dvöl.
Kalt andar aptansvali,
á augun sígur dvali;
send, faðir, friðinn þinn.
Mjer værðar veit að njóta,
en værð lát einnig hijóta,
ó, Guð, hinn sjúka granna minn.
Styr. Th.
Kristniboðið.
I. Bending um kristniboð.
Fyrir hjer um bil 20 árurn vakti sjera Gunnar próf.
Gunnarsson máls á því, að stotna islenzkt kristniboð; var
honum það mikið áhugamál; en þessa ágætismanns naut
skamma stund, og dó hann skömmu seinna; virtist svo
sem þessi kristniboðshugmynd dæi út með honum,