Kirkjublaðið - 01.01.1892, Síða 4

Kirkjublaðið - 01.01.1892, Síða 4
4 því að enginn hreifði henni eptir það í': mörg ár. En nú í sumar sem leið hefur sjera Oddur Gíslason vakið þessa hugmynd upp aptur, með því að hefjast máls á kristni- boði á svnodus, rita um það í Kirkjublaðið og stofna til nokkurra samskota í þessu skyni. Þessi kristniboðshug- mynd er í sjálfri sjer mjög fögur og bersýnilega sprottin af sannkristilegum anda; en enn þá er hún allt of óá- kveðin til þess að almenningur veiti málinu alvarlega athygli. Til þess verður að beina málinn í einhverja á- kveðna átt, og sjerstaklega gjöra sjer ljósa grein fyrir því, hvernig eigi að byrja. Það er um þetta atriöi, að jeg vil leyfa mjer að gjöra dálitla bending. Það er auðvitað ekki einskisvert að senda hjeðan fje, þótt lítið sje, til þess að styrkja kristniboð útlendra þjóða suður í löndum; en að líkindum mundi fje það, er fengist hjer, fyrst um sinn verða svo lítið, að þess sæi lítinn stað. Alþýða manna mundi lítið geta íengið að vita um, hvernig því fje yrði varið, og hlyti það að draga úr áhuganum, einkum í byrjuninni. En hvernig ættum vjer þá að byrja ? A því, sem oss stendur nær; en færa oss síðan lengra út, þegar góður rekspölur er kom- inn á. Það, sem hjer vakir fyrir mjer, eða það, sem jeg liygg heppilegast að byrja á, er það, að styrkja hið lú- terska kirkjufjelag Islendinga í Vesturheimi í baráttu þess fyrir málefni kristninnar. I fljótu bragði kann svo að sýnast, að hjer sje ekki um kristniboð að ræða; en því fer þó varla fjarri, því að hjer er um það að ræða, að sporna við því, að kristnir menn, og það vorir eigin land- ar, falli í heiðni. Eins og kunnugt er, er að minnsta kosti áttundi hluti allrar íslenzku þjóðarinnar kominn vestur um haf og býr á víð og dreif um afarmikið land- flæmi. A þessu stóra svæði eru að eins 4 íslenzkir prest- ar lúterskir, sem hafa íslenzka söfnuði, og má nærri geta, hve ónógt það er. Áður en farið er að sinna kristniboði meðal heiðingja, sýnist liggja nær að sinna ofurlítið þessu stóra broti af vorri eigin þjóð, sem svo víða er eins og sú hjörð, sem engan hirði hefur, og er því ver komið, þar sem allur fjöldi Islendinga í Vesturheimi skilur enn

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.