Kirkjublaðið - 01.01.1892, Síða 8

Kirkjublaðið - 01.01.1892, Síða 8
8 En þegar velja skal lög við sálraa, þá er það þó hvergi nærri nóg, þótt menn gæti alls þess, sem hjer hefur sagt verið, og forðist skerin og hætturnar, sem hjer eru nefndar. Það er ekki nóg, að velja góð og kirkjuleg sálmalög, skipta þeim síðan í flokka og hafa í öðrum þeirra sálmalög í takmarkaðra skilningi en í hin- um, taka síðan til hvers sálms, eins og verkast vill eitt- hvert lag í samkynja lagaflokki, og gæta þess eins, að það sje sambraga sálminum. Svo að segja í hverjum flokki allra sálmabóka geta verið sálmar með ýmsum blæ (gleðiblæ, ánægjublæ, alvörublæ, sorgarblæ o. s. frv.), og sje lagið við hvcrn sálm ekki valið sem næst efni hans og blæ, þá hlýtur lagið, sem þó á að vera túlkur ogfull- komnari sálmsins,—gjöra áhrif hans sem innilegust, minni- legust og bezt, —• að gjöra hið gagnstæða, og þessi sær- andi og nístandi mishljóðan (Dissonans) milli sálms og lags, lilýtur að ónýta sálminn að mestu eða öllu fvrir þeim, sem syngja hann eða heyra hann sunginn. Niðurl. ' Kirkjulega málgagnið. Fjallkonan heilsaði Kirkjublaðinu vinsamlega og kurt- eislega, er það hafði nýbyrjað göngu sína í sumar sem sem sjer í lagi eru ætlaíir tilíinningunni, fremur en íhugun skyn- seminnar. Þessi einkenni hefur mjer virzt að flest þau lög viö þá, sem jeg hef haft færi á að kynna mjer, haíi líka, en auðvitað eru sum þeirra eigi að síður i vorum islenzku eyrum eins ljeleg og sum eru ágæt. Til dæmis um slík lög má benda á í «Viðbæti« J. Helgasonar lagið við sálminn: «Gegnum hættur, gegnum neyð» (nr. 128), en til þess að lagið megi njóta sín, verður að syngja það talsvert fljótara en jeg hef heyrt það sungið, — og í «Nokkur fjór- rödduð sálmálög*. Rvíkl89L: «1 fornöld á jörðu var frækorni sáð» (nr. ti), «Jeg heyrði Jesú himneskt orð» (nr. 7), «Ó þá náð, að eiga Jesúm» (nr. 19 [a]), og »Til þín, Drottinn, jeg huga hef» (nr. 20). Eru þessi lög hvert öðru betra, einkum þó nr. 20, og hið óviðjatn- anlega, sannkirkjulega, nr. 7, eptir hinn fræga Henry Purcell (1658 —1695), sem Englendingar hafa kallað «hinn enska Orfeus», og sem í mörgu var fyrirmynd hins heimsfræga Handels [Emil Nau- mann: Illustrirte Musikgeschichte. Berl. und Stuttg. 1885]. 18 ára gamall varð hann organisti við Westminster-kirkjuna í Lundúnum.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.