Kirkjublaðið - 01.01.1892, Side 14
14
En skírnarinnar helgi sáttmáli er í því fólginn:
a?) afneita öllu illu og óguðlegu í hugrenningum, orðum og
gjörhum;
að trúa á Guð íöður, son og heilagan anda.
A að skíra harnið upp á þessa afneitun og þessa trú?
Að sjálfsögðu yrði fermingin að breytast í samhljóðun við
skírnina.
Orðunum til guðfeðgina viidi fundurinn víkja við eptir tillög-
um Kirkjúbl. Spurningar við hjónavígslu vildi fundurinn hata að
eins tvær, neínliega um »einlægan vilja« til að ganga í hjónabandið
og »alvarlegan ásetning« að hreyta vel í því. Sömuleiðis vildi fund-
urinn sleppa ritningarköflunum, sem lesnir eru upp á eptir hjóna-
vígslunni. Þeir sjera Magnús Jónsson í Laufási og sjera Pjetur
Jónsson á Hálsi vildu fá einhverja ritningarlesning í staðinn. Sömu
voru móti breytingu á skírnarsáttmálanum. Orðunum »sannur« og
»sannarlogur« vildi fundurinn sleppa við útdeilingu.
Mikið og margt var rætt um það, að prestar með aðstoð sókn-
amefnda stunduðu sem hezt uppfræðslu barna, og ályktaði fundur-
inn, að prestar skyldu framvegis í hveiri sólm halda árlegt próf í
maímánuði yíir öllum börnam 12—16 ára, sje sóknarnefndin þar
viðstödd og geíi ásamt prestinum vitnisburð um kunnáttu barn-
anna í kristindómi og öðrum námsgreinum. Skýrsla um próflð
sendist prófasti.
Pundurinn kenndi það hinum óhentuga tíma, hvað marga vant-
aði, og samþykkti að leita álits hiskups um það, hvort fáanlegt
væri, að hjeraðsfundur þar í prófastsdæminu yrði haldinn að
vorinu.
Þd athugasemd verður hlaðið að gjöra, að harla varhugavert er
að hreifa við sjálfum skírnarsáttmálanum, þessu erfðalje kristninn-
ar frá postulatímanum, — játning samfara afneitun. Þetta tvennt, af-
neitunin fyrst og síðan játningin — iðrunin og trúin — eru hin
óaðskiljanlegu skírnarskilyrði frá allra-elztu tímum. Afneitunin er
sýnanleg og sannanleg frá miðri 2. öld, en eflaust eldri. Það tjáir
með engu móti, að setja hana á bekk með særingunni, sem fyrst
kom á 3. öld, og var alls enginn óaðskiljanlegur hluti skírnarinnar,
og er því með rjettu farin, þó að Lúther hjeldi fast í hana, til að
minna á erfðasyndina. Skírnarsáttmálinn finnst mjer og í annan
stað óhugsanlegur, nema farið sje með hina postullegu trúarjátn-
ingu alla og orðrjetta. Yæri hjer um nokkra breytingu að ræða
vildi Kirkjuhlaðið helzf gjörast talsmaður þess, að hverfa frá hinni
»endurskoðuðu« handbók tíl hinnar eldri og taka upp beinu spurn-
ingarnar: Afheitar þú? Trúir þú? Eldri prestar, sem skýrt hafa
eptir báðum formálunum, munu væntanlega kannast við, að beinu
spurningarnar gjöra athöf'nina áhrifameiri (jeg hef reynt það við
að skýra eptir dönsku handbókinni), og það sem mestu varðar: