Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 4
52 hefðum vel mátt ranka við oss fyr en á síðasta tug Í9. aldar, að afnema biskupsembættið, sökum þess, að þáð hefði misst þetta forna vald. Eins og kunnugt er, eru prestakosningarlögin nú hin gildandi lög um veiting allra prestakalla á landinu, og að því leyti, sem söfnuðirnir hafa með lögum þessum fengið hluttöku í veiting hinna andlegu embætta, er máli þessu beint í hið forna horf. Nú á landshöfðinginn samkvæmt lögum þessum með ráði biskups að taka til 3 eða 2 af öllum umsækjendum hvers prestakalls, er söfnuðurinn á svo að kjósa um. Þessi hlutdeild biskupsins í veitingunni þykir nú afnemendum biskup'sembættisins ekki eyris virði. Því verður þó ekki neitað, að vald landshöfðingja í þessu efni væri að meira, ef biskupsembættið væri afnumið, og landshöfðinginn yrði einn um það, hverja hann setti á listann, og mun hægra væri þá fyrir hann að fara eptir sínum eigin geðþótta. Sama er að segja um afsetning geistlegra embættismanna, landshöfðingi ætti þar miklu hægra með að koma við hlutdrægni og gjörræði, væri hann einn i ráðum, heldur en nú, þegar hann er að minnsta kosti siðferðislega skuldbundinn til að taka til- lögur biskups til greina. Væri biskupsembættið afnumið, mundi prestastjettin því verða hinu verzlega umboðsvaldi miklu háðari en nú, en það hygg jeg, að hvorki hefði happasælar afleiðingar fyrir þá eða þjóðina. Annars er það hvorki rjett nje sanngjarnt, að gjöra ráð fyrir því, að landshöfðinginn sje jafnan svo einþykkur og gjörráð- ur, að hann virði ráð biskups að vettugi að þvi, er snert- ir skipun geistlegra embætta; hitt er miklu líklegra, að hann taki tillögur biskups sem optast til greina, sem þess manns, er skipaður er yfirhirðir safnaða og presta og hlýtur því eptir stöðu sinni að hafa yfirgripsmeiri og ná- kvæmari þekking á lögum safnaða og presta, en lands- höfðinginn, sem hefir svo mörgum annarlegum og ólíkum störfum að gegna. Þótt biskupinn hafi í þessu tilliti misst mikið af fyrra valdi sínu er ástæðulaust að ætla, að hann iiafi engin áhrif á veitingarvaldið, en í öðrum greinum hefir biskup- inn enn þá svo mikið vald, að hann sem andlegur valds-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.