Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 10
58 verulegt, rekur maður sig undir eins á fjeleysið. Allar sóknarnefndir landsins, allir hjeraðsfundir, jafnvel sjálf synodus heflr ekki eyrisvirði undir höndum til kirkjulegra framkvæmda. Safnaðarsjóðirnir, sem hjeraðsfundur Dala- manna talfærði 1891, og eru í rjetta sjálfstjórnarstefnu, munu enn eiga nokkuð langt í land. Umfarandi prjedikari yrði vitanlega fremur til vakn- ingar, veldist maðurinn vel, sem ætla mætti, ef um einn eða fáa væri að gjöra, en eigi sú starfsemi að vera meira en svolítil bóla á örlitlum bletti og um örstuttan tíma, fer hún strax að kosta töluvert fje, og er þar með sjálffallin eins og nú stendur. En hvað sem því liður, þá hefirKbl. ótrú á slíku farandtrúboði hjer á landi, allra helzt ef reyna ætti að reka það í líkum stýl og í Danmörku, og mætti færa ástæður fyrir því við tækifæri. Við slíku leik- manna-kristniboði mun nú eigi hætt, kann einhver að segja, og það mun satt vera, — en hvaðgetur þá bætt oss hina miklu starfsemi hins innra kristniboðs í Danmörku og flestum öðrum kristnum löndum? Það er aukin starfsemi prestanna, allra til samans og hvers einstaks í sínum verkahring. Þessi orð kunna nú ýmsum — og eigi sizt sjálfum prestunum — að virðast vera töluð af heldur litium kunn- ugleik, og jafnvel miður sanngjarnlega. Með löggjöf seinni ára heflr prestum fækkað og verkahringur margra við það færst út, og svo hafa ýmsar nýjar kvaðir verið lagð- ar á prestana. Það er mjög ranglátt að bera prestum á brýn meira hóglífl en öðrum starfsmönnum fjelagsins, þeir vinna yfir höfuð mest fyrir minnst kaup, vitanlega hafa sumir læknar vorir, sem mikið er leitað, tiðari og örðugri ferða- lög en prestar, enda er læknunum stöðugt fjölgað, en fjölgun prestanna reynist torsóttari, þótt hennar sje full þörf í stöku stað, vegna óheppilegrar brauðasamsteypu. Einnig er skylt að kannast við, að það er sjerstaklega eitt, sem prestar almennt stunda nú með meiri fyrirhöfn og kostgæfni en áður, og það er barnauppfræðingin. Hver sem lesið heflr Kbl., þennan stutta. tíma, sem það hefir staðið, hlýtur að játa, að afarmikill áhugi er vaknaður í

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.