Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 3
13Í henni, eða leitast við að ónýta hann, til þess nieð því nð fella sjálfa bygginguna í rústir. Þetta hefir og því betur tekizt, sem hinn takmarkaði mannsandi ekki gat gjört byggingar sínar ófcllanlegar; hinn heiðni manns- andi, sem ekki þekti aðrar uppsprettur til þess að ausa mátt sinn úr, en djúp sjálfs sln, hlaut að byggja á sandi. Hin einasta hugsana-bygging, sem þetta ekki verður sagt um er hin kristna trú eða kristindómurinn. Krist- indómurinn er ekki ávöxtur hins takmarkaða og veika mannsanda, hann er annars og æðri uppruna og eðlis, guðdómlegs eðlis, byggður á opinberun. Voldugri bygging reis aldrei frá grunni í andans heimi og mun aldrei rísa. Stórflóð og stormviðri hafa ráðist á þessa byggingu, en byggingin hefir enn ekki hagg ast og — Guði sje lof! — vjer erum þess fullvissir, að fyr muni himinn og jörð undir lok líka, en einn steinn í grunni þessarar byggingar haggast. — Aldrei hafa hugsana-byggingar mannsandans mætt slíkum árásum, slík- um óvinum og kristindómsbyggingin; mannsandinn hefir neytt allra krapta sinna til þess að íella hana í rústir, en því fer svo fjarri að það hafi tekizt, að segja rná, að hver ný árás hafi orðið nýr steinn í þetta veglega must- eri. Aðferð óvinanna hefir jafnan verið sú hin sama, að ráðast á grundvöllinn, til þess með grundvellinum að steypa sjálfri byggingunni, en sá grundvöllur, sem þessi bygging hvílir á er miraculum þ. e. lcraptaverlc. Kraptaverk! Ekkert orð er hvumleiðara hinum ó- endurfædda mannsanda en þetta orð, því hjer finnur hann það, sem hann ekki getur krufið, eða skilið, en það er einmitt einkenni liins óendurfædda mannsanda, að hann heimtar að geta skilið allt, komizt fyrir um orsak- ir alls, já leyst hinar leyndustu gátur mannlífsins, og allt Það, sem hann ekki fær skilið dæmir hann ómögulogt og tilveruiaust, og allt, sem byggist á slíku, hefir að hans aliti ekkert gildi. Ovinir kristindómsins hafa frá elztu tímum sjeð -— og það með rjettu —, að kraptaverkin eru grundvöllurinn undir kristindóminum og því reynt allt, er þeir gátu, til þess að sýna og sanna, að þau væru hugarburður einn, lýgi, hjátrú, fóstur ómenntaðs anda.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.