Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 7
135' er óspillt af heimínum, en Jesús vill hefja þetta með- fædda hugarfar, undir eins og sjóndeildarhringur barns- ins víkkar, hærra upp, og þess vegna hefir hann í bæn sinni kennt oss að ávarpa Gfuð þannig: »Faðir vor, þú sem ert á himnum«. Þannig lyptir hann barnshjartanu frá hinu sýnilega foreldri upp yfir hinn sýnilega sjón- deildarhring í hæðirnar til föður vor allra, sem allt fað- erni er nefnt eptir, og gjörir oss, sem er svo gjarnt á að hafa holdið og heiminn fyrir vorn guð, með því ljettara fyrir, sem sönn Guðs hörn að óttast, elska og treysta Guði fram yfir alla hluti. Annað hoðorð: »Þú skalt eigi leggja nafn Guðs þíns við hjegóma«. Hinn sanni guðsótti vekur vandlæt- ingu i hjartanu fyrir hátign og heilagleika Guðs, sem bannar manni að hugsa, tala eða gjöra nokkuð, sem óvirð- ir hans nafn, en býður honum aptur á móti að fram- ganga í heiminum í hreinskilni og grandvarleik Guðs. Jesús kennir oss að biðja um það í 1. bæninni: »Faðir vor, helgist þitt nafn«. Hin barnslega lotning fyrir Guðs heilaga nafni, sem þessi bæn vekur hjá oss, lætur oss jafnan finna þörfina á þvi, við hvert tækifæri, sem fyrir kemur í lífi voru, að biðja vorn himneska föður í allri þörf, lofa hann fyrir allar hans dásemdir og þakka hon- um allar hans velgjörðir til vor. Þriðja hoðorð: »Halda skaltu hvildardaginn heilag- an«. Guðhræddur maður leitar ekki að eins líkama sín- um hvíldar á helgidegi Drottins, frá sinum daglegu störf- um og umsvifum, heldur leitar hann einnig sálu sinni endurnæringar og uppfræðslu í Guðs heilaga orði. Það er mjög eðlilcgt, að kristnir menn haidi heilagan 1. dag- inn í vikunni, ekki að eins i minningu um, að Jesús Krist- ur reis upp frá dauðum á þeim degi, heldur einnig til þess að byrja með því að leita blessunar Drottins fyrir hin daglegu störfin á hverri viku, eins og Jesús býður °ss. »Leitið fyrst Guðs ríkis og hans rjettlætis, þá mun og allt þetta veitast vður« (Matt. 6,33). Vjer eigum að leita Guðs rtkis, bæði á helgum dögum og endrarnær og þess vegna kennir Jesús oss að biðja i 2. bæninni: Faðir vor, «til komi þitt ríki«, því vjer getum engrar sannrar farsældar

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.