Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 8
136 notið í þessu lífl nema vjer höfum Guðs riki í oss verandí og vjer lifum i því. Fjórða boðorð: »Heiðra slcaltu föður þinn og móður«. Eptir Guðs vilja og tilætlun eiga allir þeir sem á ein- hvern hátt eru yflr oss boðnir að ganga oss í foreldra stað og eru oss eins og sannir foreldrar, vjer eigum þvl að heiðra þá, en það getur ekki verið sönn virðing, sem vjer sýnum þeim, nema vjer sýnum þeim jafnframt elsku og hlýðni. En liver guðhræddur maður flnnur í hjarta sínu, að þó hann eigi yflr öðrum að segja, þá á hann samt æðri yfirboðara yflr sjer og að Guð er vor æðsti yfirboðari og hver sem á yflr öðrum að segja, er til þess settur at Guði. Guðs vilji á því að vera ráðandi og ríkj- andi í allri sambúð vorri og breytni hver við annan í hverri helzt stöðu, sem vjer erum, eins og post. Pjetur segir (l.Pjet. 4, 10): »Hver þjóni öðrum eptir þeirri gáfu sem hann heflr þegið, elns og góðir ráðsmenn margvís- legrar Guðs náðar«. Um þetta kennir Jesús oss að biðja í 3. bæninni: Faðirvor, »verði þinn vilji svo d jörðu, sem á himni« Fimmta boðorð: »Þú sJcalt ékki manndeyða«, bann- ar oss að taka oss vald yfir lífi og heilsu sjálfra vor og náunga vors, svo að vjer skerðum það á nokkurn hátt, heldur kostum kapps um að varðveita það eins og dýr- mæta Drottins gjöf. Sjötta boðorð: »Þú shalt eigihórdóm drýgja«, bann- ar oss að láta óhreinar girndir koma oss til að láta á óleyfilegan hátt eptir fýsnum vorum í sambúð milli karls og konu, heldur skuli hvort kyn lifa í hreinlífi og siðsemi saman hvort við annað, bæði 1 hjónabandinu og utan þess. Sjöunda boðorð: »Þú slealt eigi stela«, bannar oss j að taka oss á óleyfilegan hátt vald yfir fjármunum sjálfra vor eða náunga vors, heldur skulum vjer í allri með- ferð þeirra gæta rjettvísi og sóma. Þessi 3 boðorð innibindur Jesús í 4. bæninni: Faðir vor, »gef oss í dag vort daglegt brauð«. Með því að kenna oss að biðja um það, minnir hann oss á, að vjer verðum að þiggja allt, sem vjer höfum, hjá vorum himn- eska föður og höfum því ekki ráð yfir því framar en

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.