Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 14
142 Sem sagt, préstakosningarlögin vinna fullt gagn sem stendur, og geta vel enzt oss út öldina óbreytt. f Sjera Eiríkur Ó. Kúld, prófastur, andaðist að heimili sínu, Stykkishólmi, 19. f. m., 71 árs að aldri. Hann var elztur þjónandi prestur og síðastur Bessastaða- skólamaður í prestsembætti. Maður, gjörkunnugur sjera Eiríki heitnum og jafnaldri hans, lýsir honum svo: »Yjer ætlum víst, að prófastur E. 0. Kúld eigi þann orðstír skilinn, að hann hafi verið einkar-skyldurækinn maður og fáir hafi tekið honum fruin í því efni, og eigi lagzt neitt það undir höfuð, sem honum bar að gjöra, sem em- bættismanni, eða dregið það að óþörfu og jafnvel eigi það, sem hann hefði getað vitalaust leitt hjá sjer, ef það heyrði embætti hans til, og þessi skyldurækni mun hafa að ílestra ætlun dregið hann nú til bana. Hann var og maður stilltur og hóglyndur, vorkunnlátur við gjaldendur og lítt eptirgangssamur um þau gjöld, sem bonum báru, og hjálpsamur við fátæka, enda var hann ástsæli, virtur og elskaður af sóknarbörnum sínum, sem munu sakna hans mjög, eins og allir sem hann þekktu. Hann vildi í öllu koma fram til umbóta. Hann var trúmaður mikill, og vildi í öllu efla trúrækni og góða siðu. Hann var maður laus við allan sjerþótta og stórmennsku. Yflr höfuð að tala var hann hið mesta prúðmenni í hverju einu«. *S'jera Eiríllur Kúld, Ólafsson prófasts Sigurðssonar, var f. í Fiatey á Breiðaíirði 12. júní 1822. Hann útskrifaðist úr Bessa- staðaskóla 1843 með ágætum vitnisburði, vígðist aðstoðarprestur til föður síns í Flatey 1840 og fjekk Helgafell 1860, varð prófastur í Snæfellsnessprfd. 1875, sæmdur riddárakrossi 1887. Hann var þing- maður lengst af frá 1853—85. Kona hans Þurríður Sveinbjarnar- dóttir Egilssonar rektors lifir hann og 1 sonur, Brynjólf'ur, kand. fíl. Synodus 1893. Auk þeirra sem getið var síðast voru viðstaddir prestarnir Einar Jónsson, Skúli Skúlason. Ólafur Finnsson, Yaldimar Briem Brynjólfur Jónsson, Ólaf'ur Ólafsson frá Arnarbæli, Jens Pálsson, Jóbann Þorkelsson, Þorkell Bjarnason, Magnús Andrjesson, Sig-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.