Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 12
140 upp, verður eflaust eigi meir en fjórði hluti presta vorra ókosinn í embættnm. Af hinum kosnu prestum er fullur helmingur nýir menn í embættumogeptirþviættiprestastjett vor að kasta ellibelgnum tuttugasta og fjórða hvert ár, eðaprestar vorir ættu að endast að meðaitali i ein 24 ár, en eflaust er það nokkuð lengur, þvi að þessi síðastliðnu ár hefir viðkom- an verið meiri við það, að lausu brauðin hafa rjett að segja öll gengið út, og munar meira um það, en hvað presfaköllunum hefir fækkað við löggjöf síðari ára. Prestar sem í embættum voru á undan prestakosn- ingarlögunura, og þó einkanlega hinir eldri, voru óneit- anlega mjög svo afskiptir við þessi lög, prófasts-að- gangurinn till beztu brauða innanhjeraðs og vonin eða fyrirheitið sem gefið var umsækjendum hinna fátækari brauða varð að litlu sem engu. Hlutur yngri jiianna batnaði að sama skapi. Þessi ójöfnuður hverfur smám saman og telja má það fremur happ en óhapp, að prest- ar skipta sjaldnar um brauð, en áður gjörðist, sem eðli- lega leiðir af kosningarlögunum, auk þess sem brauðin eru nú jafnari að tekjum en áður. Fæstir prestar raunu óska lög þessi úr gildi numin og eðlilega telja söfnuðirnir þau mikilsverða frelsisgjöf. Það verður eigi sýnt með rökum, að söfnuðirnir hafi beitt þessum rjetti sinum miður en skyldi. Piðlilega heflr kom- ið fram kapp við prestakosningar á stöku stöðum, en við því verður eigi gjört, það er sjálfgefið með kosningar- frelsinu; aðferðin getur verið misjafnlega góð, en þá er að víta hana. Þaðerað eins eitt sem Kbl. vildi takafram og brýna sem bezt fyrir kjósendum, og það er að binda sig eigi við neinn umsækjanda fyr en þeir vita um alla sem í kjöri verða, og það erósanbgjarntafkjósendum, að reyna að takmarka hluttöku kirkjustjórnarinnar í veitingunni með því að heimta einhvern vissan mann í kjör. Hjer á það við, sem optar, »að eigi er það ráðið að bæði sje, að vjer kjósum og deilum«. Þingið er sem stendur að fjalla um breytingu á þess- um lögum; neðri deild vill að allir umsækjendur komist í kjör, efri deild vill fara aptur á bak og takmarka kosn-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.