Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 4
]3 2 Frá því sjónarmiði ráðast þeir á kristindóminn sjálfan og segja, að andastefna, sem byggð sje á slíkum grund- velli, geti aldrei að eilífu verið sönn; kristindómurinn sje því hugarburður einn, sem mannsandanum sje ósamboðið að beygja sig fyrir. En nú hafa menn, sem annars hafa borið vinarþel til kristindómsins, en ekki skilið hann frá rótum, viljað fara einskonar miðlunarveg og sleppa kraptaverkunum. Þeir kenna, að kristindómurinn stanai jafnt eptir sem áður, þótt kraptaverkin sjeu skorin frá honum. Þeir vilja fórna vísindamönnunum þessari hneykslunarhcllu, nema burtu öll þau trúarsannindi, sem byggjast á krapta- verkunum og ætla, að þeir ineð því geti bjargað kjarn- anum í kristindóminum, hinum eiginlega kristindómi, er þeir nefna svo. En hvað er það, sem þessir menn ætla, að sje kjarninn í kristindóminum, hinn eiginlegi kristin- dómur? Þeir ætla, að það sje hin siðferðislegu sannindi, siðalærdómur kristindómsins, en slík skoðun er misskiln- ingur á eðli kristindómsins, því í innsta eðii sínu er krist- indómurinn ekki eingöngu kerli siðferðilegra sanninda nje trúarsanninda, nei kristindómurinn byggir fyrst og fremst á sögulegum viðburðum, en vel að merkja sögu- legum viðburðum, er allir meira eða minna standa í sam- bandi við eitthvað yfirnáttúrlegt, við kraptaverk, undur og stórmerki. Uppruni kristindómsins, hin guðmannlega persóna stofnanda hans er hið mesta stórmerki, allt líf hans hjer á jörðu frá fæðingunni til himnafararinnar er stór keðja kraptaverka, undra og stórmerkja. Já öll sig- urför og allar sigurvinningar hinnar kristnu trúar, bæði í lífi þjóðanna og í hjarta einstaklingsins, er og verður eitt stórt og ómótmælanlegt kraptaverk. Þegar menn því vilja nema allt hið yfirnáttúrlega: kraptaverk, tákn og stórmerki, í kristindóminnm burt, þá er það enganveginn hið sama, sem að skera nokkur blöð eða smágreinar frá stofninum, því það er miklu fremur hið sama sem að höggva sundur sjálfan stofninn á lífstrje kristindómsins. Sjeu kraptaverkin gjörð útlæg úr kristindóminum, hlýtur hann að missa hið lífskapandi afl sitt, visna eins og trje það, sem svipt hefir verið rótum sínum.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.