Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 13
Í4t ingarrjettsafnaðannítmcðþví Akvæði að 2/s greiddra atkvæða þuríi til þess að kosning safnaðarins sje bindandi fyrir veitingarvaldið. Kbl. óskar hvorugu þessu framgangs. Hjer ræðir eigi einungis um þjóna safnaðanna heldur og um embættismenn ríkisins, sem fá að Ijeni bújarðir og hafa aðrar eignir kirkjunnar undir hendi; því er eigi nema eðlilegt að kirkjustjórnin hafi líka hluttöku f veit ingunni, og eigi verður lmn sökuð um gjörræði í valinu til þessa. Sízt er það og rjettlátt að svo komnu að skerða enn meira hinn litla rjett, sem eptir er skilinn eldri prest- um, að ganga fyrir til kjörsins. Það er ogóefað, að þegar sú tíð kemur að kirkjan verður að öllu skilin frá ríkinu, þá mun hin kosna kirkjustjórn eigi síður en nú hafa hönd í bagga með veitingu prestsembætta. En því síður er ráðlegt að hverfa i apturhaldsáttina í þessu máli; þess gjörist engiti þörf, og mundi verða mjög illa tekið af söfnuðunum. Það er að vísu eitt ákvæði í frumv., eins og það komur frá efri deild, sem er í rjetta stefnu og væri til bóta, og það er að biskupinn einn velji í kjörið, en varla tekur að breyta lögunum vegna þess eins, því alkunnugt er að tillögur biskups í því efni munu undantekningarlaust fá staðfestingu landshöfðingja, Þaðerannaðatriði í framkomu biskupsvaldsins, sem minn- ast mætti á í þessu sambandi, en til þess þarf engin laga- setning að koma. Biskup getur ueitað að taka i kjör kandidata, sem hann álítur miður hæfatil að takastá hend- ur prestsembætti. Það mundi seint verða beitt þvingun- arvaldi til að neyða biskup tii að prestvígja mann, sem hann vildi frá skilja. Hjer skal eigi dæmt um liðinn tíma, prestafæðin kann og að hafa verið nokkur afsökun. Að þessu valdi sje beitt sem strangiegast óska allirkirkj- unnar menn. Það kann sumum, ef til vill, að þykja það nógu fróð- legt að vita það, að vjer fengum staðfestingu konungs (eigi síður en sjálfa lagasetning þingsins) e'inmitt vegna þess, að ráðgjafinn eptir sínum kunnugleika áleit, að óliæf- ir menn hefðu komizt hjer í preststöðu og ljet því, reynd- ar hálfnauðugur, tilleiðast að selja veitinguna í liendur saínaðanna.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.