Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 9
137 eptir því sem hann leyfir oss, og eigum að verja því öllu eptir hans vilja og boðum, en ekki eptir eigin geðþótta í þjónustu vorra holdlegu fýsna. Hann innibindur það allt í orðinu daglegt brauð, til þess að kenna oss nægjusemi með það, sem er að eins til nauðþurftar. Attunda boðorð: »Þú skalt eigi Ijúgvitni bera gegn náunga þínum«. Þetta boðorð bannar oss alla lýgi og fals í orðum, ómilda dóma um náunga vorn og allt sem óvirðir eða skapraunar náunga vorum með orðum vorum. Oss er svo hætt við, eins og .Jesús segir, að sjá flísina í auga bróður vors, en gæta eigi að bjálkanum í voru eig- in auga. Jesús kennir oss að stinga hendinni í vorn eigin barm og gæta þess, hve mjög vjer erum sakfallnir við Guð og biðja í 5. bæninni: Faðir vor, »fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vjer og fyrirgefum vorum skuldunautum«. Með þessari bæn lætur hann oss sjálfa setja það skilyrði fyrir bænheyrslu um fyrirgefniugu hjá föður vorum á himnum fyrir sjálfa oss, að vjer fyrirgefum náunga vor- um það sem hann brýtur á móti oss, svo að vjer eins og sönn Guðs börn innrætum oss sáttfúst og umburðarlynt hjarta, er færi alla hluti til betri vegar fyrir vorum breysku bræðrum. Niunda boðorð: »Þú skalt eigi girnast liús náunga þins, og tíunda boðorð: »Þú skalt eigi girnast eiginkonu náunga þíns; þjón, þernu, fjenað eða annað, sem hans er«. Bæði þessi boðorð banna oss að láta hinar vondu girndir fá vald yfir oss og vekja hjá oss öfund eða ásælni, heldur skulum yjer vera ánægðir með það, sem Guð gef- ur oss og unna náunganum þess, sem Guð gefur honum og hjálpa honum til þess að hann haldi því. »Sjerhver freistast dreginn og veiddur af sinni eigin girnd«, segir post. Jakob (1, 14); með þessum orðum bendir hann oss á, að það sjeu girndirnar innan frá sjálfum oss, sem freisti vor, ogJesús segir (Mark. 7, 21—23): »Innan frá hugskoti mannsins koma illar hugrenningar, hór, frillulífi, manndráp, þjófnaður, ágirnd, illmennska, hrekkvisi, óstjórnlegt líferni, öfund, lastmæli, drambsemi, heimska, allir þessir vondu hlut- ir koma að innan og saurga manninn«. Af þessu verður

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.