Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 11
139
innihald, heldur beinlínis hið sama; það er samí andinn
hins lifanda Guðs og eilífa kærleika, sem gengur í gegn
um hvottveggja, og Jesús Kristur, sem er ljós heimsins
og sannleikurinn sjálfur, áleit hvorki boðorðin úrelt eða,
að hann væri upp úr því vaxinn að uppfylla þau í orði
og verki. Boðorðin eru lögmál, sem í öndverðu voru
skrifuð af skaparans hendi á hjörtu mannanna, en þegar
þeir fjellu í synd og hjörtun spilltust, þá máðist það let-
ur af hjörtunum, sem á þau var ritað, svo að Guð ljet
rita það á tvö steinspjöld, svo það skyldi ekki algjörlega
afmázt af jörðinni og Jesús segir: »Þangað til himinn og
,]örð forgengur, mun ekki hinn minnsti bókstafur eða titill
lögmálsins líða undir lok unz því öllu er fullnægt« (Matt.
5, 18). Bænirnar eru andvörp frá hjarta hins týnda Guðs
barns upp til föðursins á himnum um styrk frá honum
sem i veikum er máttugur til þess að fullnægja lögmál-
inu. Eins og fuglinn lyptir sjer á vængjum sínum upp
frá jörðinni, eins lyptir Guðs barn sjer í bæninni upp að
hástóli föðursins á himnum, til þess að sækja þangað, til
hans, sem í oss verkar bæði að vilja og framkvæma,
máttinn til að fullnægja því sem hann skipar.
Þegar vjer heyrum eða lesum, að upplýsing 19. ald-
arinnar sje vaxin upp úr boðorðunum, sem sje orðin úr-
elt og eigi ekki við þessa tíma, og þegar verið er að stinga
upp á breytingum á þeim, þá segjum vjer með post. Páli:
»Onýtum vjer þá lögmálið með trúnni ? Fjærri fer því, held-
ur staðfestum vjer lögmalíð«. — »En vjer vitum, að lögmálið
er gott fyrir hvern þann, sem hagnýtir sjer það rjettilega«.—
»En holdlega sinnaður maður skilur ekki það sem Guðs
anda tilheyrir; því það er heimska fyrir honum«.
JÓN GUTTOBMSSON.
------5==,$,=^----
Prestakosningarlögin.
Lögin eru vel hálfnuð mcð 7. árið og helmingur íslenzkra
safnaða, eða því sem næst, hefir samkvæmt þeim átt
hluttöku í vali presta sinna. Að fullum 7 árum liðn-
um, þegar hinn fyrsti dagur hinnar nýju aldar rennur