Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 01.08.1893, Blaðsíða 16
144 Kirknafrumvarp sjera Þórarins er komið frá nefná neðri deildar með nokkrum breytingum: Kirkjusjóðurinn á aö vera sam- eiginleg eign allra kirkna er í hann greiða; bændakirkjur eru und- anskyldar, nema eigendur samþykki. Legkaup og skylduvinna við kirkjurog kirkjugarða falli burt, allt greiðist með hinu eina kirkju- gjaldi, sem nefndin hefir fært niður úr 1 kr. niður í 75 a. fyrir hvern fermdan mann. Það væri stórkostlegur ávinningur að fá svo óbrotin og ákveðin lög. Sameignin er stærsta nýungin og um leið þýðingarmest. Kröf- urnar verða afar-miklar til hins sameiginlega sjóðs og vandasamt verður að miðla úr honum, en hvað um það, sameignin er eini vegurinn til að koma kirkjum landsins í sæmilegt stand. Afnám skylduvinnunnar, sem er ærið óákveði.i, og illframkvæmanleg, eink- anlega í kaupstöðum, verður mjög svo þakklátlega þegið. Eptir er að sjá, hvort hinn sameiginlegi sjóður má við sínum miklu gjöld- um, verði nefskatturinn eigi hærri en 75 aurar, en bót kann að ráðast á því, er kirknafjeð ávaxtast framvegis fyrir sjálfar kirkj- urnar. Kbl. mun flytja meira um þetta mál, hvernig sem því reiðiraf á þinginu, og lengi hefi staðið til, að blaðið flytti bendingar frá byggingarfróðum mönnum, um smekklegar og haganlegar kirkju- flyggingar- Stjórn liiiina andlegu mála var vísað til kirknafrumvarps- nefndarinnar í neðri deild. Eins og fyrir mátti sjá. fær það frum- varp engan byr, en æskilegt væri, að það yrði að minnsta kösti rætt á þinginu, ef ske kynni, að hin stóra vandaspurning um að- skilnað ríkis og kirkju. skírðist að nokkru af hálfu löggjafar- valdsins. Safnaðarstjórnarlögin hafa fengið breytinguna, sem stjórn- ín fór fram á og getið var í siðasta tölubl. „Almannafriðurinn“ er kominn til efri deildar, vínsalan á helgum dögum er fallin burt. Kongsbænadagurinn er orðinn virkur dagur í neðri deld. Prestvígðir voru 16. f. m. Einar Pálsson að Hálsi, Ofeigur Vigfússon til Holtaþinga og Sigurður Jónsson til Þönglabakka. Bindindi presta: Við heflr bætzt undir bindindisyfirlýsing presta (Kbl. II, 12): Sjera Jón Pálssson á Höskuldsstöðum. Samskot til ekkju sra P. M. Þ.: Sjera J. J. Stf. 5 kr. Hjeraðsfundaskýrslur óskast (sbr. Kbl. III. 1.). Sameiningin, mánaðarrit hins ev. lút. kirkjufjel. Isl. í V.-h., 12 arkir, 8. árg. Ititstj. sr. Jón Bjarnason í Winnipeg. Verð hjer 2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Rvík o. fl. víðsv. um land.' Kirkjublaðið — borg. f. 15. júlí — skrifleg uppsögn sjekom- in til útgefanda fyrir 1. októb. — 15 arkir auk smárita. 1 kr. 50 a. 1 Vesturheimi 60 cts. Inn á hvert einasta lieimili. EITSTJÓRI: ÞÓRHALLUR BJABNAIiSON. Prentað í ísafoldar prentsmiðju. Eeykjavík. 1893.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.