Kirkjublaðið - 01.10.1893, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Blaðsíða 12
188 12 kvennpostular skiptust á til að hugga og fræða hinn auma lýð. Sjálf var Elísabet hálta og heila dagana inni hjá bandingjunum, og hugfangnir hlustuðu þeir á hana; þegar hún las fyrir þeim og þýddi dæmisögur frelsarans um verkamennina í víngarðinum, sem komu fyrst um elleftu stund, og um hinn týnda sauð, hinn mista pening og hinn glataða son. Kristindómsboðskap varðhaldsprests. ins höfðu bandingjarnir ekki haft að neinu. Hann gjörir þetta fyrir peninga, sögðu þeir og svo hötuðu þeir hann sem kúgara sinn og kv'alara, af því að hann átti sæti í varðhaldsstjórnarnefndinni. En bandingjarnir viknuðu við þennan sjálfboða kærleika, og Elísabet sagðist hafa feng- ið dýrðlegasta sönnun fyrir sannleika opinberunarinnar í prísundunum. Áhrifum orðsins, og þá allra helzt lestri og heyrn sjálfrar ritningarinnar treysti hún bezt. En hún ljet eigi sitja við það eitt, hún var einkar stjórnsöm og röggsöm í öllum framkvæmdum. Hún kom á nokkurs- konar sjálfstjórn hjá bandingjunum. Þeir settu sjer fast- ar reglur og kusu menn úr sínum flokki til að gæta þeirra. Hún kom og á barna og unglingaskólum í prís- undunum, því að einn ósiðurinn var það, að fjöldi barna hýrðist hjá mæðrum sínum í þessum vistarverum. Ávöxturinn af starfsemi hennar kom brátt í ljós. Þar sem hún og stallsystur hennar höfðu starfað svo sem mánaðar tíma varð allur annar bragur á háttum og lífi fanganna. Almenningsálitið vaknaði og þing og stjórn krafði hana sagna og leitaði hjá henni ráða hvernig bæta skyldi. Hún krafðist þess næst á eptir umbót sjálfra fangahúsanna, að karlar og konur væru ekki samvistum í prísundunum, að góðar og guðræknar konur hefðu allt eptirlit með ófrjálsum konum, allir bandingjar væruflokk- aðir og greindir eptir aldri, sakargiptum og öðrum kring- umstæðum, að fangarnir mættu lifa einskonar fjelagsiífi með dálítilli sjálfstjórn, sem hinir beztu og færustu í þeirra flokki hefðu á hendi, að sjeð væri fyrir nægilegri vinnu handa föngunum við hvers hæfi, að unglingum og enda eldri fáfræðingum væri veitt kennsla í prísundunum, og að konum, sem gefa vildu líf sitt út til þess, væri veittur aðgangur til fanganna, þeim til sálubótar og hugg-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.