Kirkjublaðið - 01.11.1893, Qupperneq 8

Kirkjublaðið - 01.11.1893, Qupperneq 8
200 slíks söngkvers, að sálmarnir væru »ljósir og hjartnæmir og lagaðir eptir þekkingu barnanna og skilningsþroska«. Kbl. vill sem minnst dæma um rit sjera V. B., hann er of nákominn blaðinu til þess, en óhætt er að segja það, að barnasálmar hans hafa þessa kosti til að bera. Sálmarnir eru 50 talsins og lögin jafnmörg, svo að sálmakver þetta verður eigi síður hentugt og tilbreyti- legt söngkver. Blaðsíðurnar eru jafnmargar, sálmur á síðu, enginn lengri en svo. Yfir flestum sálmunum stend- ur ritningarstaður, sem eins konar texti. Fremst eru jólasálmar, aptast sálmar út af faðir-vori og blessunarorð- unum. Sunnudagaskólinn hjer í Reykjavík varð fyrstur til að nota hið nýja sálmakver við guðsþjönustu sína, höfðu vinir skólans gefið honum um 50 eintök. Það er ekkert efamál, að sálmar þessir verða sungnir í öllum barna- skólum landsins, jafnskjótt og kennararnir kynnast þeim, og betra kver geta foreldrar eigi að sinni gefið börnum sinum. Áskorun frá ritstjóra Kirkjublaðsins í tilefni af stofnun íslenzks bókasafns í Winnipeg. Þegar Kirkjublaðið í fyrsta skipti (Kbi. I., 3.) minnt- ist hins fyrirhugaða skóla kirkjufjelagsins í Vesturheimi, tók það fram, að samhliða skólanum þyrfti að koma upp íslenzkt bókasafn í Winnipeg, svo fjölskruðugt sem kost- ur væri. Kbl. var því ánægja að flytja þá fregn í skýrslunni frá síðasta kirkjuþingi íslendinga vestra, að undirstaðan erlögð til bókasafnsins með því, að kirkjuþingsmennirnir gáfu og lofuðu framt að 800 kr. til að kaupa fyrir bóka- safn sjera Eggerts heitins Brím, en það safn kvað vera einkar heillegt að íslenzkum blöðutn og tímaritum. Safnið er þegar farið vestur og verður gefið hinni fyrirhuguðu skólastofnun. Þó að bókasafn þetta verði þannig eign eins sjer- staks fjelags meðal íslendinga, þá má eflaust treysta því,

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.