Kirkjublaðið - 01.11.1893, Qupperneq 15
207
6 prestar af 8 og 14 f'ulltrúar af 20. Sjera Elggért fálssotl á Breiða-
bólsstað flutti ræðu á undan og lagði út af Hebr. 2, 1.—3.
Prófskriptir ungmenna frá vorinu, voru lagðar fram á fund.
og virtust á framfaravegi. Unglingapróf höfðu víða verið haldin,
en skýrslur vantaði. Skorað var á sýslunefndina að veita að
minnsta kosti 25 kr. á prestakall til umgangskennslu og auk þess
til skólans í Þykkvabænum.
Fn.nd. samþykkt að Hagakirkja kæmi í umsjón safnaðarins.
Skotið var saman til prestaekknasjóðsins.
Kirknaf'rumvarpið frá siðasta þiugi var lesið upp cog eptir
alllangar umræður komst fund. að þeirri niðurstöðu, að æskilegt
væri að breyta hinu núverandi gjaldi til kirkna í ákveðið gjald
á hvern fermdan mann, að öðru leyti var fund. að ýmsu leyti
mótfallinn frumvarpinu».
5. Hjeraðsfundur Mýraprófastsdæmis var haldinn 12.
sept. Rigningar og vatnavextir hömluðu mönnum að sækja fund-
inn, svo hann var fámennari en ella. Helzta sem kom þar til um-
ræðu auk hinna vanalegu verketna: kirkjureikninga og barnaupp-
fræðslu, var það nýmæli, að leggja Hjörseyjarkirkju niður, en stækka
Akrakirkju. Et- það málefni komið vel á veg, en varð eigi útkljáð
á þessum hjeraðsfundi vegna ónógs undirbúnings.
Þessi síðasta tundarskýrsla er send af prófastinum.
Sminudagaskóli Reykjavíkur heldur áfram í vetur undir
forustu Bjarna kand. Símonarsonar, sem síðasta vetur var einn
helzti aðstoðarmaður Jóns kand. Helgasonar. Auk forstöðumanns-
ins kenna á skólanum 7 aðrir ungir guðfræðingar. Skólinn hefirverið
sóttur undanf'arna sunnudaga álíka og siðastliðinn vetur, nokkuð á
annað hundrað barna. Kennsluaðíeiðin er hin sama og áður. Bæj-
arstjórn Reykjavíkur veitir hús og hitun ókeypis eins og síðastlið-
inn vetur.
Á prestaskólanum eru í vetur 2 í eldri deild: Ásmundur
Gíslason frá Þverá í Fnjóskadal og Heigi P. Hjálmarsson frá Nes-
löndum við Mývatn, og 4 í yngri: Benedikt Þorvaldsson Gröndal
frá Stykkishólmi, Jón Stefánsson frá Ásólfstöðum í Gnúpverja-
hreppi, Páll Hjaltalín Jónsson úr Reykjavík og Pjetur Hjálmsson frá
Hamri í Mýrasýslu.
Lenging námstímans til 3 ára, sem heíir verið getið, kemst
væntanlega á innan skamms, enda er nú hinn hentugasti tími.
í Kjörl um Helgafellsprestakall eru: Sjera Helgi Árnason í
Ólaf'svík og prófastarnir sjera Sigurður Gunnarsson á Valþjófsstað
og sjera Sigurður Jensson í Platey
Brauð veitt, 28. f'. m., Eyvindarhólar í Rangárvallaprfd. kand.
Gísla Kjartansyni, samkvæmt yíirlýstum vilja safnaðar.