Kirkjublaðið - 24.12.1893, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 24.12.1893, Blaðsíða 8
228 »Hlýddu — og muntu lifa!« Það var krafa lögmálsins, sem enginn gat uppfyllt. Það var hin horfna Eden, sem hann fjekk að sjá, en ekki skoða; hann fjekk að vita hvað það var, sem hann þráði, fjekk að sjá það sem hann gat aldrei náð, að sjá yfir um, en ekki að Jcoma yfir um. Dauðahaflð var á milli. Dauðans haf, sem enginn var þá fær um að stiga yfir, lukt gljúfrum og hengiflugum, þögult sem gröfln, dimmt eins og nóttin, geigvænlegt eins og óvissan. Hvernig á jeg að komast yfir dauðans haf ? Hingað yfir til hins fyrirheitna lands? Rís mjer engin von, rennur mjer engin huggun, eng- in stjarna, engin sól, hjerna megin við Dauðahafið? Jú, lof sje Guði, hjerna megin eru Betlehemshæðir, hjerna megin Síon, hjerna megin OHufjalIið, hjerna meg- in Golgata. Já, á Betlehems ófrjósömu, grýttu hæðum, sje jeg fyrst dagsbrúnina renna. »0, þú Betlehem Effrata!^ Þaðan átti að koma sá, sem konungarnir og keisar- arnir í allri sinni dýrð, og kotungarnir og þeir aumu i allri sinni örbirgð beygja sín hnje og höfuð fyrir og segja: »Blessaður sje sá, sem kemur í nafni Drottins«. Þar sje jeg dagsbrún renna, dagsbrún vonarinnar, trúarinnar og kærleikans. Fjallið Móría sveipast hinum fyrsta dagsbjarma — gylling morgunroðans sveipar mjúkum gullskýjakransi um tindinn á Nebó, fjalli dauðans. Það kastar geislum ofan í sjálft Dauðahafið. Og á Betlehems hæðum sje jeg standa unga, yndis- fagra mey, fegri, hjartanlegri, elskulegri en allt annað. Og er það ekki von að hún sje svo, mannkynsins lifandi von, mannkynsins önnur móðir, María! Og i fanginu heldur hún á barninu — barninu ný- fæddu, látlausu, brosmildu. Sólin rennur upp! En það er ekki þessi daglega himinsunna, sem þreyt- ir sitt skeið yfir himinhvelið á einu dægri, írá birtingu

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.