Kirkjublaðið - 24.12.1893, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 24.12.1893, Blaðsíða 14
234 um þá, um ljósin sín, um jólin, og svo hvað eina, sem þeim datt í hug Og þegar þeir voru hættir að borða, settu þeir diskana sína, með leifunum á, upp á hyllu. En í þeim svifunum var boðið gott kvöld á gluggann á bað- stofunni, og einhver beðinn að koma til dyranna. Bóndi gekk til dyra, og dvaldi að eins skamma stund frammi, og kom svo inn aptur, og f'jekk konu sinni stranga, talsvert stóran, og böggul innan í klút, gat hann þess um leið, að vinnupiltur írá 8... sem hann nefndi með nat'ni, heíði komið með þetta, og beðið að l'á henni þetta frá þeim hjónunum; hann heiði ekki viljað tefja, en sagt,. að klútarnir gæti komið seinna. Það varð heldur en ekki uppþot í kotinu, að sjá hvað þessir óvæntu bögglar heí'ðu að geyma. Eyrst var opnaður minni böggullinn, og kom þar innan úr dá- lítil jólakaka, og einhver ögn af kafíi og sykri; kom þá fijótt fram sú tillaga, að rjettast væri að vita hvernig kakan væri, og varð sú niðurstaðan, að það skyldi hitað á katlinum og kakan höfð með. En fyrst þurfti þó að vita, hvað væri i hinum bögglinum. Var nú fyrst leyst utan af honum, og komu þar innan dr tvö myndablöð : »Boðunardagur Maríu« og »Hin íyrsta jólanótt«, myndin, sem konuna hafði langað mest til að kaupa í búðinni kaupmannsins. Svo voru þar tvö heil jólakerti innan í brjeíi. Konan starði steinhissa á myndirnar, og varð svo að orði: »í>arna eru þær — og myndin sem mig langaði mest til að kaupa«. Drengirnir litlu hortðu og þreifuðu, og spurðu og svöruðu í þaula. »Nei, sko litla barnið! hvað það er fallegtU »Hvaða dýr eru þetta ? ósköp eru stór á því eyrun U »Skelíing er þetta fallegt — þetta er víst mamma þess«. »Já, og þetta pabbi þess — og þetta vinnumennirnir« (það voru hirðarnir). Svona skeg-græddu þeir um myndirnar fyrst sín á milli, og gjörðu sitt úr hverju eins og börnum er títt. En svo tók mamma þairra myndirnar, vafði þær vandlega inn- an í brjefið aptur og sagði: »Við skulum nú geyma þær vel þangað til jeg kem inn aptur«. Svo fór hún íram og hitaði á katlinum, og svo var sneitt af jólakökunni og borðað með kaffinu, og hjelzt öllum vel á. En svo tók hún ofan myndirnar aptur og íór að sýna drengj- unum þær. Og hún fór að segja þeim söguna af myndunum, og sýndi þeim allt það, er verða mátti til skýringar henni. Hún sagði söguna á þessa leið : »Það var einu sinni fátæk stúlka, sem hjet María í Nazaret, sem er bær á Gyðingalandi; hún var ósköp góð, og gjörði aldrei neitt ljótt, og Guði þótti vænt um hana af því að hún var svo

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.